Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 32
Framkvæmdir við uppsetningu snjóframleiðslukerfis í Hlíðarfjalli á Akureyri fóru 32 milljónir fram úr áætlun og er það tæplega þriðj- ungur þeirrar upphæðar sem upp- haflega stóð til að framkvæmdirnar myndu kosta. „Ástæðan fyrir þessum umfram- kostnaði liggur að stærstum hluta í veðurfari á meðan á framkvæmd- unum stóð,“ segir Ólafur Jónsson, formaður íþróttaráðs á Akureyri. „Úrkomumet var í fjallinu þetta haust og var jarðvegurinn þar af leiðandi mjög erfiður. Einnig var hönnuninni breytt lítillega sökum aðstæðna og nokkrum tækjum var bætt við.“ Samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um nemur heildarkostnaður vegna verkefnisins 138 milljónum króna, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 106 milljónir króna. „Vissulega var gert ráð fyrir einhverjum óvæntum kostnaði eins og gert er þegar stór- framkvæmdir eiga sér stað en þetta fór því miður töluvert fram úr áætl- un,“ segir Ólafur. Íþróttaráð hefur óskað eftir því við stjórn Vetraríþróttamiðstövar Íslands að hún fjármagni áfallinn viðbótarkostnað og þannig verk- efnið í heild sinni. „Við vonumst til að fá svör fljótlega,“ segir Ólafur og bætir við að búnaðurinn hafi nú þegar sannað sig. „Það var metað- sókn í fjallinu í fyrra og nú fljótlega förum við að framleiða snjó fyrir veturinn. Með þessu verkefni vilj- um við einnig geta miðlað reynslu okkar til annarra skíðasvæða á landinu.“ Skíðasamband Íslands flyt- ur skrifstofur sínar til Akureyrar á næstunni og einnig hefur Akureyr- arbær boðið íslenska skíðalands- liðinu að gera Hlíðarfjall að sínum heimavelli. „Þetta mun hafa gríð- arlega jákvæð áhrif á bæinn,“ segir Ólafur. kolbrún@dv.is „Ég veit ekki hvort ég var í einhverj- um sjúklegum sálfræðihernaði,“ sagði Ólöf Ósk Erlendsdóttir fyr- ir dómi í gær þar sem hún játaði að hafa bundið mann niður og keflað hann í því skyni að þvinga hann til að láta af hendi verðmæti. Ólöf, ásamt fjórum karlmönnum, er ákærð fyrir frelsissviptingu, rán og húsbrot. Keflaður með leðurgrímu Í ákæru segir að Ólöf hafi bundið manninn fastan með reipum og lím- bandi, keflað hann með munnkúlu með áfastri ól og sett leðurgrímu yfir höfuð hans. Bæði gríman og munn- kúlan eru oft notuð sem hjálpartæki í bindi- og drottnunarkynlífi. Arnar Óli Bjarnason og Ró- bert Wayne Love er sakaðir um að hafa pyntað húsráðanda með ýms- um hætti. Arnar játaði að hafa hellt kveikjarabensíni yfir húsráðanda, þar sem hann var bundinn og keflaður við stól, og hótað að kveikja í honum. Arnar sagði Róbert hafa slegið fórn- arlambið í höfuðið með járnkylfu og Róbert sagði Arnar hafa hótað hús- ráðanda því að sprauta hann með óþekktum efnum þannig að hann hlyti bana af. Hinir ákærðu neituðu því að hafa hótað að mölva tennur mannsins og bora í hnéskeljar hans. Félagarnir höfðu á brott með sér fartölvu, farsíma, prentara, stafræna myndavél, vefmyndavél, DVD-spil- ara, hleðsluborvél, verkfæri, sjókort og leikfangabangsa. Þeir óku burt á Toyota-bifreið húsráðanda og eru þeir ákærðir fyrir að hafa neytt hann til að afhenda þeim lyklana. Fær martraðir Maðurinn sagðist ekki vita ástæðu árásarinnar en hélt því fram að hún væri ekki vegna fíkniefnaskuldar. Hann sagðist enn ekki hafa jafnað sig á andlegum afleiðingum árásar- innar, hann fái enn martraðir og sofi illa. Um tíma hafi hann ekki þorað út úr húsi af ótta við að hitta árásar- mennina. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Saksókn- ari gerir refsikröfur ljósar síðar. Ólöf hefur nú verið edrú í hálfan þriðja mánuð. Fyrir dómi sagðist Ólöf hafa neytt fíkniefna frá grunnskólaaldri, með hléum. Hún sækir reglulega sál- fræðiviðtöl og sinnir sjálfboðastarfi í sunnudagaskóla Grafarvogskirkju. Inn með blekkingum DV skrifaði um málið í febrúar og samkvæmt heimildum blaðsins höfðu Ólöf Ósk og Arnar Óli Bjarna- son, einn hinna ákærðu, setið að fíkniefnaneyslu á heimili fórnar- lambsins daginn áður en árásin átti sér stað. Þetta var staðfest fyrir dómi í gær. Eftir að þau voru farin uppgötvaði húsráðandi að ýmsir munir höfðu horfið og hringdi í Ólöfu í því skyni að fá þá aftur. Hún hafi komið undir því yfirskini að skila þýfinu en í stað- inn hleypt félögum sínum inn sem stálu enn meiru. þriðjudagur 9. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttasKot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Fokdýr snjór! SUNNUDAGASKÓLASTÚLKA KEFLAÐI MANN OG PYNTAÐI Fimm ákærð fyrir að ráðast inn á heimili manns og ræna hann: Fjölmenni í ráðhúsinu Handverkssýning í Ráðhúsi Reykjavíkur fangaði athygli margra í gær. Margvíslegt skart og klæðnaður var meðal þess sem var til sýnis. Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli fer þriðjung fram úr áætlunum: Snjórinn kostaði 32 milljónum of mikið KEA að selja Norðlenska Samningaviðræður standa nú yfir um kaup Búsældar á 40 pró- senta hlut KEA í kjötvörufyrirtæk- inu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir að árið 2002 þegar Norðlenska var stofnað hafi verið gert samkomu- lag þess efnis að eftir fimm ár gæfist Búsæld, sem samanstendur af um 530 bændum, kostur á að kaupa 40 prósenta hlut KEA í Norðlenska. Hlutafé Norðlenska er um 550 milljónir króna og því er upphæð- in sem um er að ræða 220 milljón- ir króna. Stjórn Búsældar hefur tvo mánuði til að ákveða hvort gengið verði að samningum. Ef það bregst verður gripið til annarra ráðstafana um hlut KEA. Fullt hús „Ég veit að það er til nokkuð mikils ætlast að gestaboðið standi næstu fimmtíu ár í viðbót [...] en megi það samt standa sem allra, allra lengst,“ segir Jón Viðar Jónsson leiklist- argagnrýnandi í blaðinu í dag um einleik Guðrún- ar Ásmundsdóttur, Ævintýri í Iðnó, sem frumsýndur var um nýliðna helgi. Sýningin fær fullt hús hjá Jóni Viðari. Einleikur Guðrúnar er settur upp í tilefni af 110 ára afmæli Iðnó og 50 ára leikafmæli Guðrúnar og segir Jón Viðar að leikkonan gæti ekki fagnað leikafmæli sínu á betri hátt. „Hún er sögumaður af Guðs náð, hún er leikari af Guðs náð.“  Sjábls.22 Barði sama mann tvisvar Sindri Vestfjörð Gunnars- son var í gær dæmd- ur í Héraðsdómi Vestfjarða í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Aðfara- nótt sunnudags- ins 15. apríl á þessu ári skallaði hann annan mann í andlitið í heimahúsi á Bol- ungarvík og sló hann nokkur hnefahögg í andlitið, höfuðið og herðarnar. Rúmum mánuði síðar réðst Sindri aftur að sama manninum, þá í Súðavík, þar sem hann sló hann í andlitið og sparkaði í höfuð hans. Sindri var auk þess dæmdur til að greiða þolandanum 365.872 krónur í bætur og gert að greiða 20 þús- und krónur í málskostnað. Sífellt fleiri Danir kjósa að gerast grænmetisætur. Meðlimum samtaka danskra grænmetisæta hefur fjölgað um tvö hundruð og fimmtíu manns síðastliðin þrjú ár og telja nú um sex hundruð meðlimi. Að sögn vara- formanns samtakanna Sune Borfelt geta ástæðurnar fyrir þessum auknu vinsældum verið samspil nokkurra þátta; heilsusjónarmið geta ráðið þar nokkru, en ekki má útiloka að hneyksli tengd kjötframleiðslu og flutningi dýra í sláturhús hafi sitt að segja. Varaformaðurinn spáir því að mikil vakning muni eiga sér stað í framtíðinni í þessu máli. Grænmetis- ætum fjölgar skíðasvæðið Formaður íþróttaráðs segir ástæður fyrir framúrkeyrslu liggja í erfiðu veðri. Framkvæmdir fóru 32 milljónir fram úr áætlun. Við borgum það sem þarf „Við munum greiða það sem virkjunin kostar. Ef til kemur auka- kostnaður mun- um við greiða hann,“ segir Sig- urður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkj- unar hjá Lands- virkjun. Áætlaðir sjóðir fyrirtæk- isins vegna ófyr- irsjáanlegs kostnaðar við virkjunina eru nánast uppurnir vegna tafa á framkvæmdinni af jarðfræðilegum ástæðum. Sigurður segir að ef kostn- aður fari fram úr áætlunum muni það bitna á hagkvæmni verkefnisins. Hann sjái þó ekki fram á það. Heild- arkostnaður er áætlaður um 100 milljarðar króna. Erla hlynsdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is ólöf ósk Einn fimm sakborninga sem eru ákærðir fyrir að brjótast inn hjá manni, pynda hann og ræna. dv mynd ásgEIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.