Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 17
DV Sport þriðjudagur 9. október 2007 17
Hléið er kærkomið
Alan Curbishley, stjóri West Ham, er
ánægður með það hlé sem kemur í
ensku deildinni
vegna
landsleikja um
næstu helgi.
dean ashton,
george
McCartney og
Luis boa Morte
eiga allir við
meiðsli að stríða
og Curbishley
vonast til að þessir leikmenn verði klárir
í næsta deildarleik. „Ég þarf á þessu fríi
að halda því ég veit ekki einu sinni
hvort ég sé með ellefu heila leikmenn á
þessari stundu. ef til vill hjálpar þetta
hlé okkur, ég vona bara að allir okkar
leikmenn komi heilir heim úr þessum
landsleikjum,“ segir Curbishley.
WrigHt-PHilliPs
er klámHundur
Hinn virti miðill the Sun segist hafa
heimildir fyrir því að kantmaðurinn
smái hjá Chelsea,
Shaun Wright-
Phillips, sé
orðinn helsti
styrktaraðili
klámstöðvarinn-
ar babe Central.
Segir blaðið að
Wright Phillips
hafi sett 200 þús-
und pund til
styrktar stöðinni sem gerir henni kleift
að fá alvöru leikkonur í hlutverkin.
klámleikkonur verða seint taldar
líklegar til að vinna óskarsverðlaun en
nú mun babe Central verða Chelsea
klámsins. Hafa mestu peningana á milli
handanna og getur fengið fallegustu
konurnar. blaðið segir einnig að Wright-
Phillips sé fastagestur í stúdíói
stöðvarinnar þar sem hann mæti
gjarnan með félögum sínum og glápi á
stúlkurnar þegar þær eru í vinnunni.
diof Hættur með senegal
El Hadji Diouf, leikmaður bolton,
tilkynnti í gær að hann væri hættur að
leika með
senegalska
landsliðinu.
diouf er 26 ára
og var fyrirliði
Senegal en
segist ekki geta
leikið lengur fyrir
hönd þjóðar
sinnar. „Ég er
hættur með
landsliðinu. það eru svo mikil vandamál
tengd því að spila fyrir það. það á að
spila æfingaleik eftir vikutíma og ég veit
ekki einu sinni við hvaða lið við erum að
fara spila. þetta er ekki hægt. Svo
þurfum við að borga fyrir allt uppihald
og flug sjálfir og það er annað stórt
vandamál. Ég á ekki von á því að ég
skipti um skoðun,“ sagði diouf en hann
er með um þrjár milljónir á viku hjá
bolton. Hann á að baki rúmlega 30
landsleiki.
Bruce að Hætta
með BirmingHam?
Steve Bruce viðurkennir að sex ár í
starfi framkvæmdastjóra birmingham
séu senn á enda runnin. bruce
samþykkti samning við birmingham
fyrir tímabilið, en eftir að ljóst var að
yfirgnæfandi líkur eru á því að nýr
eigandi birmingham verði milljarða-
mæringurinn Carson Yeung, þykir staða
bruce heldur ótrygg. „Ég verð nú að
segja það að þetta lítur ekki vel út eins
og staðan er núna,“ sagði bruce þegar
hann var spurður um það hvort hann
byggist við því að halda starfinu eftir að
yfirtökunni væri lokið. „Við sjáum til
hvað gerist þegar nýju eigendurnir
koma inn en þangað til mun ég reyna
að gera mitt besta,“ segir bruce.
enski Boltinn
Sam Allardyce, stjóri Newcastle,
hefur lýst yfir áhyggjum af aðalstjörnu
sinni, Michael Owen. Owen fór í kvið-
slitsaðgerð fyrir skömmu en kom inn á
á sunnudag gegn Everton og að sjálf-
sögðu skoraði hann. Hann var valinn
í enska landsliðið sem spilar tvo leiki
á fjórum dögum og það líst Allardyce
ekki allt of vel á.
„Ég veit ekki hvort það sé rétt að láta
hann spila tvo leiki á svona skömmum
tíma rétt eftir að hafa farið í aðgerð en
það er ekki ég sem ræð. Ég mun ræða
við Steve McClaren landsliðsþjálfara.
Fyrir mig skiptir máli að hafa hann til-
tækan í lið Newcastle í hverjum leik.
Hann fór í aðgerð hjá einum besta
skurðlækni í heimi og jafnaði sig furðu
fljótt.“
Owen sjálfur segir að það hafi
ekki verið vandamál að spila svona
skömmu eftir aðgerð. Ótrúlegt en satt
var hann með saumana enn í sér þegar
hann spilaði á móti Everton. En hann
vill spila allar þær mínútur sem í boði
eru fyrir enska liðið. „Auðvitað, stjór-
inn hér og kannski einhverjir aðdá-
endur efuðust hugsanlega um að ég
væri tilbúinn. Ég hlusta með athygli á
álit skurðlæknisins og hún sagði að ég
mætti reyna á nárann eins mikið og ég
gæti.“ Það sem er enn merkilegra er að
Owen vildi byrja leikinn því hann var
búinn að vinna að því hörðum hönd-
um að koma sér í stand. „Að spila leik
átta dögum eftir aðgerð með saumana
enn í mér er nokkuð gott. Ég vann vel
og kom mér í stand en það var ekki
auðvelt. Það var pínu svekkjandi að
byrja ekki leikinn því ég var búinn að
æfa frá því á fimmtudag. Ég missti ekki
af svo mörgum æfingum en stjórinn
vildi að ég byrjaði á bekknum og kæmi
ferskur þaðan.“ benni@dv.is
Owen segist tilbúinn að spila fyrir enska landsliðið þótt stjóri hans sé ekki jafnhrifinn:
AllArdyce hefur áhyggjur
Enn með saumana Michael owen er
enn með saumana eftir aðgerðina í sér.
Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko er kominn í kunnuglega stöðu hjá Chelsea:
færist neðar í goggunarröðinni
LiverpooL
Alfonso Alves, leikmaður Heer-
enveen í Hollandi, varð um helgina
fyrsti leikmaðurinn í efstu deild þar
í landi til að skora sjö mörk í einum
leik. Það gerði hann í leik Heeren-
veen og Heracles, sem endaði 9-0
fyrir Heerenveen.
Alves fæddist 30. janúar árið 1981
í brasilísku borginni Belo Horizonte.
Hann er 186 cm á hæð og hefur skor-
að eitt mark í sjö landsleikjum fyrir
Brasilíu.
Alves hóf sinn atvinnumannafer-
il með Atletico Mineiro, sem er lið
heimaborgar hans. Atletico Mineiro
leikur í efstu deild í Brasilíu, eftir að
hafa unnið B-deildina þar í landi á
síðasta ári.
Nokkrir frægir knattspyrnumenn
hafa spilað með Atletico Mineiro í
gegnum tíðina. Þar nægir að nefna
leikmenn eins og Taffarel, fyrrver-
andi landsliðsmarkvörð Brasilíu,
Gilberto Silva, leikmann Arsen-
al Cicinho og Mancini, leikmenn
Roma, Lincoln, leikmann Galat-
asaray og fyrrverandi leikmann
Schalke, Dede, leikmann Dort-
mund og Juliano Belletti, leikmann
Chelsea.
Það er því ljóst að Alves sver sig
í hóp frambæriegra knattspyrnu-
manna félagsins. En vinsælasti leik-
maður Atletico Mineiro frá upphafi
er þó leikmaður að nafni Reinaldo.
Árið 1977 skoraði hann 28 mörk í átj-
án leikjum, sem gerir 1,55 mörk í leik
að meðaltali. Það er hæsta meðal-
talskor í brasilísku deildinni frá upp-
hafi.
Fór til Svíþjóðar
Frá Atletico Mineiro fór Alves til
sænska liðsins Örgryte árið 2002.
Hann lék tvö tímabil með Örgryte og
skoraði 23 mörk í 39 leikjum. Malmö
festi kaup á Alves árið 2004 og hjálp-
aði liðinu að vinna sænska meistara-
titilinn með því að skora fjórtán mörk
í 24 leikjum á sínu fyrsta tímabili.
Heerenveen keypti Alves frá
Malmö árið 2006 fyrir 4,5 milljónir
evra, um 386 milljónir króna, sem er
hæsta upphæð sem Heerenveen hef-
ur borgað fyrir leikmann.
Heerenveen hefur í gegnum tíð-
ina alið af sér nokkra frambærilega
sóknarmenn, svo sem Ruud van Ni-
stelrooy, Jon Dahl Tomasson, Klaas-
Jan Huntelaar og Georgios Samaras.
Alves stóð fyllilega undir vænt-
ingum á sínu fyrsta tímabili með
Heerenveen. Hann skoraði 34 mörk
í 31 leik á síðustu leiktíð, sem er fé-
lagsmet hjá Heerenveen, og varð
markahæsti leikmaður hollensku
deildarinnar.
Í hóp með Romario og Ronaldo
Alves varð þar með þriðji Brasil-
íumaðurinn til að verða markahæsti
leikmaður hollensku deildarinnar.
Áður höfðu Brasilíumennirnir Rom-
ario og Ronaldo fengið gullskóinn
í Hollandi. Alves varð einnig annar
Brasilíumaðurinn til að skora yfir 30
mörk í deildinni en Romario skoraði
30 mörk fyrir PSV, tímabilið 1994-
1995.
Enska liðið Middlesbrough gekk
á eftir Alves með grasið í skónum í
sumar og Heerenveen og Middles-
brough komust ekki að samkomu-
lagi um kaupverð. Einnig var Alves
orðaður við Ajax í sumar þegar Ajax
seldi Wesley Sneijder til Real Madr-
id.
Alves átti við meiðsli að stríða í
upphafi yfirstandandi leiktíðar og
hefur aðeins komið við sögu í tveim-
ur leikjum í hollensku deildinni til
þessa.
Alves minnti hins vegar hressi-
lega á sig á sunnudaginn þegar hann
skoraði sjö mörk í 9-0 sigri Heeren-
veen á Heracles. Alves varð þar með
fyrsti maðurinn til að skora sjö mörk í
hollensku deildinni og skákar þar við
ekki ómerkari mönnum en til dæm-
is Johan Cruyff og Marco van Basten,
sem báðir skoruðu sex mörk í einum
leik á sínum tíma.
DAguR SvEinn DAgBjARtSSOn
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
Alfonso Alves, leikmaður Heerenveen, gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leik
gegn Heracles um helgina og varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora sjö mörk í
einum leik í hollensku deildinni.
Skoraði sjö mörk í einum leik
alfonso alves varð um helgina
fyrsti maðurinn til að skora sjö
mörk í einum leik í hollensku
deildinni.
Á spjöLd sögunnar