Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Side 2
Ráðist var á Borgþór Gústafsson á
heimili hans um hádegisbil á sunnu
dag með þeim afleiðingum að hann
lést. Nágranni Borgþórs, Þórarinn
Kristmundur Gíslason, var hand
tekinn á vettvangi og færður á brott
í járnum. Vitni segja hann hafa verið
ölvaðan.
Lögreglu barst tilkynning um
að Borgþór lægi meðvitundarlaus
og blóðugur á heimili sínu á Hring
braut 121, klukkan 13.30 á sunnu
dag. Maðurinn sem tilkynnti lög
reglu um atburðinn var handtekinn.
Hann var yfirheyrður í gærdag og sit
ur nú í gæsluvarðhaldi til 15. októb
er. Lögregla segir að ástæðan fyrir
gæsluvarðhaldinu sé sú að hann liggi
undir grun vegna láts Borgþórs. Frið
rik Smári Björgvinsson yfirlögreglu
þjónn segir of snemmt að gefa upp
hvort barefli hafi verið notað á Borg
þór, en hann bar meðal annars höf
uðáverka sem leiddu hann til dauða.
Íbúðin varð að greni
Íbúðin sem Borgþór bjó í er í
eigu Félagsbústaða Reykjavíkur
borgar. Eftir ítrekaðar kvartanir ná
granna kröfðust Félagsbústaðir þess
að Borgþór yrði borinn út. Málið fór
fyrir dómstóla og kvað héraðsdómari
upp úr að Borgþór skyldi áfram vera
í íbúðinni vegna þess að hann hefði
aðeins fengið eina formlega viðvör
un. Samkvæmt leigusamningi þurfti
hins vegar tvær.
Georg Viðar Björnsson, hús
vörður í húsinu á Hringbraut, sagði
í viðtali við DV í septemberlok að
Borgþór hefði breytt heimili sínu í
nokkurs konar greni. „Það er hálfur
bærinn á eftir honum og fólk kemur
til hans bæði dag og nótt. Ef hann er
ekki heima fer það bara inn um svala
dyrnar,“ sagði Georg Viðar. Nágrönn
um stóð stuggur af hegðun Borgþórs
en hann og gestir hans skildu eftir sig
sprautur og nálar í húsinu.
Langur sakaferill
„Nú er hann dáinn, blessaður,“
segir Georg Viðar. Hann segir Borg
þór hafa átt í miklum vandræðum
og meðal annars hafi hann rætt við
sig um að hann óskaði þess helst að
deyja. Hann segist hafa beðið hann
að bíða rólegan um sinn, því aldrei
væri að vita nema sólin tæki að skína.
„Þetta var bara núna fyrir helgina,“
segir Georg.
Georg sagði í viðtali við DV í síð
asta mánuði að Borgþóri væri bráður
bani búinn ef hann færi á götuna. „Ég
vildi gjarnan hjálpa honum en vissi
ekki hvað ég gat gert,“ sagði hann.
Borgþór átti nær sleitulausan
sakaferil frá árinu 1983. Hann hafði
hlotið þrjátíu dóma fyrir brot á hegn
ingarlögum, flesta vegna þjófnaða en
einu sinni vegna líkamsárásar. Hann
var síðast dæmdur í tveggja mánaða
fangelsi í febrúar síðastliðinn fyrir að
hafa pantað mat fyrir sautján þúsund
krónur á veitingastaðnum Indókína,
án þess að borga.
Þegjum fólk í hel
„Ástandið hjá okkur er þannig að
við þegjum fólk í hel,“ segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri Geð
hjálpar. Hann segir harmleikinn á
Hringbrautinni aðeins vera einn af
mörgum. „Ég tel að samfélaginu beri
skylda til að bregðast við veikindum
og erfiðleikum fóks áður en við les
um fréttir af harmleik,“ segir hann.
Sveinn bendir á að nýlega hafi
hann rætt við mann sem barðist við
fíkn og geðraskanir um langt ára
bil. „Á endanum varð hann manni
að bana. Nú er hann í nokkuð góðu
jafnvægi á Sogni. Hann spurði mig
hvers vegna honum væri hjálpað
fyrst eftir að hafa drepið mann,“ seg
ir Sveinn.
Sigursteinn Másson, formað
ur Öryrkjabandalags Íslands, tekur
undir þetta með Sveini. „Við þurf
um að horfa til þess sem kallað hefur
verið snemmtæk íhlutun. Samfélag
ið þarf að hafa kerfi sem getur brugð
ist við í tæka tíð,“ segir Sigursteinn.
þriðjudagur 9. október 20072 Fréttir DV
Olía lak út
Engan sakaði þegar vöru
bifreið rakst á Höfðabakkabrú
klukkan hálfellefu í gærmorgun.
Bifreiðin skemmdist mikið og
var slökkviliðið á höfuðborgar
svæðinu kallað út til að hreinsa
upp olíu og glussa sem lak úr
bifreiðinni.
Slysið varð með þeim hætti
að krani á vörubifreiðinni rakst
á brúna þegar bifreiðinni var
ekið undir hana. Hreinsunarstarf
slökkviliðsins gekk greiðlega.
Ræðir tvíhliða
samskipti
Geir H. Haarde forsætisráð
herra fundar í dag með Sali Ber
isha, forsætisráðherra Albaníu.
Á fundinum, sem fram fer í ráð
herrabústaðnum á Tjarnargötu,
ræða forsætisráðherrarnir um
tvíhliða samskipti á milli Íslands
og Albaníu. Þá verða á dagskrá
önnur alþjóðamál sem tengjast
ríkjunum.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
baRinn til ólífis
„Honum er bráður bani búinn ef hann fer á götuna. Ég vil gjarnan hjálpa honum en veit ekki hvað ég get gert,“ segir Georg Viðar Björnsson, húsvörður á Hringbraut 121 þar sem Félagsbústaðir eiga tólf íbúðir. Í mars flutti þar inn ógæfumaður i mikilli óreglu, Borgþór Gústafsson. „Hér gekk allt mjög vel fyrir sig þar til hann kom. Hann er með allan bæinn á eftir sér og hér finnast bæði sprautur og nálar. Þetta er algjör skelfing,“ seg-ir Georg.
Reyndi að ræna Nóatún
Nágrannar Borgþórs hafa orðið fyrir miklu ónæði eftir að hann kom í húsið vegna hávaða og drykkjuláta. „Hann hefur gert þetta að hálfgerðu greni eftir að hann flutti inn. Það er hálfur bærinn á eftir honum. Fólk kemur til hans bæði dag og nótt,“ seg-ir Georg. „Ef hann er ekki heima fer það bara inn um svaladyrnar.“Verslun Nóatúns, Lyf og heilsa og Myndlistarskólinn í Reykjavík eru einnig á Hringbraut 121. Í síðustu viku fór Borgþór í annarlegu ástandi inn í Nóatún, fyllti körfu af matvælum og gekk með hana framhjá
afgreiðslukössum. Georg segist hafa heyrt óhljóð og farið út á svalir. „Þá hafði starfsfólk verslunarinnar stoppað hann af,“ segir Georg.
Veikur maður
Eftir ítrekaðar kvartanir nágranna sendu Félagsbústaðir Borgþór skriflega aðvörun þar sem þess var krafist að hann færi að húsreglum, ella þyrfti hann að flytja. Hegðun Borgþórs breyttist lítið. „Þetta er ákaflega veikur maður,“ bendir Georg á. „Hann ætti ekki að drekka áfengi.“Í kjölfarið kröfðust Félagsbústaðir þess að Borgþór yrði borinn út og var leitað til dómstóla. Fyrr í september var síðan úrskurðað að Félagsbústaðir hefðu ekki heimild til að vísa Borgþór í burtu þar sem í leigusamningi er kveðið á um að ekki nægi að senda eina viðvörun heldur tvær, áður en hægt er að krefjast útburðar.
Engir fantar
Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir leigusamninga Félagsbústaða rýmri en venjan er. „Í húsaleigulögum segir að það þurfi aðeins eina aðvörun áður en hægt er að rifta samningi vegna óláta og ónæðis.“ Sigurður bendir á að Félagsbústaðir séu þekktir fyrir liðlegheit þegar kemur að leigjendum. „Þeir gera þetta ekki
nema fokið sé í flest skjól. Þetta eru engir fantar.“ Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir leigusamninga leigjenda endurskoðaða eftir ákveðinn tíma. Þá er litið til þriggja þátta; hvort viðkomandi hafi staðið í skilum með greiðslur, hvort hann gangi vel um íbúðina eða valdi nágrönnum ónæði. „Ef þessi þrjú atriði eru í lagi göngum við frá ótímabundnum samningi. Ef ekki látum við hann renna sitt skeið.“
Neyðaraðgerðir
Sigurður Friðriksson bendir á að stundum þurfi að grípa til neyð-araðgerða. „Einstaka sinnum kem-ur fyrir að hegðun leigjenda bitnar á nágrönnum og veldur þeim ónæði. Við höfum vissulega skyldur gagn-vart okkar leigjendum.“ Í þessu til-viki leigja bæði Borgþór og nágrannar hans hjá Félagsbústöðum. Sigurður harmar að málið hafi farið fyrir dóm-stóla. „Því miður urðu þarna mistök,“ segir hann og vísar til þess að aðeins hafi verið send ein aðvörun til Borg-þórs. Hann leggur einnig áherslu á að Félagsbústaðir hafi gert allt sem í þeirra valdi standi.
Georg Viðar hefur áhyggjur af Borgþóri. „Hins vegar er ómögulegt að hann búi í fjölbýli eins og staðan er nú. Þetta reynir mikið á okkur hin.“ „Þetta er auðvitað hinn besti maður þegar hann er edrú,“ segir Georg sem telur nauðsynlegt að Borgþór fái inni þar sem hann fær viðeigandi aðstoð. Sjálfur stendur hann úrræðalaus „Hann verður að fá aðstoð. Gatan á ekki að vera fyrsti griðastaður hans,“ segir Georg og gerir þá kröfu að Reykjavíkurborg sinni skjólstæðingum sínum.Starfsfólk Nóatúns og Lyfja og heilsu sagðist ekki geta tjáð sig um málið vegna trúnaðar við viðskiptavini þegar til þess var leitað.
föstudagur 28. september 2007
4
Fréttir DVSandkorn
Vefmiðlar landsins fluttu í gær fréttir af því að Gunnar Stefán
Möller
Wathne
hefði verið
handtekinn
á Indlandi.
Gunnar og
mál hans eru
lesendum
DV að
sjálfsögðu vel kunnug eftir umfjöllun blaðsins en aðrir miðlar sögðu nú flestir í fyrsta sinn frá því að hann hefði verið eftirlýstur. Mbl.is var einn þeirra fjölmiðla sem sagði frá handtöku Gunnars. Það vakti þó athygli sumra lesenda vefjarins að þeim gafst ekki færi á að blogga um handtöku Wathne-sonarins ólíkt flestum öðrum fréttum á vefnum Mbl.is.
Þingmenn mæta aftur til starfa á Alþingi á mánudag, þegar þing kemur
saman eftir
sumarfrí.
Undanfarið
hafa
fastanefndir
þingsins
undirbúið
starf vetrarins
og svo hafa
þingmenn verið duglegir að flakka um landið á ferðalögum með þingnefndum sem þeir eiga sæti í. Nú tekur hins vegar við starf þeirra í þingsal. Búast má við að stjórnarandstæðingar noti tækifærið til að láta ljós sitt skína, horfa menn ekki síst til umræðu um Grímseyjarferjumálið. Þar er ljóst að þeir sleppa Kristjáni L. Möller og Sturlu Böðvarssyni,núverandi og fyrrverandi
samgönguráðherra, svo létt við gagnrýni.
Annars verður fjárlaga-
frumvarpið í brennidepli á
mánudag.
Árni
Mathiesen
fjármálaráð-
herra kynnir
þau um
morguninn
og þau verða
að venju
fyrsta málið sem er lagt fram á fyrsta degi þingsins. Fjárlagafrumvörp breytast oft í meðferð þingsins áður en þau verða að fjárlögum og hafa þingmenn stundum verið skammaðir fyrir
eyðslusemi. Þó má vera ljóst að mestar breytingarnar eru iðulega eftir að fjárlög eru samþykkt, þá kemur að því að ráðherrar og stjórnendur ríkisstofnana og fyrirtækja þurfa að fara eftir fjárheimildum en fara svo oft fram úr heimildum.
Egill Helgason og Halldór Guðmundsson héldu vart vatni þegar þeir
skoðuðu
myndskeið
úr hreins-
unarréttar-
höldum
Stalíns í
Moskvu árið
1938. Þar
var Halldór
Laxness meðal áhorfenda og þóttu mikil tíðindi þegar mynd af honum í áhorfendaskaranum birtist í bók Halldórs um
Nóbelskáldið fyrir nokkrum árum. Nú hefur fundist
myndskeið þar sem sjá mátti skáldið. Sögðu þeir Egill og Halldór að ekki færi á milli mála hver væri þarna á ferð, svo áberandi og sérstakur væri vangasvipurinn. Einhverjir sjón-varpsáhorfendur sáu þó lítið annað en hvíta klessu, hvort sem myndinni, útsendingunni eða sjónvarpsskjánum var um að kenna.
xxxxx
vondur nágranni
ERla hlyNsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Formaður húseigendafélagsins sigurður segir ljóst að vandamálið sé stórt þar sem félagsbústaðir hafi gripið til aðgerða.
„Þetta er veikur maður.
Hann ætti ekki að
drekka áfengi.“
hringbraut 121 Húsvörður hefur áhyggjur og vill að borgþór fái aðstoð frá reykjavíkurborg.
Einn angi kvótakerfisins sýnir sigFólk sem starfað hefur alla ævi, frá sextán ára aldri, er meðal þeirra fjörutíu sem missa vinnuna þegar hraðfrystihúsi Eskju á Eskifirði v rður lokað um áramótin. „Við funduðum með starfsfólkinu í fyrradag. Þetta er greinilega mikið áfall fyrir alla sem þarna koma nærri,“ segir Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs – starfsgreinafélags.
Öllu starfsfólki í frystihúsinu verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót. Um það bil helming-ur starfsfólksins er heimamenn sem margir hafa unnið fyrir Aðalstein Jónsson og fjölskyldu hans alla sína tíð. Hinn helmingurinn er fólk af er-lendu bergi brotið sem flust hefur til Eskifjarðar til þess að starfa við fisk-vinnslu.
Sverrir segir að ef ekki væri fyrir
aðra uppbyggingu í landshlutanum væru þessar uppsagnir hreint reiðarslag fyrir samfélagið. „Hér r einn angi kvótakerfisins að sýna sig,“ segir hann.
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, tekur undir með Sverri. „Það eru alltaf einhverjir sem verða illa úti þegar svona gerist. Okkur tekur þetta þungt,“ segir Helga. Hún segir að auðvitað hefði fólk kosið að rekstrargrundvöllur væri fyrir frystihúsinu þannig að fólk gæti gengið að tryggri atvinnu.
„Enn hefur ekkert verið rætt við okkur hvað varðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar,“ segir Helga. Hún segir bæjarstjórnina hafa sent frá sér ályktun um nokkur viðfangsefni í bæjarfélaginu sem falli beint að stefnu ríkisstjórnarinnar í
mótvægisaðgerðum. „Við þurfum að fylgja þessu eftir með samtölum við ráðherrana,“ segir hún.
Útgerð og vinnsla Eskju á Eskifirði hét áður Hraðfrystihús Eskifjarðar. Frystihúsið var byggt upp af Aðalsteini Jónssyni, sem þekktur er sem Alli ríki, sem ók við stjórn þess þegar rekstur þess var kominn í ógöngur. Frystihúsið hefur verið rekið frá árin 1944.
sigtryggur@dv.is
aðalsteinn Jónsson alli ríki tók við rekstri Hraðfrystihúss eskifjarðar á erfiðleikaskeiði. reksturinn varð blómlegur. frystihúsinu verður lokað um áramótin vegna kvótaskerðingar.
Sigtryggur Ari jóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
húsvörðurinn georg Viðar björnsson
sagðist í viðtali við dV í september
gjarnan vilja hjálpa borgþóri en hann
vissi ekki hvernig það væri hægt.
Borgþór gústafsson lést eftir barsmíðar á
heimili sínu á Hringbraut á sunnudag. Krist-
mundur Þórarinn gíslason, nágranni Borg-
þórs, var leiddur á brott í járnum. Hann er
grunaður um morðið. Félagsbústaðir reyndu
nýverið að fá Borgþór borinn út vegna óreglu.
Sigursteinn Másson og Sveinn Magnússon
telja að samfélagið eigi að bregðast við áður
en til hildarleiks kemur.
hringbraut 121 Nágrannar segja
borgþór gústafsson hafa breytt íbúð sinni
í greni. Félagsbústaðir reykjavíkurborgar
höfðu freistað þess að fá borgþór borinn
út en dómari hafnaði. borgþór var laminn
til dauða á heimili sínu á sunnudag.
28. SepteMBer
dV sagði frá erfiðleikum á
Hringbraut 121 í síðasta mánu i.
Dorrit beðin
afsökunar á
framsetningu
Vegna yfirlýsingar Dorritar
Moussaieff um að hún borgi
ekki fyrir umhverfisverðlaun
þau er eiginmaður hennar
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut
skal áréttað að forsetafrúin
er nefnd meðal þeirra sem
styrkja Louise T. Blouinstofn
unina. Reynt var í þrjá daga að
fá viðbrögð forsetaembættis
ins við vinnslu fréttarinnar en
þau bárust ekki, eflaust vegna
anna embættisins á erlendri
grundu.
Forsetafrúin segist ekki
hafa greitt beinlínis fyrir
verðlaunin og er ekki ástæða
til að efast um þá fullyrð
ingu hennar. Eftir stendur að
hún er ásamt tóbaksrisan
um Philip Morris tilgreind á
meðal styrktaraðila þeirrar
stofnunar sem veittu forsetan
um verðlaunin. Þeirrar óná
kvæmni gætti í forsíðutilvís
un fréttarinnar að sagt var að
forsetafrúin borgaði verðlaun
in. Réttara hefði verið að segja
að hún væri á meðal styrktar
aðila stofnunarinnar. Dorrit
er beðin velvirðingar á þeirri
framsetningu.
Kínverjar
áhugasamir
Kínversk yfirvöld hafa
mikinn áhuga á að stórefla
samvinnu við Ísland um jarð
hitanýtingu. Þetta kom fram
á fundi sem Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, sótti
í Xian Yangborg í gær. Sin
opec, þriðja stærsta orkufyr
irtæki Kína, hefur einnig lýst
yfir áhuga á frekara samstarfi
en fyrirtækið reisir hitaveitu
í Xian Yang í samvinnu við
Glitni, Orkuveitu Reykjavík
ur og Enex. Kínversk yfir
völd hafa valið borgina sem
miðstöð jarðhitanýtingar í
landinu.
Jóhanna Eiríksdóttir er hætt sem formaður Kraftlyftingasambandsins:
Tveir menn þvinguðu mig út
„Ég var þvinguð til afsagnar,“ seg
ir Jóhanna Eiríksdóttir sem sagði af
sér formennsku í Kraftlyftingasam
bandi Íslands á fundi þess á föstu
dag.
Ástæðu þess að hún var þvinguð
frá formennsku segir Jóhanna vera
meðal annars þá að tilteknir menn
vilji ekki aðild að Íþróttasambandi
Íslands þar sem reglulega eru gerð
lyfjapróf. Jóhanna hefur unnið fyrir
félagið í sjö ár. „Ég er mjög sár,“ seg
ir hún.
Jóhanna segir tvo menn hafa haft
forystu í því að hún var þvinguð til
afsagnar en vill ekki nafngreina þá.
Í Fréttablaðinu í gær kom hins veg
ar fram að þessir menn væru Hjalti
Úrsus Árnason og Auðunn Jónsson
kraftlyftingamenn.
Hjalti Úrsus segist ekkert skilja í
þessum málflutningi. „Þessar ávirð
ingar eru allt of alvarlegar til að
hægt sé að láta sem ekkert sé. Engar
þvinganir áttu sér stað,“ segir hann.
„Ég lifi á ímyndinni. Þetta er
mikill skaðvaldur,“ segir Hjalti Úr
sus sem hefur unnið að miklu kynn
ingarstarfi fyrir íþróttina hér á landi.
Hann segist vilja veg kraftlyftinga
sem mestan.
Kraftlyftingafélagið er nú aðili að
International Powerlifting Federat
ion og þar eru reglulega gerðar lyfja
prófanir. Á fundinum lagði stjórnin
til að gengið yrði inn í annað fé
lag, World Powerlifting Federation,
WPF, þar sem ekki eru gerð lyfja
próf. Jóhanna segist hafa lagt þetta
fram til að fá stefnu félagsmanna á
hreint. Hún vill ekki gefa upp hvort
félagið hún sjálf kjósi enda hafi hún
verið kosin til trúnaðarstarfa.
Hjalti segir þá Auðun, ásamt
flestum fundarmönnum, hafa verið
alfarið á móti inngöngu í WPF. „Ég
hef barist fyrir auknum lyfjapróf
um,“ segir hann. Hjalti Úrsus seg
ir að þess vegna hafi innganga í fé
lagið ekki samræmst stefnumiðum
þeirra.
Jakob Baldursson hefur tek
ið við formennsku í Kraftlyftinga
sambandinu af Jóhönnu sem hætti
síðasta föstudag en hann var áður
varaformaður. erla@dv.is
hjalti Úrsus Árnason Hjalti hefur
barist fyrir auknum lyfjaprófunum.