Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 19. október 200714 Helgarblað DV ÚTSALAN HJÁ SPORTLAND ER HAFIN Í ÁRMÚLA 17 Sími 581-1212 mán-fös 11-18 / lau 11-14 afslát tur af líkam srækt arfatn aði frá Be tter B odies 50% Troðfullar slár af vörum á 500, 1.000 og 2.000 kr. Topphlaupavörur frá Mizuno, Fótboltaskór og æfingafatnaður frá Umbro Handboltavörurnar frá Kempa „Þetta tók á. Fólk verður að borða vel eftir að hafa leikið sér svona fram eftir nóttu,“ segir Master Cos- mic þar sem hann bíður eftir mat sínum á Nings. Hann kom hing- að til lands til að sýna bindilistir á „fetish“ eða blætis-ballinu Freak- out sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta var í annað sinn sem ballið er haldið og er stefnt á að það verði árlegur viðburður. Um hundrað manns mættu í sínu fínasta pússi; leðri, latexi og hjúkkubúningum. Áhugasamir gátu farið í hlutverka- leiki og flengt náungann á sérstöku leiksvæði. Master Cosmic var með sérstakt skemmtiatriði. Hann kemur vel fyrir, kurteis og vinalegur. Það er öllum ljóst sem einblína ekki á síðan leðurfrakkann og svartar leðurbuxurnar. Hann er með tvo stóra sérsmíðaða hringi, hvorn á sinni hendi. Annan hring- inn prýðir dreki en á hinum er höf- uð úlfs. Hann segir hringina þunga en finnist hann nakinn án þeirra. Loks kemur maturinn og Mast- er Cosmic tekur feginn til við asíska kjúklingaréttinn sinn á Nings. „Ég er löngu hættur að drekka áfengi,“ segir hann. Þynnkan sem hann þjáist af er ekki vegna áfeng- isneyslu á ballinu kvöldið áður heldur orkutaps. Sex ára sadisti Þetta er fyrsta heimsókn Mast- er Cosmic til Íslands en yfirleitt fer hann tvisvar til þrisvar á ári til út- landa og sýnir á blætis-samkom- um. „Lundúnir hafa verið kallaðar BDSM-höfuðborg heimsins,“ segir hann stoltur um heimaborg sína og bendir á að þar séu um sextíu blæt- is-klúbbar og tólf virk BDSM-félög. Klúbbarnir eru allt frá því að vera samkomustaðir fólks sem hefur gaman af því að klæða sig létt upp í leður og latex og upp í að vera full- búnar dýflyssur með tilheyrandi leiktækjum og búrum. „Við erum heppin,“ segir hann, ánægður yfir því að búa á stað þar sem úrvalið er nánast endalaust. Aðspurður hvenær hann vissi að hann hefði þessar hneigðir segir hann að þetta hafi blundað í hon- um alla tíð. „Sadískar hugsanir mínar eiga rætur sínar að rekja til þess þegar ég var sex ára gamall. Þetta er nokkuð sem ég byrgði þó innra með mér. Síðan kom þó að því að ég fann að ég varð að sýna heiminum hver ég er,“ segir hann. Fyrir sjö árum var Master Cos- mic ungur athafnamaður á uppleið og fylgdi ráðandi tísku. „Ég ætlaði alltaf að verða vísindamaður,“ segir hann. Tuttugu og átta ára fór hann að lesa sér til um BDSM á netinu og vissi að þetta var það sem hann hafði alltaf leitað að. „Ég byrjaði að klæða mig öðruvísi og svartur varð ráðandi litur. Í dag á ég engar buxur sem ekki eru úr svörtu leðri,“ seg- ir hann og bendir á buxurnar sem hann klæðist, máli sínu til staðfest- ingar. Nýtur þess að binda fólk „Þetta áhugamál var orðið svo stór hluti af lífi mínu að ég vildi ekki fela það lengur.“ Í kjölfarið sagði hann upp í vinnunni og starfaði stuttlega sem meindýraeyðir. Í dag rekur hann eigið fyrirtæki og talar opinskátt um áhuga sinn á BDSM við flesta sem heyra vilja. Fyrstu viðbrögð fólks sem þekkti hann voru öll á sama veg. „Allir sögðu að það sæist langar leiðir hvað ég væri ánægður. Það var eins og ég væri að lifa lífinu í fyrsta skipti. Loksins gat ég verið ég sjálfur,“ segir hann. Master Cosmic segist vera mik- ið fyrir súrrealíska leiki. „Ég nýt þess að gera óhefðbundna hluti. Ég fæ mikið út úr því að binda fólk og finnst gaman að vefja fólk með plastfilmu og hengja það upp í loft- ið,“ segir hann glottandi. „Valdaleikir og hlutverkaleik- ir höfða mjög til mín,“ segir hann. „Mér finnst mjög ánægjulegt þegar einhver sýnir mér undirgefni. Það er ákaflega gott að koma heim eft- ir langan vinnudag og heyra: „Má ég taka jakkann þinn, herra. Má ég taka þig úr skónum og nudda á þér fæturna?““ Ekki prenthæft Á Freakout-ballinu var Master Cosmic með nokkur sýningarat- riði. „Ég nýt lífsins sjaldan jafn vel og þegar ég er uppi á sviði,“ segir hann. Hann er tregur til að fara út í smáatriði. „Síðasta atriðið var mjög langt. Ég held að nákvæm lýsing á því fengist ekki birt á prenti. Við skul- um bara segja að þar átti margt afar dónalegt sér stað og ung stúlka skemmti sér konunglega,“ segir hann og hlær.„Ég var mjög heppinn að fá fallega konu mér til aðstoðar,“ segir hann dreyminn á svip. Master Cosmic er með ráð fyr- ir þá sem vilja vita hvað fer fram á svona böllum: „Komdu á ball! Farðu á blætis-klúbb! Ef ég lýsi því sem þarna fór fram er það aðeins út frá mínu sjónarhorni, byggt á minni reynslu og mínum tilfinningum. Þeir sem ekki voru á staðnum gera sér ekki grein fyrir andrúmsloftinu sem ríkti. Hljóðin, lyktin, spennan og orkan sem fólk gefur frá sér á allt sinn þátt í að skapa stemninguna.“ Hann hvetur áhugasama til að svala forvitninni: „Það er allt í lagi að vera óvirkur áhorfandi. Gægju- hneigð er fullkomlega viðurkennt blæti.“ Master Cosmic vonar að enn meira líf fari að færast í tuskurnar á Klakanum. „Ég vil gjarnan hafa fleiri afsakanir til að koma aftur til Íslands,“ segir hann og þýtur á vit ungrar stúlku sem hann lék sér með kvöldið áður og hafði auð- mjúklega óskað eftir framhaldi. Erla hlyNSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég byrjaði að klæða mig öðruvísi og svartur varð ráðandi litur. Í dag á ég engar buxur sem ekki eru úr svörtu leðri.“ Master Cosmic sýndi bindilistir á blætis-ball- inu Freakout sem haldið var í Reykjavík um síð- ustu helgi. Sadískar langanir hafa blundað með honum frá því hann var sex ára. Hann kom út úr skápnum með þessar langanir sínar fyrir sjö árum. Í dag er hann þekktur innan bresku BDSM-senunnar. Hann nýtur þess að binda fólk og hefur sérstaklega gaman af því að vefja fólk með plastfilmu. BDSM Í BORGINNI BdSM-leikir Leðurfatnaður, latex og bindileikir eru meðal þess sem falla undir bdsM. (Myndin er ekki af viðMæLanda bLaðsins.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.