Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 9
Asskoti er það merkilegt að það þarf Bítlana sjálfa eða Clinton til að koma til okk- ar svo það veki athygli, til að við lítum upp. Annað tveggja hef- ur gerst, Ísland hefur stækkað í augum heimsins eða þá hitt að heimurinn hefur minnkað. Hvort sem gerðist er ljóst að Ísland er að verða merkilegast allra landa, eða kannski bara þar um bil. Þótt hingað komi fólk sem fær ekki frið á götum úti í eigin heimalandi eða í öðrum upplýstum samfélögum kippir sér enginn upp við það hér þótt við mætum heimsþekktu fólki á götu úti, eða á veitingastöðum. Það er ekki svo langt síðan að það birtist frétt í Tímanum um að sést hefði til blökkumanns í Svarfaðar- dal, ef rétt er munað. Nú kemur hingað þekkt fólk af báðum kynjum og í öll-um litum og oft svo frægt fólk að orð fá því varla lýst. Samt fær það fólk að vera í friði hér, þar sem okkur þykir það ekkert merkilegt að sitja á næsta borði við heimsþekkt fólk eða mæta því á gangi á Laugaveginum. Reyndar veit Daggeisli ekkert um hvað ger- ist um hættulegar nætur í óeirða- hluta Reykjavíkur. Þá kann að vera að fræga fólkið, ef það treystir sér á hættusvæðin, fái ekki frið þegar myrkur og víma taka völdin af ann- ars prúðum Íslendingum. Nú stendur hins vegar mikið til. Yoko er löngu orðin Ís-landsvinur og það svo um munar. Hún ku vera iðin við að gera Íslandi skil og lofa bæði þjóð og land. Það er gagn að því, heldur betur. Þótt Yoko komi og kveiki ljós- in á friðarsúlunni þykir það ekki svo ýkja merkilegt hér á bæ. Þegar spurðist að bæði Paul McCartney og Ringo Starr hygðust koma fengu margir Íslendingar flog. Sem von er. Þeir félagar eru ekki venju- legir menn, þeir eru helmingur Bítlanna og það er svo sannar- lega ekki lítið. Íslendingar eru svo vanir fræga fólkinu að það var ekki fyrr en að spurðist um Íslandsvilja þeirra Pauls og Ringos sem frægt fólk á leið til landsins eða ekki á leið til landsins komst á forsíður þeirra dagblaða sem vilja höfða til hins venjulega Íslend- ings. Svo hverslagslegt er orðið að fá hingað frægt fólk að það þurfti þá Bítla sem enn lifa til að búa til spennu. Þegar Elton John kom og lék á Laug- ardalsvelli nennti fólk ekki einu sinni að fara í Laugardalinn til að hlýða á kallinn, ekki frekar en þar væri verið að keppa í langstökki eða grinda- hlaupi. Þetta er ágætt merki um hversu góðu við erum vön. Svo eigum við svo frægt fólk sjálf, við eigum Björk og Eið Smára og við eigum forseta sem er að meika það um allan heim. Það er flott að líta ekki upp fyrir minna en Bítla. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AðALnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, ÁskriftArsími 512 7080, AugLýsingAr 512 70 40. daggeisli ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Ofurlaun minnihlutamannsins endurspegla völd hans Græðgisvæðing leiðari Meðferð framsóknarmannsins Björns Inga Hrafnsson-ar og sjálfstæðismannsins Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson-ar á eigum Orkuveitu Reykjavíkur hefur dregið fram í dagsljósið hve auðvelt er að misstíga sig á vegi dyggð- arinnar. Borgarstjórinn og borgarráðsformaðurinn hafa blygð- unarlaust pönkast með eignir almennings í borginni og deilt út milljörðum á vafasömum forsendum. Þótt ákvörðun um kauprétt- arsamninga hafi verið afturkölluð að hluta standa þeir eftir uppvís- ir að því að brjóta gegn almennu siðferði og jafnvel lögum. Hvor- ugur skeytir um reglur eða lýðræði og þeir ganga í því efni framhjá samherjum jafnt sem pólitískum andstæðingum við ákvarðanir sem snúa að því að almenningsfyrirtæki fari í gróðabrall. Sjálfsagt er að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur ef tekin er um það upplýst pólitísk ákvörðun. Og það er frábært að stofna til útrásarfyrirtæk- is á sviði orkuþekkingar. En það getur ekki verið með þátttöku al- menningsfyrirtækis á borð við Orkuveituna. Baktjaldamakkið og græðgisvæðing fyrirtækisins er með öllu óþolandi. Því alvarlegra er málið ef litið er til þess að Björn Ingi hefur aðeins að baki sér fimm prósent atkvæða borgarbúa en Vilhjálmur hefur fært honum völd sem eru langt umfram umboð. Ofurlaun minnihlutamanns- ins endurspegla völd hans en þau eru talsvert hærri en hjá borg- arstjóranum og slá raunar út flest það sem sést í ríkisgeiranum að meðtöldum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Björn Ingi var fyrir viku síðan framtíðarleiðtogi Fram-sóknarflokksins. Hann þurfti aðeins að gæta þess að misstíga sig ekki og umgangast eigur borgarbúa af virðingu og varúð. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest hafa líklega útilokað Björn Inga frá frekari áhrifum en nú er orðið. Hann gerði tilraun til að hygla kosningastjóra sínum og fleiri gæðingum með tugum og hundruðum milljóna. Hann þrefaldaði sín eigin stjórnarlaun hjá dótturfyrirtækinu og sýndi ótrúlegan siðferðisbrest í öllu málinu. Á örfáum dögum hefur Birni Inga tekist að fá á sig spill- ingarstimpil, margfalt verri en þann sem Alfreð Þorsteinsson, forveri hans, bar. Björn Ingi er í dag án baklands og hans eigin formaður hefur opinberlega snuprað hann fyrir siðblinduna. Vilhjálmur borgarstjóri er síðan ábyrgðarmaður að öllu þessu og hefur tekist að ofbjóða sínum eigin borgarstjórnarflokki. Vilhjámur varð borgarstjóri í gríðarlegum meðbyr en stendur nú á bersvæði uppvís að pólitískum yfirgangi og að vera skjól fyrir spillingu. Það er vandséð hvernig félagarnir í meirihluta borgarstjórnar ætla að rísa undir reiði almennings. Kannski tekst þeim að sitja áfram, trausti rúnir. Ábyrgð unga fólksins í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins er mikil. Ef þau vilja ekki dragast inn í spillinguna og einræðið verður að skipta um leiðtoga og samstarfsflokk. dómstóll götunnar ERu kaupRéttaRsamningaR í REykjavik EnERgy invEst EðlilEgiR? „mér þykir þetta frekar skrýtið, en kannski veit ég ekki nógu mikið um þetta.“ Björn Sigþór Ólafsson, 12 ára nemi „nei. fólkið í landinu er skilið út undan eins og svo oft áður.“ Soffía Gísladóttir, 33 ára myndlistarkona „Á íslandi er þetta allt eins eðlilegt og hugsast getur.“ Einar Tönsberg, 34 ára tónlistarmaður „Ég spyr á móti, er eðlilegt að selja gullfoss og norðurljósin?“ Haraldur Jóhannesson, 34 ára forritari sandkorn n Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur í tímans rás orðið mildari í afstöðu sinni til ým- issa mála. Orðið á göt- unni vekur athygli á því að kapp- inn vígfimi sat fundi í þingmanna- nefnd á Evr- ópuþinginu og braut þar odd af oflæti sínu og heimsótti höfuðstöðvar NATO í Brussel þangað sem hann hafði aldrei á löngum ferli komið. Hermt er að Steingrímur hafi bland- að geði við herforingjana og hlýtt á álit þeirra á gangi mála. Þetta hefði verið óhugs- andi fyrir nokkrum árum en nú eru greinilega breyttir tímar. n Margrét Sverrisdóttir, borg- arfulltrúi Frjálslynda flokks- ins, kom nokkuð á óvart þeg- ar hún í viðtali við DV tók upp hanskann fyrir hinn ferðaglaða Björn Inga Hrafnsson, formann borgar- ráðs, og sagði mikið gagn vera að skipulögðum utanlands- ferðum hinna ýmsu sviða Reykjavíkurborgar. Þessi orð féllu um það leyti sem Mar- grét steig upp í júmbóþotu Eimskips til að fara til Kína á kostnað fyrirtækja Borgarinn- ar og Eimskips ásamt Birni Inga og fleiri gæðingum til að opna frystigeymslu. n Á meðan Margrét Sverris- dóttir kældi sig niður í Kína fór Svandís Svavarsdóttir á kostum í gagnrýni sinni á meirihlutann og sukkið í kringum Orku- veituna. Svandís sýndi af sér vígfimi og rökfestu og haft var á orði að hún stæði sig ekki síður en faðir hennar, Svavar Gestsson, þegar hann var á hátindi ferilsins. Víst er að Svandís er búin að velgja Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra vel undir uggum. n Ásgeir Davíðsson á Gold- finger, konungur súlustað- anna, er þessa dagana á ferða- lagi ásamt konu sinnu Jöru. Svo er að sjá sem Geiri sé ekki á flæðiskeri staddur því hann er á sjö stjörnu hóteli í Dubai þar sem lúxusinn er við hvert fótmál. Herbergi hjónanna er 127 fermetrar, eða eins og stór blokkaríbúð á Íslandi. Geiri ferðast með stæl því þegar hann kom á flugvöllinn stóð valið um að fara með þyrlu eða limmósínu á hótelið. Limminn varð ofan á vegna þess að Jara, eiginkona Geira, er flughrædd. DV Umræða mÁnuDAgur 8. október 2007 9 Ísland og fræga fólkið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.