Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 18
enska úrvalsdeildin
Man. United – Wigan 4–0
1–0 (54.) Tevez, 2–0 (59.) Ronaldo,
3–0 (76.) Ronaldo, 4–0 (82.) Rooney.
Aston Villa – West Ham 1–0
1–0 (24.) Gardner.
Arsenal – Sunderland 3–2
1–0 (7.) van Persie, 2–0 (14.) Sen-
deros, 2–1 (25.) Wallace, 2–2 (48.)
Jones, 3–2 (80.) van Persie.
Reading – Derby 1–0
1–0 (63.) Doyle.
Blackburn – Birmingham 2–1
1–0 (15.) Bentley, 2–0 (56.) McCarthy
víti, 2–1 (68.) Jerome.
Bolton – Chelsea 0–1
0–1 (41.) Kalou.
Liverpool – Tottenham 2–2
1–0 (12.) Voronin, 1–1 (45.) Keane,
1–2 (47.) Keane, 2–2 (90.) Torres.
Man. City – Middlesbrough 3–1
1–0 (10.) Riggott sjálfsm., 2–0 (33.)
Elano, 3–0 (63.) Elano, 3–1 (89.)
Hutchinson.
Newcastle – Everton 3–2
1–0 (42.) Butt, 1–1 (53.) Johnson, 2–1
(86.) Emre, 3–1 (90.) Owen, 3–2 (90.)
Given sjálfsm.
Fulham – Portsmouth 0–2
1-0 (50.) Benjamin Mwaruwari, 2-0
(52.) Hermann Hreiðarsson
Staðan
Lið L U J T M St
1. Arsenal 8 7 1 0 19:6 22
2. Man.Utd. 9 6 2 1 11:2 20
3. Man.City 9 6 1 2 14:7 19
4. Liverpool 8 4 4 0 14:4 16
5. Portsm. 9 4 3 2 17:12 15
6. Blackb. 8 4 3 1 9:6 15
7. Chelsea 9 4 3 2 8:8 15
8. Aston V. 8 4 2 2 12:8 14
9. Newc. 8 4 2 2 13:10 14
10. Everton 9 4 1 4 12:11 13
11. W. Ham 8 3 1 4 9:8 10
12. Reading 9 3 1 5 10:18 10
13. Wigan 9 2 2 5 8:12 8
14. B.ham 9 2 2 5 8:12 8
15. M.bro 9 2 2 5 10:16 8
16. Sund. 9 2 2 5 10:16 8
17. Tott. 9 1 4 4 16:18 7
18. Fulham 9 1 4 4 12:16 7
19. Bolton 9 1 2 6 9:14 5
20. Derby 9 1 2 6 5:22 5
enska 1. deildin
Blackpool – Plymouth 0–0
Cardiff – Burnley 2–1
Charlton – Barnsley 1–1
Cr. Palace – Hull 1–1
Ipswich – Preston 2–1
Scunthorpe – Watford 1–3
Sheff. Wed. – Leicester 0–2
Southampton – W.B.A. 3–2
Stoke – Colchester 2–1
Wolves – Coventry 1–0
Bristol C. – Sheff. Utd 2–0
Staðan
Lið L U J T M St
1. Watford 10 7 2 1 18:12 23
2. Charlton 10 5 4 1 16:10 19
3. W.B.A. 10 5 2 3 21:11 17
4. Bristol C. 10 4 5 1 14:10 17
5. Stoke 10 4 5 1 13:10 17
---------------------------------------------------------
20. Sheff.U. 10 2 3 5 16:19 9
21. Preston 10 2 3 5 11:14 9
22. Norwich 9 2 2 5 5:10 8
23. Sheff.W. 10 2 0 8 7:18 6
24. Q.P.R. 8 0 3 5 7:20 3
MáNUDAGUR 8. OKTóBER 200718 Sport DV
Úrslit í enska
Mörk frá David Bentley og Benni
McCarthy tryggðu Blackburn 2-1
sigur á Birmingham. Cameron Jer-
ome minnkaði muninn en Black-
burn landaði öllum þremur stigun-
um sem í boði voru.
Markið frá David Bentley kom
eftir stundarfjórðung. Maik Tayl-
or markvörður Birmingham átti
ekki möguleika á að verja. Gestirn-
ir héldu að þeir hefðu jafnað þeg-
ar Gary McSheffrey skoraði en var
dæmdur rangstæður. Gestirnir voru
æfir yfir dómnum því þeir töldu
McSheffrey vera jafnan síðasta
varnarmanni. Í stað þess að jafna
fengu þeir annað mark á sig. Brotið
var á Roque Santa Cruz innan teigs,
Benni McCarthy tók spyrnuna og
gerði engin mistök. Jerome minnk-
aði svo muninn með föstu skoti.
Gestirnir fengu þó nokkur færi til að
jafna. David Dunn slapp einn í gegn
en skot hans fór framhjá. Brad Fri-
edel markvörður Blackburn varði
síðan vel frá Olivier Kapo af stuttu
færi þegar skammt var eftir.
Mark Huges framkvæmdastjóri
Blackburn segir lið sitt vera á góðri
leið með að ná markmiðum sínum.
„Ég er í skýjunum yfir þessum sigri.
Þetta eru mikilvæg þrjú stig. Ég er
ekki viss um hvaða sæti við erum í,
5. eða 6., en við erum allavega ná-
kvæmlega á þeim stað sem okkur
langar að vera á. Þetta er góð byrj-
un hjá okkur á tímabilinu. Við átt-
um í erfiðleikum fyrst í leiknum og
kannski var það vegna þess að við
áttum Evrópuleik í vikunni. En við
náðum okkur á strik í síðari hálf-
leik,“ segir Mark Hughes.
Steve Bruce var afar ósáttur eft-
ir leikinn þar sem löglegt mark var
dæmt af Birmingham. „Markið sem
dæmt var af Gary McSheffrey skipti
öllu máli. Ef við hefðum skorað er ég
viss um að við hefðum unnið leik-
inn. Svo fara þeir upp völlinn og fá
víti í kjölfarið. Þetta var vendipunkt-
urinn í leiknum“, segir Steve Bruce
framkvæmdastjóri Birmingham.
benni@dv.is
David Bentley og Benni McCarthy tryggðu Blackburn sigur á Birmingham 2-1:
Baráttusigur BlackBurn
Bestur á vellinum
David Bentley átti stjörnuleik og
skoraði eitt mark.
Frá því Avram Grant tók við knatt-
spyrnustjórn Chelsea hefur félagið
verið umlukið sögusögnum um að
hann staldri þar bara við um stund-
arsakir. Honum hlýtur því að vera
létt eftir viku þar sem liðið vann sína
fyrstu alvöru leiki undir hans stjórn,
Valencia í Meistaradeildinni og Bolt-
on í ensku úrvalsdeildinni. Eyði-
merkurganga Chelsea í úrvalsdeild-
inni teygði sig reyndar allt aftur til
25. ágúst og þegar Kalou færði sér
misskilning á milli Jussi Jaaskelain-
en og Abdoylaye Meite í vörn Bolt-
on á 41. mínútu í nyt voru liðnar 460
mínútur frá því liðið skoraði seinast
í deildinni.
Óheppið Bolton
Sammy Lee tók þá djörfu ákvörð-
un fyrir leikinn að setja Kevin Nolan
og Gary Speed á bekkinn. Eftir að Ja-
askelainen hafði varið skalla Kalous
á fyrstu mínútunni tóku heimamenn
völdin í leiknum og Petr Cech mátti
hafa sig allan við að verja frá Danny
Guthrie, Kevin Davies, Ivan Campo
og Nicolas Anelka.
Markið kom þó fimm mínútum
fyrir leikhlé. Jaaskelainen og Meite
gátu ekki ákveðið hvor þeirra ætti
að hreinsa boltann í burtu og Kalou
var sneggstur að hugsa, sótti á milli
þeirra og náði boltanum til að skora.
Bolton hefði getað svarað strax en
Steve Sidwell virtist handleika bolt-
ann í teignum.
Kalou fór út af meiddur í hálfleik.
Bolton hélt áfram að sækja í síðari
hálfleik en skorti það bit sem það
hafði sýnt í fyrri hálfleik. Nicolas An-
elka átti skot yfir úr aukaspyrnu og í
uppbótartíma sleikti skalli Stelios Gi-
annakopoulos þverslána.
Sammy Lee kvaðst eftir leikinn
vera sáttur við frammistöðu sinna
leikmanna, þrátt fyrir tapið. „Maður
fær ekki alltaf það sem maður vill út
úr leikjum. Við gerðum ein mistök
og okkur var refsað fyrir þau. Ég er
ánægður með að við skyldum skapa
okkur fjölda tækifæra gegn Chelsea
og spila vel. Liðið stóð vel saman og
pressaði Chelsea allt til loka,“ sagði
Lee, sem varði ákvörðun sína um að
senda Speed og Nolan á bekkinn.
„Ég vel það lið sem ég tel að geti skil-
að því verki sem ætlast er til á hverj-
um tíma.“
Þrífst á pressu
Grant stóð fastur á að hans lið
hefði verðskuldað sigurinn. „Við
sköpuðum okkur fleiri færi. Leikur-
inn var ekki auðveldur en það voru
stigin þrjú sem skiptu máli. Sigur-
inn er góður fyrir liðið því það hefur
Fyrsti deildarsigur grants
Tækifærissinni Salomon Kalou
var fljótastur að hugsa.
ekki hafið tímabilið vel. Okkur vant-
aði fjölmarga leikmenn, ýmist vegna
meiðsla eða leikbanna, en við réðum
ferðinni. Okkur vantar enn leikmenn
en nokkrir eru komnir aftur, til dæm-
is Frank sem stóð sig mjög vel eftir að
hafa verið frá í sex vikur.“
Vangaveltur um hans eigin fram-
tíð hafa minnkað að undanförnu en
í staðinn eru komnar getgátur um
aðstoðarmann Grants. Steve Clark
er sagður ætla að hætta og Henk ten
Cate og Gianfranco Zola hafa ver-
ið orðaðir við Chelsea. „Ég hef verið
valinn til að vinna verk til framtíðar.
Ég hefði starfað við þetta allt mitt líf,
þótt það hafi ekki verið á Englandi.
Ég vil standa mig vel og einbeiti mér
að því. Ég get ekki ímyndað mér fót-
boltann án pressu. Hún er alltaf til
staðar hjá stórliðunum ef menn vilja
ná árangri og pressan eykst ef maður
ætlar sér að breyta leikstíl Chelsea.
Því fylgir mikil ábyrgð en ég kann vel
við hana.
Markmið okkar er að spila góðan
fótbolta sem kemur til með þróast
með tímanum. Ég vil að allir fram-
herjarnir spili af frelsi en ábyrgð.
Stundum þarf maður samt að ein-
beita sér að því að hirða stigin, eink-
um ef leikið er á útivelli.“
Kominn úr meiðslum Frank Lampard hefur náð sér
af nárameiðslum og er kominn aftur í lið Chelsea.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 20,059
Bolton
chelsea
jaaskelainen, joey o’brien
(giannakopoulos 85), andrew
o’brien, meite, gardner, Campo,
davies, guthrie, mcCann, diouf
(Wilhelmsson 66), anelka.
Cech, belletti, terry, Carvalho,
ashley Cole, makelele, lampard,
Sidwell, malouda (Shevchenko
73), kalou (pizarro 46), joe Cole
(ferreira 84).
maður leiksins
Carlos Bocanegra, Fulham
43%
12
4
2
5
16
5
0
57%
16
4
5
5
11
1
0
0:1 kalou 41.
Mark Salomon Kalou tryggði Chelsea fyrsta deildarsigurinn undir stjórn Avrams
Grant. Lundúnaliðið hafði ekki unnið deildarleik frá því í ágúst og ekki skorað í tæp-
ar átta klukkustundir.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 19,316
BlackBurn
Birmingham
friedel, emerton, Samba, ooijer,
Warnock, Savage (mokoena 57),
kerimoglu (derbyshire 56),
bentley, dunn (mcCarthy 46),
pedersen, Santa Cruz.
maik taylor, kelly, djourou,
ridgewell, Queudrue, larsson,
muamba (palacios 62), nafti
(danns 72), mcSheffrey
(o’Connor 62), jerome, kapo.
maður leiksins
David Bentley, Blackburn
54%
19
6
1
6
18
3
0
46%
9
4
6
7
13
1
0
2:1bentley 15, mcCarthy 56. víti jerome 68