Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 27
Leatherheads seinkar Ákveðið hefur verið að seinka frumsýningu nýjustu myndar George Clooney, Leatherheads, um fjóra mánuði. Ástæðan er sögð vera hversu önnum kafinn Clooney er en enn á eftir að skjóta nokkur atriði. Upphaflega átti að frumsýna myndina 7. desember en nýja dagsetningin er 4. apríl 2008. Óhætt er að segja að kvennagullið Clooney sé allt í öllu í myndinni þar sem hann leikstýrir, skrifar handritið (reyndar í félagi við annan) og leikur aðalhlut- verkið. Leatherheads er rómantísk gamanmynd sem gerist á þriðja áratug 20. aldar og segir frá eiganda liðs í ameríska fótboltanum sem verður ástfanginn af unnustu eins leikmannsins. Allt lítur út fyrir að Vin Diesel muni leysa Arnold Schwarzenegger af í hlutverki tortímandans: VIN DIESEL NÆSTI TERMINATOR? Framleiðendur Terminator 4 eiga nú í samningaviðræðum við hinn eitilharða Vin Diesel um að hann taki að sér hlutverk tortím- andans í myndinni. Eftir að Arn- old Schwarzenegger snéri sér að pólitík og var kosinn ríkisstjóri Kaliforníu hefur hann hætt kvik- myndaleik. Því þurfa framleið- endur Terminator 4 að finna stað- gengil og lítur allt út fyrir að Diesel verði maðurinn. Áður en Dies- el kom til sögunnar hafi Dwayne „The Rock“ Johnson verið sterk- lega orðaður við hlutverkið. Það er fyrirtækið The Halcyon sem framleiðir myndina. Ástæða þess að verið er að leita að nýj- um tortímanda er ekki einungis sú að Arnold er bundinn af pólit- íkinni heldur einnig að fyrirtækið hyggst gera þrjár myndir í viðbót er er kappinn orðinn heldur gam- all í hlutverkið. Terminator 4, 5 og 6 munu allar gerast í framtíðinni eða eftir að heiminum hefur verið rústað með kjarnavopnum. áfram verður John Connor aðalpersóna myndanna en í þeim verður hann orðinn fullorðinn maður sem leiðir frelsishreyfinguna í stríði gegn vélmennunum. James Middleton, framleið- andi sjónvarpsþáttanna The Sarah Connor Chronicles sem eru byggðir á Terminator-mynd- unum, segir að fjórða myndin verði án efa gerð. Michael Ferris og John D. Brancato muni skrifa handritið en þeir skrifuðu hand- ritið að þriðju myndinni. Ekki er ljóst hvort Nick Stahl eða Claire Danes muni snúa aftur í hlutverk sín. Frí prufa af Manager 2008 Tölvuleikjaframleiðendurnir SEGA og Sports Interactive hafa tilkynnt að Football Manager 2008 sé tilbúinn til framleiðslu. Leikirnir hafa verið þeir allra vinsælustu undanfarinn áratug og virðist ekkert lát vera á því. Prufa af leiknum var gefin út á sunnudag- inn í síðustu viku og var henni hlaðið niður 250.000 sinnum á tveimur fyrstu dögunum. Aðdáendur leiksins geta nálgast prufuna á síðunni sigames.com en hægt er að ná í tvær útgáfur hennar, stærri og minni. Leikurinn kemur út á Íslandi 19. október. 1000 orð eftir ósögð Variety segir frá því að Eddie Murphy og leikstjórinn Brian Robbins, sem leikstýrði meðal annars Norbit og Starship Dave, séu að lenda samkomulagi um að gera gaman- myndina A Thousand Words undir merkjum DreamWorks. Myndin fjallar um mann sem kemst að því að hann á aðeins þúsund orð eftir ósögð áður en hann deyr. Steve Koren, sem skrifaði meðal annars handritið að Click og Almighty-myndunum tveimur, hefur samþykkt að sjá um handritsskrifin. mánudagur 8. október 2007DV Bíó 27 FERð ISku hLAuT guLLNA LuNDANN „Ég hef verið að vinna að þessari plötu í tvö ár með tveimur bíómyndahléum og hef endurgert sum lögin alloft. Ég þyrfti eigin- lega að gefa út takmarkað upplag með „out- takes“. Það kemur bara seinna. Eða þegar ég er dauður,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, sem þessa dagana leggur lokahönd á nýjustu plötu sína, Mugiboogie. Þetta er þriðja sóló- plata Mugsions; hinar eru Lonely Mountain (2003) og Mugimama, Is This Monkey Music? (2005) sem sló rækilega í gegn. Stefnt er að því að platan komi út 17. október. Lúxuskomplex og þrjár teskeiðar af þunglyndi Þegar blaðamaður talaði við Mugison á föstudaginn var hann að reyna að komast að niðurstöðu um í hvaða röð hann vildi hafa lögin tólf á plötunni. Hann segir það geta ver- ið mikinn höfuðverk. „Venjulega þegar ég hef gert diska hef ég sett lélegt lag á undan góðu lagi því þá verður góða lagið helvíti gott. Það er smá vesen með þessa plötu því það eru allt of mörg góð lög,“ segir Mugison kíminn. „Það er því svolítið erfitt að raða þessu af því að það er leiðinlegt ef gott lag skyggir á gott lag. Þetta er algjör lúxuskomplex. En ég hlýt að lenda þessu einhvern veginn.“ Að sögn Mugisons er góður slatti af blóði, svita og tárum í nýju lögunum. „Svo eru nokkrir aulahrollar, smá væmni og þrjár te- skeiðar af þunglyndi stráð yfir þetta allt sam- an,“ segir Mugison. En allt í einu er eins og tónlistarmaðurinn hafi ekki mikla trú á plöt- unni þegar blaðamaður spyr hvort þetta sé hans besta efni hingað til. „Nei, ég hugsa að hinar tvær séu betri,“ segir hann og hlær dátt. Reiðhjól og orrustuflugvél Mugison hefur gert tónlist fyrir þrjár kvik- myndir: Niceland, Little Trip to Heaven og Mýrina. Hann segir mikinn mun á þeirri vinnu og að gera sólóplötu. „Ég hugsa að það sé svipað og munurinn á því að hjóla á reið- hjóli og fljúga orrustuflugvél. Bíómyndirn- ar eru þá reiðhjólið. Það er mjög skemmti- legt að vinna við myndirnar en þetta er miklu meiri hópíþrótt. Í sólóstöffinu þarf maður að setja miklu meira í þetta, sérstaklega í texta og söng því maður gólar eiginlega ekkert í bíó- myndunum. En ég hef farið að syngja alltaf meira og meira á plötunum mínum og nýj- asta platan er nánast ekkert nema söngur. Það er meira að segja röddun. Ég held bara að ég sé tekinn við af Bó Hall sem konungur sjálfraddana.“ Spilar í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku Platan var að mestu leyti tekin upp í einka- stúdíói Mugisons í bílskúrnum hans á Súða- vík. Eitthvað var þó tekið upp í upptökuveri Sigur Rósar í Mosfellsbæ. Mugsion sparar ekki hólið þegar hann segir frá þeim sem spila með honum á plötunni. „Þetta eru klikkað- ir hljóðfæraleikarar. Addi og Guðni Finns úr Spock sjá um bassa og trommur, Davíð Þór er á hammond, píanó og einhverja synta – hann er náttúrlega mega snillingur – og svo spilar Pétur Ben á hellings rafmagnsgítar. Hann er náttúrlega bara Jimi Hendrix Íslands.“ Stefnan er að taka hring um landið í nóv- ember til að fylgja plötunni eftir og þá eru tón- leikar í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku á teikniborðinu. Ekkert hefur þó verið ákveðið um útgáfu annars staðar en á Íslandi. kristjanh@dv.is ALLT OF MÖRg gÓð LÖg Mugison leggur nú lokahönd á sína þriðju sólóplötu: Vesen? „Það er smá vesen með þessa plötu því það eru allt of mörg góð lög.“ Dwayne „The Rock“ Johnson Var orðaður við hlutverkið áður en diesel kom til sögunnar. Vin Diesel Verður að öllum líkindum næsti terminator.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.