Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Side 6
föstudagur 19. október 20076 Fréttir DV Sandkorn n Frekar klaufaleg prentvilla varð í Fréttablaðinu í gær þar sem sagt var frá hugmyndum Svövu Johansen kaupmanns og tískudrottningar um end- urbyggingu húss sem hún og sam- býlismaður hennar voru að kaupa í Fossvogin- um. Sambýl- ismaðurinn er nefndur ofurfyrirsætan Björn Frið- björnsson, en unnusti Svövu er ofurfyrirsætan Björn Svein- björnsson. Björn Friðbjörnsson er hins vegar oftast kallaður for- nöfnum sínum tveimur, Björn Jörundur, og er söngvari. n Auðmenn Íslands sameinist! Mikið hefur verið rætt og ritað um gengi íslenska landsliðs- ins í fótbolta. Fjölmargir vilja þjálfarann burt en þá er spurt: Hver á að taka við? Heyrst hefur að fólk vilji að auðmenn Íslands, sem eru fjölmargir, leggi eitt hundrað milljónir hver í púkk og ráðinn verður flottur, góður og ekki „já, takk“ maður í starfið. Ef tólf auðmenn leggja hundrað milljónir á ári í fjögur ár er hægt að fá þjálfara á borð við Bora Milotinuvich sem hef- ur komið fjölmörgum smálið- um á HM, Fabio Capello myndi ekki segja nei við milljarði á ári í laun, ekki heldur Jose Mourin- ho og þá er ónefndur Marcelo Lippi sem gerði Ítalíu að heims- meisturum. Auðmenn Íslands hafa sýnt nokkurn áhuga á fót- bolta og lagt miklar fjárhæðir í íslenskan fótbolta, af hverju ekki í íslenska landsliðið? n Mikill drifkraftur er í íbú- um austur á Höfn í Hornafirði. Fyrir tveimur vikum var þar frumsýndur söngleikurinn Eitís eftir Felix Bergsson í leikstjórn Kristínar G. Gests- dóttur og mun hann gjörsamlega hafa slegið í gegn. Þar má heyra gömul og góð lög eins og Wake me up og Material girl, sem og gamla rokkslagara á borð við Final Countdown. Vandað er til uppsetningar- innar og þykir sjarmerandi að í sýningunni koma fram feðgar, mæðgur, systur og feðgin. Ljóst er að Hornfirska skemmtifé- lagið ætlar ekkert að gefa eftir í samkeppni við önnur leikfélög landsins. n Sú breyting á þættinum Allt í drasli á SkjáEinum að skipta Heiðari snyrti Jónssyni út fyr- ir útvarpskonuna Evu Ásrúnu Albertsdóttur þykir hafa mis- tekist, enda byggðust vinsældir þáttarins mikið á skemmtilegri framkomu Heiðars. Hann virð- ist þó ekkert sakna sjónvarps- ins og hefur í nógu að snú- ast. Heiðar er fastráðinn sem flugfreyja hjá Iceland Express, kynnir og selur snyrtivörur í verslunum og í Fríhöfninni og stjórnar vefsíðunni brudurin. is. Þá hefur Heiðar nóg að gera í fyrirlestrahaldi og að auki mun hann í næsta mánuði endurvekja vinsæl námskeið frá fyrri tíð. Þau eru ætluð starfsfólki stórfyrirtækja og fjalla um útlit og framkomu. Hilton-hótelið var fyrsta fyrir- tækið sem réð Heiðar til slíks námskeiðshalds. Sveitarfélagið Vesturbyggð býður nú öllum börnum upp á heitan mat í skólanum. Börn- in á leikskólanum Tjarnarborg á Bíldudal tóku hraustlega til matar síns. Veitingamað- urinn segir eldamennskuna vera kærkomna kjölfestu. Af hverju fórstu ekki í pollAgAllAnn í morgun? „Við erum að fara að borða,“ segir Magnús Hringur, fimm ára nem- andi á leikskólanum Tjarnarborg á Bíldudal. Frá því í haust hefur verið boð- ið upp á heitan mat í öllum skólum í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Til Vesturbyggðar tilheyra sveitir og bæir á sunnanverðum Vestfjörð- um, að Tálknafirði undanskildum. Veitingamaðurinn á Tálknafirði segir fjörðinn nú vera kallaðan Smuguna, vegna þess að hann sé utan sameinaða sveitarfélagsins. Það er Hannes Friðriksson, veit- ingamaður á Bíldudal, sem sér um matseldina fyrir grunn- og leik- skólana á Bíldudal. „Þetta er ágætis kjölfesta fyrir okkur hérna. Nú selj- um við frá okkur rúmlega þrjátíu skammta á hverjum virkjum degi yfir veturinn,“ segir hann. „Við vinnum þetta saman, Helga Sveinbjörnsdóttir, konan mín, og dóttir okkar, Birna Friðbjörg,“ seg- ir Hannes. Börnin ánægð „Þau virðast vera hæstánægð með þetta, börnin,“ segir Lára Þor- kelsdóttir, fóstra á Tjarnarborg. Þau virðast heldur ekki vera sér- lega matvönd, börnin á Tjarnar- borg. Þau fá sér öll kartöflur, sósu og annað meðlæti með ofnbakaðri ýsunni. „Ætlar þú ekki að borða líka?“ spyr Tómas Henrý blaða- manninn. „Af hverju fórst þú ekki í pollagallann í morgun?“ spyr Jóna Krista, undrandi á svip. Úrhellis- rigning var utandyra og í stað þess að eyða miklum tíma úti að leika sér um morguninn höfðu börnin farið í leiki og æfingar í íþróttahús- inu. Á Tjarnarborg eru nú níu börn, en aðeins fimm þeirra eru allan daginn og borða í skólanum. „Svo eru þau 23 í grunnskólanum, sem er aukning frá því í fyrra, en þá voru þau átján,“ segir Lára. Hátækniiðnað til Vestfjarða Hannes, sem einnig rekur bens- ínstöðina á Bíldudal og veitinga- söluna Vegamót, segir að mikil breyting hafi orðið á samfélaginu á Bíldudal á síðustu árum. Þar hafi búið yfir fjögur hundruð manns. Nú séu Bílddælingar aðeins um 250. „Það hillir engu að síður undir betri tíð hjá okkur,“ segir hann. Þar er hann að tala um olíuhreinsistöð sem áætlað er að reisa í nágrenni við Bíldudal. „Það er ekki endan- lega búið að velja stöðinni stað, en umhverfismatið er tilbúið og nú er verið að semja við landeigendur,“ segir Hannes. Hann bendir á að við það að fá olíuhreinsistöð á sunanverða Vest- ifirði geti skapast þar hátt í 2500 ný störf. „Það eru hálaunastörf sem krefjast þjálfunar. Það er það sem við þurfum.“ Sigtryggur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Það hillir engu að síður undir betri tíð hjá okkur.“ Í eldhúsinu Mæðgurnar Helga sveinbjörnsdóttir og birna friðbjörg Hannes- dóttir undirbúa skólamatinn fyir börnin á bíldudal. ofnbökuð ýsa með kartöflum og salati var á boðstólum þennan fimmtudaginn. Á Vegamótum Hannes friðriksson bindur miklar vonir við að olíuhreinsi- stöð verði reist í nágrenni við bíldudal. Hún geti skapað störf fyrir 2500 manns. Á bíldudal búa nú um 250 manns. Börnin á tjarnarborg Þau Magnús Hringur, tómas Henrý, aníta sól, Jóna krista og svanur Þór tóku hraustlega til matar síns. Með þeim á myndinni er Lára Þorkels- dóttir sem gætir þess að borðhaldið fari ekki úr skorðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.