Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Síða 19
DV Góði hirðirinn þriðjudagur 9. október 2007 19
Gamlir gimsteinar
Mikið úrval bóka er í góða hirðinum.
ir utan á hverjum einasta degi. Það
eru yfirleitt fastakúnnar sem eru að
leita sér að einhverju sérstöku. Þá
skiptir öllu máli að vera framarlega
í röðinni til að auka líkur á að næla í
bestu bitana,“ segir Anna.
IKEA Pólverjanna
Hún segir nýbúa stóran hluta
kúnnahópsins. „Ég heyrði einhvern
segja um daginn að Góði hirðirinn
væri stundum kallaður IKEA Pól-
verjanna,“ segir Anna og hlær. „Það
er bara gaman að því og frábært að
fólk skuli geta nýtt sér verslunina í
jafnríkum mæli og gert er.“ Hún seg-
ir að þó nýbúar séu stór hluti við-
skiptavina séu allir hópar samfélags-
ins á meðal kúnna. „Hingað eru allir
velkomnir og við fáum fólk hingað
af öllum stéttum, jafnt háa sem lága.
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá
fólk sem er að koma hingað í fyrsta
skipti og upplifa búðina. Fólk verður
stundum furðu lostið, bæði yfir verð-
inu, vörunum og þeirri stemningu
sem er í búðinni okkar. Við leggjum
mikið upp úr vinalegu andrúmslofti.
Margir koma hingað einungis til að
hitta skemmtilegt fólk, spjalla og fá
sér kaffisopa.“
Ágóðinn til líknarmála
Í Góða hirðinum vinna hvorki
fleiri né færri en þrettán manns.
Anna segir ekki vanþörf á þeim
mannskap. „Við verðum að hafa
þetta marga til að anna því sem hér
þarf að gera. Það er svo margt sem
selst hratt að það er heilmikið verk
að koma nýjum hlutum fyrir. Við
höfum leitað eftir liðsauka hjá sam-
félagsþjónum og þeir hafa reynst
okkur einstaklega vel,“ segir Anna.
Góði hirðirinn er í eigu Sorpu en
markmið hans er að stuðla að end-
urnotkun, minnka sóun og láta gott
af sér leiða. Allur ágóði af sölu í Góða
hirðinum rennur í lok hvers árs til
góðgerðarmála. Aukin meðvitund
fólks um nytjagáma hefur gert það
að verkum að upphæðin sem versl-
unin gefur til góðgerðarmála hækk-
ar ár frá ári. Í fyrra veitti Góði hirð-
irinn alls tíu milljónir króna til átta
líknarfélaga.
„Ég kem hingað fyrst og fremst til
að leita mér að ljóðum. Ég hef fundið
margar mjög góðar ljóðabækur hér í
Góða hirðinum. Svo finn ég stundum
aðra fallega eða nytsamlega hluti án
þess að vera beinlínis að leita að þeim.
Ég hef til dæmis keypt mér nokkra
vasa, frystiskáp og kaffikönnu svo eitt-
hvað sé nefnt. Ljóðin eru samt alltaf
í uppáhaldi en ég er búinn að koma
hingað reglulega í tvö eða þrjú ár.“
ÓlAfur SIGurðSSon
48 ára