Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 20
föstudagur 19. október 200720 Umræða DV Daufur og dapur „Það sem hefur vakið mesta athygli mína er valdabreytingin í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem orð stendur gegn orði. Það er alveg ljóst að einhver lýgur, hver það er veit ég ekki en einhver lýgur og það þykir mönnum miður. Þetta er fólkið sem var kosið til að stjórna borginni okkar og tekst því greinilega ekki betur til en raun ber vitni. Ég er vissulega mjög daufur og dapur yfir úrslitum íslenska landsliðsins á móti Liechtenstein. Ég get líklega tekið undir með flestum þeim sem hafa tjáð sig um málið, að þetta er eitt það daprasta sem íslenskt knattspyrnulið hefur sýnt. Það er mjög leiðinlegt að þetta skyldi enda svona. Sem fyrrverandi landsliðsþjálfari tel ég að knattspyrnuforystan þurfi ekki bara að fara í naflaskoðun heldur heilan uppskurð. Það þarf að endurskoða allt frá grunni og gefa þjálfurum og leikmönnum betra svigrúm. Af jákvæðari málum er ég mjög ánægð- ur með að hafa skrifað undir samstarfs- samning við KR og hlakka mikið til að starfa með þeim.“ Logi Ólafsson, þjálfari KR Móðursýki í Reykjavík „Helsta frétt vikunnar að mínu mati er sú að Grímseyjarferjan skuli enn vera á floti. Ég tel bara að Grímseyingar eigi að fá nýtt skip því ég tel að þetta skip muni ekki duga sem þarf. Það er svo vissulega komið upp mjög sérstakt móðursýkiskast varðandi málefni Reykjavíkur. Það er auðvitað stórfrétt. Í öll- um svona málum, sem ganga svona hratt, hvort sem er í umræðu eða afgreiðslu, fer mjög margt úrskeiðis. Það skiptir miklu máli þegar svona staða kemur upp í þjóð- félaginu að menn sýni ró. Það fer allt úr böndunum í svona látum, allir andskotast í öllum og vilja helst bara ganga hver frá öðrum.“ Árni Johnsen, alþingismaður Sárt að tapa á sjálfsmörkum „Það hefur verið eftirminnilegast í þess- ari viku að horfa upp á sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa átt mjög erfitt með að taka ósigrinum. Á hinn bóginn er það mjög skilj- anlegt að þeir séu tapsárir, því þeir töpuðu fyrir sjálfum sér. Menn eru misgóðir taparar, sumir tapa með mikilli reisn, en sjálfstæð- ismenn hafa vaðið út í alla forarpytti hinna sigruðu. Skýringin er sú að þeir töpuðu á sjálfsmörkum og það er mikið sárara en að tapa fyrir einhverjum utanaðkomandi. Ég vona hins vegar bara að þeir jafni sig fljótt af því að þetta er gott og indælt fólk og vel meinandi í bland. Annars held ég að Dagur B. Eggertsson verði flottur borgarstjóri. Um fótboltann vil ég sem minnst segja enda er Jolli vinur minn og ég veit að hann á eftir að reka af sér slyðruorðið.“ “ Einar Kárason, rithöfundur HVAÐ BAR HÆST í Vikunni? Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar G S æ g r e i f a n s Humarsúpa r i l l ve is l a Fiskur á grillið Hin fullkomna humarsúpa samkvæmt New York Times Skilið við vinstri græna „Að mínu mati standa borgarstjórn- armálin upp úr og þessi miklu umskipti í borgarpólitíkinni. Mér finnst allur fram- gangsmáti í þessu máli rangur. Fráfarandi meirihluti sýndi að mínu mati ótrúlegt getuleysi og vanhæfni í alla staði. Ég var einnig ósátt með hver niðurstaðan var í því hvernig við var brugðist því mér fannst andrúmsloftið í borginni vera þannig að það bæri að knýja fram nýjar kosning- ar og leyfa kjósendum einu sinni að tjá vilja sinn. Ég var líka ósátt við það hvern- ig hlaupið var í nýtt samstarf án þess að nokkur grunnur væri fyrir hendi. Það var til dæmis ekki til neinn málefnasamning- ur heldur einungis rætt um útdeilingu á stólum. Þetta varð til þess að ég sagði skilið við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, þar sem ég kann ekki nýmál í orwellskum skilningi. Af erlendum vettvangi er það helst þessi síðbúna yfirlýsing frá fyrrverandi yfir- manni Bandaríkjahers í Írak um að innrás- in hafi verið í alla staði röng.“ Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.