Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Blaðsíða 15
DV Sport þriðjudagur 9. október 2007 15 Sport Þriðjudagur 9. október 2007 sport@dv.is Alfonso Alves skoraði sjö mörk Engin krísa hjá Liverpool Sigurður ragnar EyjólfSSon Er á uEfa-námSkEiði mEð roy kEanE. að námSkEiðinu loknu vErður hann mEnntaðaSti þjálfari landSinS. blS. 18. Sigurvíma FH-inga var mikil þegar Egill Már Markússon flautaði bikarúr- slitaleikinn af á laugardag. Fögnuður Hafnfirðinga var eðlilega gríðarlegur enda fyrsti bikartitillinn kominn í hús. Í öllum fagnaðarlátunum gleymdist hins vegar bikarinn á hlaupabraut Laugardalsvallar og þurftu starfs- menn KSÍ að hrópa og kalla í FH-inga til að láta vita að bikarinn hefði orð- ið eftir. „Ætli ég verði ekki að taka þetta á mig sem fyrirliði liðsins,“ sagði Daði Lárusson, markvörður FH, og hló. „Þetta verður að skrifast á mig. Ekki það að maður geti afsakað þetta en þá var eðlilega heilmikið í gangi. Ég skelli samt skuldinni á ykkur fjölmiðla- menn. Það er aldrei friður fyrir ykkur fjölmiðlamönnum eftir leiki. Ég var tekinn í einhver fimm viðtöl eftir leik. Það voru hinar og þessar fótboltasíð- ur, blöðin sem og sjónvarpsstöðvarn- ar. Það er orðið svo mikið um þetta,“ sagði Daði í léttum dúr. Hann segir tíma hafa verið kom- inn á að verða bikarmeistari. „Það var gott að enda á titli og ég segi það að þennan titil vantaði sárlega. Maður er alltaf að verða ánægðari og ánægð- ari með hverri stundinni sem líður að hafa unnið þetta. Maður er í raun bara rétt að melta þetta. Maður er í raun búinn að vinna alla þá titla sem eru í boði á þessu skeri. Það hefur ver- ið einhver bikargrýla á okkur í þess- um úrslitaleikjum. Það hefur ekki ver- ið nein sérstök frammistaða í þessum úrslitaleikjum sem við höfum komist í. Þetta var einhver fjórða eða fimmta tilraun okkar og svo höfum við kom- ist nokkrum sinnum í undanúrslit og drullað á okkur þar líka.“ Laugardalsvöllurinn var ekki FH- ingum happadrjúgur hér áður fyrr og ekki sterkasta vígi risans frá Hafn- arfirði. „Hann hefur verið að sækja á, það hefur aðeins verið að skána und- anfarin ár frammistaða okkar þar. Hérna áður fyrr var það bara dauði og djöfull að fara á Laugardalsvöllinn því það gekk ekkert hjá okkur,“ sagði Daði. benni@dv.is FH-ingar urðu VISA-bikarmeistarar en í öllum fögnuðinum kom kæruleysi upp enda sigurvíman mikil: Gleymdu bikarnum stundarkorn Menntaðasti þjálfari landsins Hvað er að gerast? birkir Sveinsson hjá kSÍ og jóhann kristinsson vallarvörður létu FH-inga vita að bikarinn hefði orðið eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.