Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 19
Fyrir nokkrum dögum var út- varpsviðtal við Ástu Dís Óladóttur, forstöðukonu nýrrar deildar háskól- ans að Bifröst, sem mun sérhæfa sig í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi þetta nám eiga að freista fólks? Jú, umhverfið í heil- brigðismálum er að breytast, sagði forstöðukonan, og á eftir að breyt- ast miklu meira. Enginn þurfti að velkjast í vafa um að þar átti hún við að einkavæðingin væri nú að hefja innreið sína í heilbrigðisþjónustuna fyrir alvöru: „Heilsan er orðin meiri markaðsvara... yngra fólk er byrjað að fjárfesta í heilsu...“ Fólk er farið að hugsa meira um þessi mál en áður, líkt og gerst hef- ur með öryggismálin, sagði Ásta Dís ennfremur: „Öryggismál eru orðin neysluvara.“ Sitthvað fleira í þessa veru var sagt í þessu viðtali í morgun- útvarpi RÚV 11. október síðastliðinn. Þar var til dæmis staðhæft að einka- rekstur myndi stuðla að nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni. Vafasamar fullyrðingar Hér er heldur betur talað tungu markaðshyggjunnar. Ég leyfi mér að efast stórlega um staðhæfingar Ástu Dísar Óladóttur. Þannig er ljóst að þótt hún sé vongóð um að heil- brigðisþjónustan verði öll meira og minna einkarekin innan skamms, þá má hún vita að meirihluti þjóð- arinnar er því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum, þannig að við skulum ekkert gefa okkur í þessu efni. Í annan stað eru það rannsókn- ir í læknavísindum – yfirleitt á vegum hins opnbera eða studdar af skatt- fé, sem tryggt hafa framfarir á þessu sviði. Það er einnig véfengjanlegt að fólk hugsi meira um þessi mál nú en áður. Baráttufólk fyrir velferðarrík- inu á tuttugustu öldinni hugsaði um fátt meira en leiðir til að tryggja góð- ar almannatryggingar og heilbrigð- isþjónustu – ekki fyrir sig sjálft sem „fjárfestingu“ heldur sem ávinning og lífsgæði fyrir samfélagið allt. Fjármálaþjónusta fyrir konur? Það er ekki bara Háskólinn að Bifröst sem veðjar á einkavædda heilbrigðisþjónustu. Þannig sló Viðskiptablaðið því upp í stórfrétt þriðjudaginn 16. október, að stofnað hefði verið fjármálafyrirtækið Auð- ur, sem muni bjóða upp á fjármála- þjónustu „þar sem konur verða í fyr- irrúmi“. Forsvarskonur fyrirtækisins, Halla Tómasdóttir og Kristín Péturs- dóttir, sögðust ætla að „bjóða upp á fjárfestingarþjónustu með annars konar áherslum og gildum. Það má segja að við sjáum í aðra röndina vaxandi fjár- og mannauð kvenna og í hina röndina fjármálaumhverfi sem ekki beinir sjónum mikið í þessa átt. Auður ætlar að brúa þetta bil.“ Fyr- irtækinu er ætlað að fjárfesta „góðri langtímaarðsemi“. En hvar skyldu nú tækifærin fyrir langtímagróða helst vera að finna? Þau eru, sam- kvæmt eigendum Auðar, ekki síst „á sviði heilbrigðisþjónustu og mennta. Þetta eru ört vaxandi þjónustugrein- ar sem að mestu leyti hafa verið í höndum hins opinbera, en fyrirsjá- anlegt er að einkarekstur muni auk- ast til að mæta auknum kröfum og þörfum nútímasamfélags.“ Óþarfa milliliðir Ég spyr, er það krafa og þörf nú- túmasamfélags að fjárfestar geri sér menntun ungviðisins og bágbor- ið heilsufar fólks að féþúfu? Endur- speglar þetta einhver sérstök kven- leg gildi? Hvers vegna reynir þetta fólk ekki sjálft að finna upp eitthvað nýtt í stað þess að troða sér inn í starfsemi sem samfélagið hefur komið sér upp og hefur gengið ágætlega að þróa svo fremi sem fjármunir eru fyrir hendi? „Frumkvöðlarnir“ segja að áfram eigi skattborgarinn að borga – þeir ætli hins vegar að tryggja fjárfestum hlutdeild í framlagi hins opinbera í „góðri langtímarðsemi“ eins og það heitir. Í mínum huga er einfaldlega verið að búa til óþarfa milliliði. Pistill birtist fyrst á vefsíðunni og- mundur.is. Sandkassinn Það væri að bera í bakkafull- an lækinn að rita hér um ófarir íslenska lands- liðsins í knatt- spyrnu. Um það gæti ég skrifað í löngu og ljótu máli. Ég gæti jafnvel skrifað bók um óánægju mína með landsliðs- þjálfarann, einstaka leikmenn, landsliðsvalið og stjórn KSÍ. Það ætla ég hins vegar ekki að gera. Ég gæti auðveldlega kreist fram enn eina vangaveltu um klúðrið sem varð til þess að borgarstjórn- armeirihlutinn féll. Ég gæti skrifað um Björn Inga, Gísla Martein, Alfreð Þorsteins, Dag og jafnvel heila opnu um Villa Vill. Þá gæti ég skrifað um óbeit mína á umferðinni í Reykjavík og ég sæi mér jafnvel fært að bölsótast út í þau skrilljón hringtorg sem liggja líkt og spælegg úti um alla borg. Það ætla ég þó heldur ekki að gera. Hugsanlega gæti ég slegið á létta strengi og sagt frá því þegar ég 14 ára féll kylliflatur á hálkubletti fyrir framan fegurstu stúlku sem ég hef á ævinni mætt gangandi. Líklega er það tilviljun en það var í fyrsta og eina skiptið sem ég sá hana. Ég gæti sagt ykkur fjölmargar hrakfallasögur af frænda mínum en þær myndu aldrei rúmast í þessum dálki. Ekki einu sinni sag- an af því þegar hann tók hurðina af bílnum sínum tveimur sekúndum eftir að hann sat fastur í aftaka- veðri í snjóskafli. Bíllinn losnaði mjög óvænt en hurðin varð eftir á nálægum ljósastaur. Þegar frændi ætlaði að huga að viðgerðum dag- inn eftir var bíllinn sléttfullur af snjó. En það skiptir litlu máli, sú saga myndi aldrei rúmast hér. Ekki frekar en sagan af því þegar ég var 10 ára og vantaði veiðarfæri. Ég klippti glænýjar, rándýrar flugulín- ur karls föður míns í frumeindir, til að ná einum spúni. Þann dag lærði ég mörg ný og framandi orð sem þó var ekki vel séð að ég tileinkaði mér. Ég kæmi þó aldrei nema broti af þeirri skammarræðu föður míns í þennan dálk. Um hvað ætti ég að skrifa? Baldur Guðmundsson Einkavæðingin freistar ÖGmundur JÓnasson alþingismaður skrifar: „Það er ekki bara Háskólinn að Bifröst sem veðjar á einka- vædda heilbrigðis- þjónustu.“ DV Umræða föstudagur 19. októbEr 2007 19 akureyri Hér sést akureyrarbær á fallegum haustdegi. Myndin er tekin ofan af toppi fjallsins Ytri-súlur en ná 1213 metra hæð yfir sjávarmáli. DV-MYND EINARmyndin P lús eð a m ínu s DV fyrir 25 árum Spurningin „Á hann eitthvert annað val, segja ekki úrslitin allt?“ segir Þorvaldur örlygsson, nýráðinn þjálfari fram í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, um Eyjólf sverrisson. Er kominn tími á nýjan landsliðs- þjálfara? Mínusinn að þessu sinni fær Eyjólfur Sverrisson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu. Náðarhögg hans var niðurlægj- andi tap gegn Liechtenstein á miðvikudag. Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók „Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV. Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði, kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli. Ég tala þínu máli.“ Talar þínu máli F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.