Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 10
föstudagur 19. október 200710 Helgarblað DV Hjónin Ásta K. Vilhjálms- dóttir og Guðmundur Guðjónsson syrgja son sinn, Guðjón, sem nýverið svipti sig lífi í dönsku fangelsi. Þau eru reið út í dönsk og íslensk fangelsis- málayfirvöld fyrir fram- komuna í garð sonar þeirra. Hann var í einangr- unarvist í nærri fjóra mán- uði þar sem hann fékk lítið sem ekkert að vera í sam- bandi við sína nánustu. Guðjón Guðmundsson, þrítugur Íslendingur, svipti sig lífi í dönsku fangelsi sunnudaginn 23. septemb- er. Hann hafði þá setið í einangrun í marga mánuði eftir að hafa verið tekinn með fíkniefni á heimili sínu í Kaupmannahöfn. Hann fékk lít- ið sem ekkert að vera í sambandi við sína nánustu sem eru verulega sárir yfir framkomu fangelsismála- yfirvalda. Foreldrarnir Ásta K. Vil- hjálmsdóttir og Guðmundur Guð- jónsson syrgja son sinn. „Við myndum aldrei koma svona fram við skepnur, það yrði aldrei gert. Það hefði samstundis ver- ið kært til dýraverndunarsamtaka. Sonur minn þurfti á hjálp að halda, sem hann fékk hvorki hér heima né í Danmörku,“ segir Guðmundur Guð- jónsson, sérkennari á meðferðar- heimilinu Stuðlum. Rétt undir miðnætti sunnudag- inn 23. september börðu að dyrum lögregluþjónn og hverfisprestur á heimili hjónanna Guðmundar og Ástu í Breiðholtinu með þau sorg- legu tíðindi að sonur þeirra Guðjón hefði svipt sig lífi í dönsku ríkisfang- elsi. Hann fannst látinn í klefa sín- um. Nýtt líf Að sögn Guðmundar og Ástu sá sonur þeirra engan annan möguleika en þann að hefja nýtt líf í útlöndum eftir erfið samskipti við íslensku lög- regluna og íslensk fangelsismálayf- irvöld. Ásta segir ákaflega óvönd- uð vinnubrögð lögreglunnar hafa gert son sinn mjög reiðan. „Guðjón hafði verið óheppinn og varð und- ir í baráttunni við óreglu og lyfja- neyslu. Hann hafði fyrir vikið feng- ið dóma hér og setið á Litla-Hrauni. Eftir langa einangrunarvist 17 ára gamall varð Guðjón mjög reiður og gafst algjörlega upp á samskiptum við lögregluna. Hann sá ekkert ann- að í stöðunni en að komast úr landi til að hefja nýtt líf. Við vorum búin að finna íbúð fyrir hann og sambýlis- konu með tvö börn,“ segir Ásta. Fyrir rúmu ári flutti Guðjón út til Kaupmannahafnar og var þá búinn að vera laus við fíkniefnaneyslu um nokkurt skeið. Hann hafði nýver- ið hafið búskap og naut föðurhlut- verksins til hins ítrasta þegar ógæfan dundi yfir. Saklaus í fangelsi Guðjón var handtekinn á heim- ili sínu í byrjun sumars með töluvert magn af fíkniefnum, 1000 e-töflur og 500 grömm af amfetamínsúlfati. Guðjón hélt ávallt fram sakleysi sínu og foreldrarnir benda á að hann hafi skrifað í bréfi til þeirra fullyrðingar um að hann hafi ekki átt efnin. Hann hélt því fram að vinur hans hefði átt efnin sem hann var tekinn fyrir. Engu að síður tók Guðjón á sig sökina og sat allt sumarið í gæsluvarðhaldi. Guðmundur segir son sinn hafa ver- ið í einangrun næstum allan tímann. „Guðjón lést úti eftir óskiljanlega langa einangrun. Þannig hafði hann verið vistaður í nærri fjóra mánuði og það er hreinlega til að eyðileggja taugakerfi hvers einasta manns. Það er með ólíkindum hversu lengi hon- um var haldið í einangruninni,“ segir Guðmundur. Tók sök annars Foreldrarnir segja son sinn hafa verið þannig gerðan að hann vildi ekki segja til vinar síns. Guðmundur segir Guðjón því hafa tekið á sig sök- ina til að hlífa honum. „Í smá tíma flutti inn á hann vinur hans frá fyrri tíð sem nýkominn var frá Amster- dam. Fyrir rétti hélt Guðjón enda- laust fram sakleysi sínu en sagði ekki til félaga síns, enda hefði beðið hans þung refsing í undirheimunum ef hann hefði kjaftað frá,“ segir Guð- mundur. Hann segir erfitt að ímynda sér hvernig sé að sitja svona lengi ein- angraður í fangelsi. „Þetta er alveg ömurlegt og skelfilegt mál, í allan þennan tíma sat Guðjón í einangrun fangelsisins án þess að fá að heyra í sínum nánustu. Maður getur rétt ímyndað sér angistina. Ég óska eng- um þess að upplifa svona lagað,“ seg- ir Guðmundur. Hröktu son okkar úr landi Ásta og Guðmundur eru sár yfir því að sonur þeirra hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti á að halda hér á landi sem varð til þess að hann flutti brott. Þau segjast hafa upplifað ítrekað samskiptaleysi milli lögreglu og fangelsismálayfirvalda. „Okkur var tilkynnt af fangelisismálayfir- völdum hér heima að Guðjón væri laus allra mála og mættum til skil- orðsfulltrúa til að fá það staðfest að ekkert hvíldi lengur á hans herðum. Það fengum við staðfest og mættum til að sækja hann daginn eftir,“ segir Guðmundur. „Þar var ég mættur snemma um morguninn en enginn kannaðist við neitt um að sonur minn væri laus. Guðjón var orðinn mjög skeptískur yfir samskiptum við lögregluna.“ Fékk ekki að vera í friði Guðmundur sá þann kost væn- stan að lokinni afplánun að fara með son sinn í langtímameðferð á með- ferðarheimilið í Krísuvík. Hann seg- ir son sinn hafa verið orðinn róleg- an og sáttan í meðferðinni eftir tæpa viku. „Er þá ekki hringt frá lögregl- unni og þess krafist að hann komi í réttarsal vegna smámála, að mínu mati, sem höfðu gerst mörgum mán- uðum áður? Í stað þess að virða það að Guðjón var orðinn sáttur í alvöru- meðferð og láta hann í friði þar var honum kippt út,“ segir Guðmundur. Aðspurður skilur Guðmundur ekki harðneskjuna í kerfinu gagnvart veikum syni hans. „Mér fannst þetta það ljótasta sem hægt var að gera gagnvart syni mínum þar sem hann var miskunnarlaust tekinn úr með- ferðinni. Það hefði skipt sköpum fyr- ir Guðjón ef hann hefði verið látinn í friði þar,“ segir Guðmundur. Þétt meðferð nauðsynleg Guðmundur starfar sjálfur sem kennari á meðferðarheimil- inu Stuðlum og þekkir af eigin raun hversu mikilvægt er að hjálpa fíklum í neyð sinni. Hann segir afar brýnt að koma á meðferðarúrræði fyrir fanga. „Þeir einstaklingar sem hafa verið í neyslu harðra efna í langan tíma eru einfaldlega sjúklingar sem vita lítið hvað þeir eru að gera. Að refsa þeim gerir bara illt verra, viðkomandi að- ilar þurfa að komast inn á alvöru- meðferðarstofnun,“ segir Guðmund- ur. „Ég veit til dæmis um einstakling sem hefur farið 70 sinnum í með- ferð.“ „Fangelsið á að veita þétta með- ferð. Slíkt er ekki að finna í kerfinu okkar, meðferðin hér var lögð niður í sparnaðarskyni. Það er með ólík- indum.“ Enga hjálp að fá Aðspurður segist Guðmundur þeirrar skoðunar að betrunarkerfi fanga sé of refsiglatt hér á landi. Hann segir það hafa orðið til þess að Guðjón náði illa að fóta sig. „Hörð- um fíklum getur orðið það á í refsi- vistinni að misstíga sig með fíkni- efni en við eigum að hjálpa þeim en ekki refsa. Meðferðin er fyrir sjúka og miskunn gagnvart sjúkum einstakl- ingum. Ég er alveg sannfærður um að það er bæði betra og ódýrara fyrir samfélagið,“ segir Guðmundur. „Í fangelsunum hér heima er markmiðið einfaldlega það að láta tímann líða og ekki nokkur skapaður jákvæður hlutur í betrun fanganna. Þess í stað hafa fangarnir heimild til að kalla til sín hinar og þessar kær- ustur sem bera dópið til þeirra. Það er með ólíkindum og ég veit að það flæðir allt í dópi og drullu þarna.“ Vonlaus undir það síðasta Guðjón var 32 ára þegar hann lést og hafði átt erfiða ævi sökum harðr- ar fíkniefnaneyslu. Hann lét eftir sig bréf til ættingja sinna og ljóst er af bréfinu að hann var andlega bug- aður og illa farinn eftir einangrun- Sonur okkar fékk enga hjálp TrauSTi HaFSTEiNSSoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Við getum þó huggað okkur við það að við gerðum allt í þessari veröld til þess að reyna að hjálpa honum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.