Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Page 28
föstudagur 19. október 200728 Helgarblað DV
Fyrsti kosningasigurinn
Þótt hann saknaði vissulega Flat-
eyrar og vinanna þar segist hann hafa
verið heppinn að hefja nám við Álfta-
mýrarskóla við komuna til Reykjavík-
ur.
„Ég man eiginlega ennþá dag-
inn sem ég gekk inn í bekkinn minn
í Álftamýrarskóla, sveitastrákur utan
af landi. Forsjónin hagaði því þannig
að ég gekk inn í ótrúlega heilsteypt-
an bekk í litlum skóla miðað við reyk-
vískt umhverfi og þar urðu til vináttu-
bönd sem enginn skuggi hefur fallið á
fram á þennan dag. Það var gæfa sem
fylgdi því. Þótt við flyttum síðar í Vest-
urbæinn tók ég bara strætó í skólann
alla daga því Álftamýrarskóli var minn
skóli, mitt umhverfi og mitt fólk.“
Að loknu stúdentsprófi frá MH hóf
Björn Ingi nám í sagnfræði og stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands og þar
hóf hann að taka þátt í pólitísku starfi
með Röskvu. Þar segist hann líka hafa
unnið sinn fyrsta kosningasigur.
„Það var þegar ég sá konuna mína,
Hólmfríði Rós Eyjólfsdóttur,“ segir
hann kankvís. „Ég var í kosningabar-
áttu í framboði fyrir Röskvu og hafði
tekið eftir þessari ungu konu sem var
við nám í hjúkrunarfræði. Leiðir okk-
ar lágu svo saman endrum og eins
þar til við gerðum okkur grein fyrir
að sá neisti sem var til staðar var orð-
inn að báli og síðan höfum við verið
saman. Þess vegna segi ég alltaf að
Hólmfríður sé minn fyrsti kosninga-
sigur. Hólmfríður Rós er menntaður
hjúkrunarfræðingur, en sneri sér að
námi í verðbréfamiðlun sem hún lauk
með miklum glæsibrag nýverið,“ segir
hann, stoltur af sinni.
Hér er fólk ekki skotið, bara
svipt ærunni
Í þeirri orrahríð sem staðið hefur
yfir síðustu tvær vikurnar segir Björn
Ingi að hann dáist að konu sinni og
fjölskyldu.
„Það er á svona stundum sem
maður gerir sér grein fyrir hve miklu
æðruleysi fólkið mitt býr yfir, því þetta
hefur ábyggilega tekið meira á þau en
mig,“ segir hann hugsi. „Á stundum
sem þessum gerir maður sér grein
fyrir hverjir eru raunverulegir vinir
manns, því það er alltaf til nóg af fólki
til að gleðjast með þér. Sannir vinir
sýna sig þegar erfiðleikar steðja að.
Það var svo sannarlega ekki tilhlökk-
unarefni að taka þá ákvörðun sem ég
tók og slíkt gerir maður ekki nema
hafa þá grundvallarsannfæringu að
maður sé að gera rétt. Ég hef lýst þess-
ari reynslu síðustu vikna þannig að
víða um heim eru menn skotnir ef
þeir þjóna ekki valdsherrunum. Hér
á Íslandi er bara reynt að taka af fólki
æruna.“
Hann tekur mest nærri sér hvern-
ig umrótið hefur náð til sona þeirra
Hólmfríðar. Hrafn Ágúst átta ára spyr
margs, en sá yngri, Eyjólfur Andri sem
er að verða fjögurra ára, skynjar líka
ólguna sem skapast hefur.
„Það er ekki hægt að komast hjá
því að þeir upplifi hvað er að gerast
í samfélaginu. Myndir og viðtöl af
pabba um allt.“
Sjálfur hefur hann auðvitað skiln-
ing á því að fjölmiðlar fjalli um málin
dag eftir dag. Björn Ingi hefur starfað
á dagblöðum, vikuritum, í útvarpi og
sjónvarpi en neitar því ekki að þessa
dagana hugsi hann stundum með
söknuði til þess tíma þegar hann var
að skrifa bækur.
„Það var öllu meiri ró í kringum
mig þá!“ segir hann og brosir hlý-
lega. „Ég var ópólitískur fram eft-
ir árum, enda hef ég alltaf litið svo á
að hlutverk blaðamannsins sé það að
vera óháður. Ég var þingfréttaritari
Morgunblaðsins og fannst það ynd-
islegt starf. Á Alþingi öðlaðist ég vin-
skap og sambönd við þingmenn úr
öllum flokkum og gat þannig verið
með mikið af fréttum úr þinginu. Ég
ætlaði mér hins vegar aldrei að fara í
stjórnmál og sá áhugi kom ekki fyrr
en í stúdentapólitíkinni og með for-
mennsku í félagi sagnfræðinema. Ég
er einn af þessum mönnum sem geta
ekki farið á húsfélagsfund öðruvísi
en enda í trúnaðarstarfi. Svo vindur
svona upp á sig.“
Persónuárásir virka ekki
Árið 2003 var Björn Ingi, tæplega
þrítugur að aldri, orðinn aðstoðar-
maður Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra og fylgdi honum svo yfir
í forsætisráðuneytið. Hann segir hlut-
ina hafa gengið hratt fyrir sig.
„Þegar ég var þingfréttamaður
bauðst mér óvænt fyrir orð Halldórs
Ásgrímssonar og fleiri vina minna í
Framsóknarflokknum að verða fram-
kvæmdastjóri þingflokksins. Því starfi
gegndi ég um skeið og fór svo í fram-
boð árið 2003. Ég varð varaþingmað-
ur og skömmu síðar aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, fylgdi svo Halldóri
yfir í forsætisráðuneytið þar til ég fór
í mína eigin pólitík. Það var ákaflega
ánægjulegt að vinna með Halldóri en
það gekk líka óskaplega mikið á. Það
komu upp stór og átakamikil mál í
þjóðfélaginu eins og fjölmiðlamálið
og Íraksmálið. Einhvern tíma verður
sú saga sögð, en ég hef rifjað svolítið
upp þessa tíma með sjálfum mér að
undanförnu. Í þeim málum held ég að
þeir eiginleikar Halldórs hafi komið
vel fram að hann er maður málamiðl-
unar; sífellt að reyna að finna lausn-
ir á málunum en er ekki að hugsa um
pólitíska stundarhagsmuni, heldur
reynir að miðla málum. Það er ekki
alltaf þakklátt í pólitík sem meint er af
góðum hug. Gott dæmi um þetta var
hið umdeilda mál þegar lagt var fram
frumvarp til fjölmiðlalaga. Halldór
lýsti andstöðu við það strax á fyrstu
skrefum, en lenti svo í þeirri stöðu að
vinna að málamiðlunum í því máli
vikum og jafnvel mánuðum saman.
Hann hlaut ekki miklar þakkir fyrir,
miklu fremur skammir. Aldrei hefur
komið fram hversu ósáttur hann var
við þann leiðangur strax í fyrstu. Þessi
saga verður örugglega sögð með ítar-
legum hætti síðar.“
Þótt Björn Ingi líti vel út fer ekki
framhjá mér að hann er orðinn þreytt-
ur, enda ennþá veikur. Segist ekki hafa
fengið tíma til að ná sér af flensu sem
hann veiktist af í Kína fyrir hálfum
mánuði. Dagurinn sem er að baki var
óvenju erfiður, jafnvel fyrir mann með
harðan skráp.
„Ég var búinn að búa mig und-
ir þessar árásir í dag og jafnvel verri
en þær urðu. Ég hef samt þá trú á ís-
lensku samfélagi að fólk vilji ekki hafa
stjórnmálin þannig að ráðist sé per-
sónulega að mönnum og ég hef feng-
ið ótal viðbrögð frá fólki sem segir
mér að því líki ekki svona árásir.“
Sveið undan orðunum
Hann viðurkennir að sig hafi sviðið
undan mörgum þeirra orða sem féllu í
sal borgarstjórnar á þriðjudaginn.
„Ég viðurkenni það alveg að á
svona stundum eins og í dag velti ég
fyrir mér hvers vegna ég væri að taka
þátt í stjórnmálum; hvort það sé þess
virði. Maður veltir líka fyrir sér hvort
það sé möguleiki til framtíðar að fá
alvörufólk í stjórnmálin ef þetta á að
vera svona. Ég velti fyrir mér hvort það
sé rétt af mér að bjóða sjálfum mér og
fjölskyldu minni upp á svona umræð-
ur sem eru miður uppbyggilegar og
eru í rauninni bara harðvítugar per-
sónulegar árásir. En þessar hugsanir
vörðu bara stutta stund og svo ein-
blíndi ég á að finna innri frið og styrk í
sálinni og vonast til að þessu fólki líði
betur ef það lætur sér svona orð um
munn fara. Ég hef tamið mér það að
gagnrýna fólk ekki persónulega eða
kalla það einhverjum nöfnum. Það
hefur mér ekki fundist hugguleg pól-
itík og reyni að beita henni sem allra
minnst. Auðvitað verður mér stund-
um á í þeim efnum eins og öðrum,
en þetta er eitthvað sem ég vil ekki
standa fyrir í stjórnmálum. Sá sem
kastar skít lendir stundum í því að fá
hann framan í sig aftur.“
Fannst ég hafa verið blekktur
Hann er vel meðvitaður um að
fyrstu dagana var hann kallaður svik-
arinn í hópnum og könnun síðdegis-
þáttarins Reykjavík síðdegis sem gerð
var um helgina og birt á mánudaginn
sýndi að 72% hlustenda töldu Björn
Inga Hrafnsson vera skúrk, 28% hetju.
„Áróðurinn virkaði fyrstu dagana,“
segir hann hreint og beint. „Núna eru
hins vegar sífellt fleiri að átta sig á
hvernig staðan var innan Sjálfstæðis-
flokksins þar sem hver höndin er upp
á móti annarri eins og komið hefur
fram í fréttum. Í þessu tilfelli held ég
að rykið þurfi að setjast og þá dæm-
ir sagan svona ákvarðanir. Ef ég væri
að hugsa um mína hagsmuni eða
þægindi í mínu lífi hefði ég aldrei tek-
ið þessa ákvörðun. Á tveimur vikum
umturnaðist allt. Við héldum stjórn-
ar- og eigendafund hjá Orkuveitunni
á miðvikudegi fyrir hálfum mánuði
og þá um kvöldið hélt ég til Kína í
opinberum erindagjörðum sem for-
maður Faxaflóahafna í fylgdarliði for-
setans. Þegar ég var kominn þangað
eftir mjög langt ferðalag er þetta mál
greinilega orðið mjög heitt og mikil
misklíð innan raða Sjálfstæðisflokks-
ins. Umræðan varð sífellt sérkenni-
legri, vantraust á borgarstjórann
myndaðist í hans eigin baklandi og
blasti við öllum. Það varð mikil gagn-
rýni á kaup einstakra starfsmanna og
við viðurkenndum mistök í þeim efn-
um og ákváðum að fella þau úr gildi.
Ég flýtti för minni heim og kom heim
á sunnudagskvöldi því ég mat það
sem svo að það væri mikil og viðkvæm
umræða í gangi. Þegar ég kom heim
höfðu sjálfstæðismenn haldið nokkra
fundi án borgarstjóra – meira að segja
með formanni flokksins – kynntu sína
niðurstöðu í fjölmiðlum um að þeir
hafi orðið ásáttir um málið, borgar-
stjóri hafi beðið sinn hóp afsökunar.
Það væri niðurstaða þeirra að selja
strax; opinber fyrirtæki eigi ekki að
vera í svona rekstri.Síðar sama dag
hélt ég sambærilegan fund með mínu
fólki þar sem ég fékk fullt umboð til
að halda áfram með þetta mál. Það
sem hjálpaði ekki til í þessu máli var
að sjálfstæðismenn skyldu vera jafn-
innbyrðis ósammála um þessi mál og
raun ber vitni. Auðvitað var mér orð-
ið ljóst að þetta var mjög umdeilt mál
innan þeirra raða en ég hafði unnið
að þessu máli í rúmlega eitt og hálft ár
þar sem sjálfstæðismenn höfðu haft
forystu innan Orkuveitunnar. Skyndi-
lega voru þeir orðinir svona ósáttir
við eigin stefnu í málinu og það flækti
málið. Gerendur voru nánir trúnað-
armenn borgarstjóra, heilbrigðis-
ráðherra og aðrir, þannig að staðan
varð mjög flókin og greinilega mikl-
ar innbyrðis deilur. Ég lýsti því strax
yfir að ég teldi ekki skynsamlegt að
selja hlut Orkuveitunnar í fyrirtæk-
inu strax því það yrði arðbærara síð-
ar. Það má segja að margt hafi verið
miður heppilegt í þessari atburðarás.
Þannig hafði ég um nokkurra daga
skeið reynt að ná sambandi við borg-
arstjóra án árangurs. Það gekk mik-
ið á og þegar meirihlutinn náði loks
að hittast á þriðjudag í síðustu viku
funduðum við í fjóra klukkutíma án
beinnar niðurstöðu. Við lýstum auð-
vitað öll yfir vilja til að leysa málin,
en það varð engin niðurstaða. Í fram-
haldinu var mér orðið ljóst að þarna
var komin gjá sem snerist ekki ein-
vörðungu um þetta mál heldur fannst
mér líka ég hálfpartinn hafa verið
blekktur. Ég hafði tekið þátt í þessum
leiðangri innan Orkuveitunnar og REI
undir forystu Sjálfstæðisflokksins,
sem hafði greinilega aldrei haft um-
boð inn á við til að keyra það áfram.
Skyndilega fannst mér eins og ég sæti
uppi með mál sem mitt einkamál.
Þegar síðan var farið að fórna einstök-
um mönnum eins og Hauki Leós-
syni stjórnarformanni, sem ég tel að
hafi ekki gert neitt í þessu máli annað
en vinna í samræmi við það umboð
sem hann hafði og undir handleiðslu
þeirra sem hann starfaði fyrir, var það
kornið sem fyllti mælinn, auk þess
sem háværar kröfur voru uppi um
að fleiri stjórnendur Orkuveitunnar
þyrftu að taka pokann sinn. Mér lík-
aði þetta auðvitað alls ekki, það gekk
eitthvað óskaplega mikið á, ekki síst í
samskiptum við aðra flokka og aðrir
verða að gera hreint fyrir sínum dyr-
um í þeim efnum.“
Björn Ingi bendir á að umræðan
innan raða Sjálfstæðisflokksins síð-
ustu daga sýni að þar á bæ viti menn
að eitthvað hafi farið verulega úr-
skeiðis innandyra.
„Ég efndi til opins stjórnmála-
fundar í mínum flokki á Hverfisgöt-
unni, hann var auglýstur í blöðunum
og fór fram í beinni útsendingu. Í Val-
höll hafa verið haldnir margir lokað-
ir fundir, stofnaður sérstakur rann-
sóknarréttur og hvaðeina. Á hvorum
staðnum skyldu menn hafa eitthvað
að fela?“
Ekki skúrkurinn í málinu
Þannig að þú sprengdir ekki borg-
arstjórnina?
„Það er ekki rétt sem haldið hef-
ur verið fram að ég hafi verið búinn
að mynda nýjan meirihluta mörgum
dögum fyrr. Það er fjarri lagi. Ég kom
til landsins frá Kína og hóf þegar að
taka til varna í málinu og skýra þau
sjónarmið sem voru uppi. Mér fannst
skrítið að vera einn í því hlutverki að
verja mál sem unnið hafði verið að
undir forystu Sjálfstæðisflokksins, en
taldi og tel enn að það sé alltaf betra
að svara fjölmiðlum og útskýra málin
í stað þess að hörfa, víkjast undan erf-
iðum spurningum eða koma sökinni
yfir á aðra. Ég lýsti því auðvitað yfir að
forsendur samstarfsins væru brostn-
ar, en ég tel mig ekki vera skúrkinn í
þessu máli. Það er miklu flóknara en
svo. Ég hef haldið mig við staðreyndir
málsins og ekki reynt að víkjast und-
an minni ábyrgð á nokkrum stig-
um þess. Ég hef verið varaformaður
Orkuveitunnar, tekið þátt í stjórnun
REI og verið stoltur af þessum útrás-
arverkefnum. Síðan voru gerð mistök
eins og með kaupréttarsamningana
og ég hef beðist afsökunar á þeim og
þeir hafa verið dregnir til baka. Aðal-
atriðið er að maður hlaupist ekki frá
máli sem maður hefur sjálfur tekið
þátt í. Mér hefur þótt mjög óþægilegt
að sjá Sjálfstæðisflokkinn hlaupast á
brott frá máli sem hann sjálfur lagði
til. Annaðhvort hefur maður stefnu
og framtíðarsýn eða ekki. Ég tel að
það geti verið eitt af bestu tækifær-
um Íslands til framtíðar að virkja ork-
una og vera í þessari útrás og hef alltaf
haft mjög góða sannfæringu fyrir því.
Auðvitað líður mér mjög illa vegna
þeirra þungu orða sem hafa fallið í
minn garð. Ég tek þetta mjög nærri
mér, velti fyrir mér hvað ég gerði rétt
og hvort ég hafi gert mistök. Aðalat-
riði málsins er þó það, að allt var gert
í mjög góðri trú og af góðum hug Það
er kannski eftir á að hyggja mjög við-
kvæmt svæði þegar opinber fyrirtæki
eru að semja við einkafyrirtæki því
nálgunin er svo mismunandi. Ann-
að fyrirtækið er á markaði, þarf að
gæta að trúnaði og vinna hratt; opin-
beri aðilinn þarf að fylgja öðrum regl-
um og þegar hraðinn er mikill gera
menn mistök sem er slæmt. Þá verða
aukaatriði aðalatriði og öfugt. Þessi
góðu mál, þessi samruni, hafa fallið
algjörlega í skuggann af minni mál-
um sem lukkuðust ekki nægilega vel.
Ég hef aldrei reynt að draga úr minni
ábyrgð þar. Mín mistök voru kannski
þau helst að hafa ekki velt nægilega
fyrir mér málinu í heild sinni, hvort
það væri nægilega þroskað og hver
viðbrögðin yrðu, en ég hafði bara það