Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 12
Margsannað er að sagan end-urtekur sig. Á seinustu öld og í bláenda þeirrar sem nú
stendur voru áhrifamenn- irnir
Alfreð Þorsteinsson,
oddviti Fram-
sóknarflokks, og
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson,
Sjálfstæðisflokki,
sem samvaxnir
tvíburar þótt þeir
tilheyrðu stjórn og
stjórnarandstöðu hjá Reykjavík og
væru þannig opinberlega andstæð-
ingar. Vinátta þeirra var á vitorði
þeirra sem vildu vita og þeir báru
samheitið Vilfreð. Tvíhöfðinn Vilfreð
dafnaði innan borgarapparatsins og
vináttan nýttist báðum í leik og starfi.
Svarthöfði verður að viðurkenna að
hafa dáðst að þeim báðum fyrir djör-
fung og dug. Hver man til dæmis ekki
eftir Línu net sem Alfreð stofnaði í
óþökk Sjálfstæðisflokksins en með
þegjandi samþykki Villa?
Þegar Alfreð hvarf úr borgar-stjórn óx vegur Vil-hjálms mjög. Hann
var fljótur að jafna sig á
vinamissinum og kom
sér upp nýjum vini,
Birni Inga Hrafns-
syni, sem reyndar var
skæðasti óvinur Alfreðs
og arftaki. Villi sá auðvitað
að tvíhöfðinn gat ekki lifað með
eitt höfuð og til varð tvíhöfðinn Vil-
björn. Og þá hófst blómaskeiðið því
tvíhöfði komst í meirihluta. Vilbjörn
þurfti engan að spyrja og lýðræði varð
óþarft. Nú varð til meirihluti innan
borgarinnar sem byggðist á hug-
myndafræði um tvíræði. Ekki einræði
því það er auðvitað siðlaust fyrir-
komulag. Og þeir félagar fóru ekki í
neinn smábisness á borð við Línu net
og risarækjueldi sem var hjartans mál
Alfreðs. Nú var öll Orkuveitan undir
og Vilbjörn ákvað að leggja undir
sig heiminn. Milljarðar voru
settir í útrás og Vilbjörn ákvað
að stíga dansinn við íslensku
víkingana sem höfðu náð svo
frábærum árangri víða um
heiminn. Vilbjörn þurfti engan
að spyrja innan flokka sinna. Fyrir
það fyrsta var Björn Ingi eini fulltrúi
flokksins í borgarstjórn. Villa megin
voru einhverjir krakkar sem áttu að
halda sig við smærri mál innan borg-
arinnar. Tvíhöfðinn stofnaði REI og
vinir og vandamenn voru ráðnir inn á
ofurlaunum og með kaupréttarsamn-
inga sem áttu að færa þeim milljónir.
Allt virtist ætla að ganga upp þegar
krakkaskrattarnir í Sjálfstæðisflokkn-
um fóru að ybba sig og þvæla um lýð-
ræðislegar ákvarðanir. Blessuð sjálf-
stæðisbörnin skildu ekki tvíræði og að
það er helmingi betra fyrirkomulag en
einræði. Þótt Villi reyndi að tala um
fyrir þeim varð uppreisn í flokknum.
Svarthöfða blöskrar bókstaflega þessi
framganga ungu sjálfstæðismann-
anna sem píndu Vilbjörn til að falla
frá kaupréttarsamningunum og hætta
við allt saman. Uppreisn um borð í
borgarstjórn var staðreynd og það var
að sjá sem byltingin myndi heppnast.
Meðan allt þetta gekk yfir var Vilbjörn einhöfða og réð illa við ástandið. Hitt
höfuðið hafði brugðið sér til Kína
í þeim bráðnauðsynlegu erindum
að opna þar frystigeymslu ásamt
forsetanum og Dorritt. Tvíhöfðinn
Vilbjörn var því aðeins hálfur maður
í hörðum átökum við eigin borgar-
stjórnarflokk. Og óeirðirnar héldu
áfram að breiðast út og nú var ráð-
ist á hinn helminginn af Vilbirni,
sjálfan Björn Inga, sem var í sakleysi
sínu í Kína eftir að hafa margfaldað
verðmæti Orkuveitunnar. Formað-
ur Framsóknarflokksins, Guðni
Ágústsson, sem býr út á landi, tjáði
sig mjög neikvætt um
frammistöðu Vil-
björns eins og
honum kæmi við
það sem gerist í
hjarta Reykjavík-
ur. Og einn ridd-
arinn af öðrum
hefur síðan ruðst
fram á völlinn með
brugðið sverð og reynt að höggva
höfuðin af Vilbirni. Þetta eru auðvit-
að ekkert annað en ofsóknir á hend-
ur athafnastjórnmálamönnum sem
hafa stofnað til tvíræðis og vinna
samkvæmt því að heill borgarbúa
og landsmanna allra. Svarthöfða er
öllum lokið.
þriðjudagur 9. október 200712 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
Vilbjörn, Vilfreð og
svarthöfði
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar.
Rúinn trausti
Leiðari
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri nýtur ekki trausts samstarfsmanna sinna, hann nýtur ekki trausts minni-hlutans í borgarstjórn og hann nýtur
ekki trausts borgarbúa. Vilhjálmur borgarstjóri
fór á bak við allt og alla og þegar hann leyndi
upplýsingum og samþykkti samruna Reykja-
vik Energy Invest og Geysis Green Energy braut
hann af sér. Samstarfsfólkið hefur haft þungar
áhyggjur vegna þessa og klagað borgarstjóra til
formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokks-
ins. Þrátt fyrir trúnaðarbrestina hafa þau ósáttu
stigið fram og fullyrt að þau beri traust til Vil-
hjálms. Því trúir enginn.
Með framgöngu sinni hefur Vilhjálmur rúið sig trausti. Hann
hefur orðið uppvís að valdahroka. Dæmin sanna að valdahroki
fer stjórnmálamönnum illa og það sem verra er, hann versnar.
Ekki er samtrygging stjórnmálamanna betri. Augljóst hefur ver-
ið að Vilhjálmur er einangraður og hann hefur fyrirgert trausti
sínu. Þrátt fyrir hversu augljóst málið er koma borgarfulltrúarn-
ir fram og segja ágreining að baki og að traust til borgarstjóra
sé óskert. Ekki er nokkur leið að trúa þessu óhikað. Reiðialdan
í samfélaginu er mikil vegna þessa og þó svo borgarfulltrúarn-
ir segist treysta borgarstjóra er svo ekki með
þorra þjóðarinnar.
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri
grænna, hefur haft forystu í gagnrýni á vinnu-
brögðin. Hún segir í yfirlýsingu: „Ljóst er að
borgarstjóri hefur teflt mjög alvarlega af sér í
þessu máli. Hann hefur farið á bak við borgar-
búa, samflokksmenn sína innan og utan borg-
arstjórnar sem og aðra kjörna fulltrúa í borgar-
stjórn. Hann hefur farið á svig við lög og tekið
þátt í ósiðlegu atferli sem ofbýður fólki um allt
land. Fólk vill ekki slíka stjórnendur. Borgarbú-
ar treysta ekki slíkum borgarstjóra þótt borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðist greinilega
ekki gera sömu kröfur.“
Því er ekki trúað að borgarstjóri hafi óskert traust. Sennilegast
er að samtrygging stjórnmálamanna hafi ráðið gerðum borgar-
fulltrúanna. Frekar en að gera borgarstjóra ábyrgan var sú auma
leið farin að verja hann út á við. Ekki vegna þess sem hann gerði
eða sagði. Nei, vegna þess að hann er stjórnmálamaður. Það er
sennilega hárrétt hjá Svandísi Svavarsdóttur þegar hún segir:
„Fólk vill ekki slíka stjórnendur. Borgarbúar treysta ekki slíkum
borgarstjóra...“
„í nafni friðar líst mér vel á þetta.
Vonandi hjálpar þetta okkur í
baráttunni fyrir friði.“
Ragnheiður Júlíusdóttir, 66 ára
fulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur.
„mér finnst þetta mjög flott framtak. ef
þetta hjálpar til við að stuðla að friði í
heiminum er þetta einfaldlega hið
besta mál.“
Guðfinnur Sveinsson, 18 ára
menntaskólanemi
„Ég er hrifinn af þessu framtaki en á
sjálfur eftir að sjá súluna til að leggja
endanlegt mat á hana. það vantar ekki
að hugmyndin er góð.“
Garðar Guðnason, 54 ára
lyftueftirlitsmaður.
„mér finnst þetta mjög gott mál. Ég
ætla rétt að vona að súlan komi til með
að minna okkur á friðarhugtakið um
ókomna framtíð.“
Helgi Sæmundsson, 61 árs
rafvirkjameistari.
sandkorn
n Marga rak í rogastans þegar
Bjarni Ármannsson, stjórn-
arformaður Reykjavík Energy
Invest, dúkkaði
upp í þættin-
um Sunnudags-
kvöld með Evu
Maríu . Þáttur-
inn bar þess keim
að um hvítþvott
væri að ræða
þótt spjall-
þáttadrottn-
ingin reyndi
að spyrja hann út í hið um-
deilda brölt hans. Þá er hermt
að Bjarni hafi ekki verið inni í
myndinni sem viðmælandi en
þáttur með Önnu Pálsdóttur
dómkirkjupresti var tilbúinn.
Bjarna var komið inn á seinustu
stundu í drottningarviðtalið og
pískrað er um að Eva María hafi
verið beitt þrýstingi af toppun-
um á RÚV.
n Áhyggjur af meintu bruðli
Sjónvarpsins fara vaxandi og
margir reikna með því að niður-
staðan um áramót verði mikill
halli. En ýmislegt bendir þó til
þess að sparnaður sé í gangi
með sam-
nýtingu á
fólki. Kast-
ljóssmaður-
inn Sigmar
Guðmunds-
son og frétta-
konan Þóra
Arnórsdóttir
stýra spurn-
ingaþættinum Útsvari í Sjón-
varpinu og Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir kastljósskona
og Gísli Einarsson fréttamað-
ur stjórna skemmtiþættinum
Laugardagslögin. Gárungar bíða
þess í ofvæni hvort Bogi Ágústs-
son dúkki upp sem umsjónar-
maður Stundarinnar okkar.
n Kvikmyndagerðarmaður-
inn Einar Þór Gunnlaugsson
vinnur hörðum höndum að
heimildamyndinni Norðvestur
sem fjallar um snjóflóðin á Flat-
eyri og í Súðavík. Kvikmynda-
miðstöð Íslands hefur þegar
styrkt verkefnið og Sjónvarpið
hefur gefið viljayfirlýsingu um
að kaupa myndina til sýninga
á næstu ári. Reiknað er með að
myndin veki mikla athygli en
Einar Þór er á heimavelli, alinn
upp á Hvilft í Öndundarfirði,
örstutt frá Flateyri. Reiknað er
með að myndin verði frumsýnd
seinni hluta næsta árs.
n Vandræðin í Frjálslynda
flokknum eru síst að baki. Svo
virðist sem grasrótin sé komin í
stríð við forystuna og því er spáð
að senn styttist í að Guðjón A.
Kristjánsson formaður og Jón
Magnússon
alþingis-
maður skili
sér aftur
heim í Sjálf-
stæðisflokk-
inn. Jón var
snöggur upp
á lagið í Silfri
Egils þegar
Valgerður Sverrisdóttir fitjaði
upp á málinu og sagði að hún
mætti eiga Kristin H. Gunnars-
son. Valgerður brást föl og fá við
tilboðinu.
tVíræðið
hvað finnst þér um friðargeislann í viðey?
dómstóLL götunnar