Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 19. október 200712 Helgarblað DV FER HAFSKIPSMÁLIÐ AFTUR FYRIR DÓM? Rannsóknarnefnd skipuð af þeim sem dæmdir voru í Hafskipsmálinu hefur verið að störfum allt þetta ár. Um tíu manns vinna að rannsókninni og mikil leynd hvílir yfir hverjir það eru. Þáttur stjórnmálamanna, athafnamanna og fleiri verður rannsakaður ofan í kjölinn. Björgólfur Guðmundsson sem hlaut þyngstan dóm er sannfærður um að ekki hafi verið varpað fullu ljósi á málið. Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bón- us skilur Björgólf vel og segist ákveðinn í að láta rannsaka Baugsmálið. Njósnari í Þýskalandi nasista? Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýska- lands og þar hún sló hún í gegn á hvíta tjaldinu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers – en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Olga Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor Rannsóknarnefndin sem þeir Björ- gólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Ragnar Kjartans- son hafa sett á fót vegna Hafskips- málsins mun mögulega fara fram á endurupptöku í málinu. Málið sem var gífurlega um- fangsmikið fór á sínum tíma alla leið fyrir Hæstarétt Íslands. Haf- skip var tekið til gjaldþrotaskipta og voru sautján menn ákærð- ir vegna málsins. Árið 1991 var Björgólfur Guðmundsson meðal annars dæmdur í 12 mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Jafnvel þótt honum hafi vegnað gífurlega vel í viðskiptum eftir það hefur hann alltaf lifað í skugga Hafskipsmáls- ins sem hefur erfiðað honum fram- gang í viðskiptum að hans sögn. Björgólfur er nú kominn á þann stað í lífinu að hann vill ganga frá ákveðnum lausum endum og það mun vera hvatinn að baki rann- sókninni. Þáttur Jóns Baldvins Hanni- balssonar er meðal annars til rann- sóknar í málinu en honum er gefið að sök að hafa rofið bankaleynd með því að veifa trúnaðarskjölum í ræðustól á Alþingi þegar málið var í hámæli. Samkvæmt heimild- um DV kemur einnig til greina að rannsóknarnefndin skrifi bók eða skýrslu um málið. Öllum mögu- leikum mun vera haldið opnum. Sannleikurinn kom ekki fram Rannsókn málsins hófst í byrj- un þessa árs þegar tveir ónafn- greindir fræðimenn voru ráðnir til þess að vinna ítarlega rannsókn á bakgrunni Hafskipsmálsins. Síðan þá hefur fjölgað í hópnum og vinna nú um og yfir tíu manns að málinu. Ekki eru þó allir í fullri vinnu. Mun rannsókn málsins fara þannig fram að eldri og reyndari sagnfræðingar og lögfræðingar hafa yfirsýn yfir málið og stjórna gangi rannsókn- arinnar en þeir yngri og reynslu- minni vinna að ýmsum öðrum að- skildum verkefnum. Mikil leynd hvílir yfir því hverjir standa að rannsókninni og hefur verið lögð áhersla á að upplýsa ekki hverjir þeir eru. Enn liggur ekki fyrir hvenær niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar er að vænta, en það gæti orð- ið í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Hópurinn sem stendur að baki rannsókninni er viss um að ekki hafi allur sannleikur í málinu kom- ið í ljós. Hann mun rannsaka með ítarlegum hætti þátt bæði stjórn- málamanna og lykilmanna úr at- vinnulífinu í málinu. Ef ástæða þykir til verður farið fram á að málið verði tekið upp að nýju fyr- ir dómstólum en slíkt getur verið afar erfitt nema ný afgerandi sönn- unargögn komi fram í málinu. DV leitaði til landsþekktra og virtra sagnfræðinga til þess að fá þeirra álit á málinu. Enginn þeirra sem DV ræddi við hafði heyrt af því fyrr en nýlega að rannsókn máls- ins hefði staðið yfir síðustu mán- uði. Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Björgólfs, sagðist í samtali við DV ekki vilja tjá sig sérstaklega um málið. Málið hverfur aldrei Í viðtali við breska blaðið Gu- ardian í ágúst sagði Björgólfur Guðmundsson að eftir dóminn í Hæstarétti hefði hann lagt mikla áherslu á að endurreisa nafn sitt og fjölskyldu sinnar ásamt því að ná aftur miklum styrk í viðskipt- um. Um Hafskipsmálið sagði Björ- gólfur í viðtalinu: „Þetta mál mun aldrei hverfa. Aldrei. Fólk segir að pólitísk átök hafi legið að baki mál- inu en sjálfur vil ég ekki tjá mig um það. Hins vegar myndi svona mál aldrei geta endurtekið sig á Íslandi í dag.“ Gífurlegt fjölmiðlafár varð í kringum Hafskipsmálið þegar það náði hámarki. Helgarpósturinn sálugi var einn þeirra fjölmiðla sem fjallaði með mjög afgerandi hætti um málið. Á þeim tíma var Halldór Halldórsson rit- stjóri blaðsins. Þegar DV leitaði álits hans á mál- inu hafði hann ekki heyrt af rann- sókninni. Hann undraðist þó mjög þessa aðgerð og hló við eftir að hafa kynnt sér málið. „Já, er núna hægt að kaupa hlutlæga rannsókn? Það er búið að dæma þesa menn í Hæstarétti. Geta þeir ekki gleymt? Er æra fólks þá skyndilega til sölu? En annars kemur mér þetta mál ekkert sérstaklega við,“ segir hann. Halldór segist heldur ekki óttast að þáttur fjölmiðla í málinu verði gerður tortryggilegur. „Nei, þetta skiptir engu máli í dag.“ Ætlar að gera kvikmynd Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus segist vel skilja að Björgólf- ur Guðmundsson hafi farið út í það að láta rannsaka Hafskipsmálið til hlítar. „Hvort ég skil hann. Það er nauðsynlegt að ráðast út í þessa aðgerð svo sannleikurinn komi í ljós og til þess að völd séu ekki mis- notuð.“ Jóhannes er ákveðinn í að láta rannsaka Baugsmálið til fulln- ustu, en ekki sér ekki fyrir endann á því. „Málinu er ekki lokið en um leið og því verður lokið verður farið á fullt með það.“ Þegar Baugsmál- ið komst í hámæli var mikið fjallað um að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir vildu láta gera bíómynd um málið. Jóhannes segir það enn vera á döfinni. „Ég vona að bókarskrif um málið muni væntanlega verða að handriti bíómyndar. Við stönd- um fastir á því.“ ValGeir Örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Björgólfur Guðmundsson Vill að Hafskipsmálið verði rannsakað að fullu. Jóhannes Jónsson Ætlar að láta rannsaka upphaf baugsmálsins og vill gera kvikmynd um málið. alþingi Þáttur stjórnmálamanna og meðal annars Jóns baldvins Hannibalssonar verður rannaskaður. „Já, er núna Hægt að kaupa Hlutlæga rannsókn?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.