Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 33
föstudagur 19. október 2007DV Sport 33
Alltaf stemning þegar þessi tvö nágrannalið
mætast. Everton vann 3–0 síðast þegar þessi tvö
lið mættust á Goodison Park, þar sem Jose Reina
gaf Everton þriðja og síðasta markið. Hann gerir
lítið af því þessa dagana. Everton getur komist
upp að hlið Liverpool í deildinni með sigri.
Liverpool er hins vegar enn taplaust í deildinni en
hefur eilítið verið að dala í síðustu leikjum.
Everton vinnur þennan leik 2–1. 1 á Lengjunni.
Efsta liðið mætir hér næstneðsta liðinu. Arsenal er
taplaust í deildinni og hefur unnið alla fimm
heimaleiki sína til þessa, með markatöluna 14:4 á
heimavelli. Bolton hefur aftur á móti ekki unnið
útileik til þessa, gert eitt jafntefli og tapað
þremur. Bolton verður engin fyrirstaða fyrir
Arsenal í þessum leik og aðeins spurning hve stór
sigur heimamanna verður. DV Sport spáir 4–0
sigri og setur 1 á Lengjuna.
Blackburn virðist einhverra hluta vegna líða betur
á útivöllum en á sínum eigin heimavelli. Reading
er hins vegar að ganga í gegnum erfiða tíma og
rétt marði sigur á Derby í síðustu umferð. Reading
stóð sig vel á síðustu leiktíð en er nú að ganga í
gegnum erfitt annað tímabil í úrvalsdeildinni, sem
oft hefur reynst liðum erfitt. Blackburn er í
vandræðum með meiðsli sóknarmanna sinna en
fer með 1–0 sigur af hólmi. 1 á Lengjunni.
Þetta verður sannkölluð flugeldasýning og mörkin
láta ekki á sér standa. Hér mætast tvö lið sem
munu berjast um fall í vetur og til að halda sæti
sínu þurfa þau að vinna leiki gegn þeim liðum sem
þau spila við. Fulham hefur verið óheppið það sem
af er og Lawrie Sanchez er ósáttur við marga dóma
sem hafa fallið. Hrútarnir í Derby mæta dýrvitlausir
í þennan leik, vinna 3–2 og Ævar Ákason hoppar
hæð sína af kæti. 2 á Lengjunni.
Manchester City hefur komið skemmtilega á óvart
og Sven Göran Eriksson byggir upp gott lið með
blöndu af ungum og reyndum leikmönnum.
Birmingham spilar hins vegar stífan varnarleik og
getur staðið í hvaða liði sem er ef sá gállinn er á
liðinu. Steve Bruce er undir pressu og þarf á sigri að
halda til að ganga í augun á nýjum eiganda
félagsins. Honum verður hins vegar ekki að ósk
sinni og heimamenn vinna 3–1. 1 á Lengjunni.
Middlesbrough hefur haft ágætis tak á Chelsea á
heimavelli sínum og unnið tvær síðustu
viðureignir liðanna á Riverside-vellinum. Chelsea
á í vanda og óljóst er hvort John Terry verði með
liðinu. Didier Drogba er í banni og verður því ekki
með. Middlesbrough á einnig í vandræðum með
að manna framherjastöður sínar, þar sem Mido á
við meiðsli að stríða. Liðin fá jafnan hlut og
leikurinn fer 0–0. X á Lengjunni.
Wigan hóf leiktíðina af krafti en hefur gefið eftir
að undanförnu. Portsmouth er aftur á móti á
miklu skriði og tapaði síðast leik 2. september.
Hermann Hreiðarsson hefur skorað í tveimur leikj-
um í röð og heldur uppteknum hætti í þessum leik.
Það dugir hins vegar ekki til sigurs því Wigan
vinnur þennan leik 2–1. 1 á Lengjunni.
Aston Villa hefur ekki náð að vinna Manchester
United í síðustu nítján viðureignum liðanna.
Síðasti sigur Aston Villa á Manchester United kom
13. október 1999. Manchester United hefur
hrósað sigri í síðustu sjö viðureignum liðanna á
Villa Park í Birmingham og er á góðu skriði þessa
dagana. United hefur haldið hreinu í síðustu sex
deildarleikjum sínum og sterkur varnarleikur er
aðalsmerki liðsins. Þetta verður skemmtilegur
leikur sem endar 3–1 fyrir United. 2 á Lengjunni.
West Ham hefur tapað þremur síðustu deildar-
leikjum sínum en fram að því hafði liðið ekki
tapað leik. West Ham er með marga menn meidda
og óvíst er með þátttöku nokkurra manna.
Sunderland sýndi mikla seiglu í síðasta leik gegn
Arsenal en varð að sætta sig við tap. Liðum í
Norður-Englandi finnst fátt skemmtilegra en að
fara til London og ná sigri og það verða óvænt
úrslit í þessum leik. 1–0 fyrir Sunderland og 2 á
Lengjunni.
Leeds á sér marga aðdáendur á Íslandi sem liggja
á bæn um að liðið komist aftur í hæstu hæðir.
Leeds hefur enn ekki tapað leik en er samt sem
áður aðeins í tólfta sæti deildinnar, þar sem liðið
hóf leiktíðina með fimmtán stig í mínus. Leeds
gerði jafntefli á heimavelli um síðustu helgi við
Leyton Orient. Brighton verður engin fyrirstaða í
þessum leik og Leeds vinnur góðan 2–0 útisigur. 2
á Lengjunni.
Síðustu fimm viðureignir
Liverpool 0–0 Everton
Everton 3–0 Liverpool
Liverpool 3–1 Everton
Everton 1–3 Liverpool
Liverpool 2–1 Everton
1. arsenal 8 7 1 0 19:6 22
2. Man. united 9 6 2 1 11:2 20
3. Man. City 9 6 1 2 14:7 19
4. Liverpool 8 4 4 0 14:4 16
5. Portsmouth 9 4 3 2 17:12 15
6. blackburn 8 4 3 1 9:6 15
7. Chelsea 9 4 3 2 8:8 15
8. aston Villa 8 4 2 2 12:8 14
9. Newcastle 8 4 2 2 13:10 14
10. everton 9 4 1 4 12:11 13
11. West Ham 8 3 1 4 9:8 10
12. reading 9 3 1 5 10:18 10
13. Wigan 9 2 2 5 8:12 8
14. birmingham 9 2 2 5 8:12 8
15. Middlesbrough 9 2 2 5 10:16 8
16. sunderland 9 2 2 5 10:16 8
17. tottenham 9 1 4 4 16:18 7
18. fulham 9 1 4 4 12:16 7
19. bolton 9 1 2 6 9:14 5
20. derby 9 1 2 6 5:22 5
Markahæstu leikmenn:
emmanuel adebayor arsenal 6
benjani Mwaruwari Portsmouth 6
Nicolas anelka bolton 5
robin van Persie arsenal 5
Cesc fabregas arsenal 4
robbie keane tottenham 4
fernando torres Liverpool 4
Flestar stoðsendingar:
Mikel arteta everton 5
elano Manchester City 5
Cesc fabregas arsenal 5
England – úrvalsdeild
1. Watford 10 7 2 1 18:12 23
2. Charlton 10 5 4 1 16:10 19
3. W.b.a. 10 5 2 3 21:11 17
4. bristol City 10 4 5 1 14:10 17
5. stoke 10 4 5 1 13:10 17
6. barnsley 10 4 4 2 16:14 16
7. Wolves 10 4 3 3 11:9 15
8. Coventry 10 4 3 3 14:14 15
9. Plymouth 10 3 5 2 14:12 14
10. Ipswich 9 4 2 3 15:15 14
11. scunthorpe 10 4 2 4 13:14 14
12. Cardiff 10 3 4 3 15:14 13
13. burnley 9 3 4 2 15:14 13
14. southampton 10 4 1 5 19:23 13
15. Hull 10 3 3 4 13:13 12
16. blackpool 10 2 6 2 13:14 12
17. Colchester 10 2 5 3 19:17 11
18. Leicester 9 2 5 2 10:8 11
19. Crystal Palace 10 2 4 4 12:12 10
20. sheff. united 10 2 3 5 16:19 9
21. Preston 10 2 3 5 11:14 9
22. Norwich 10 2 2 6 5:11 8
23. sheff. Wed. 10 2 0 8 7:18 6
24. Q.P.r. 9 1 3 5 8:20 6
Markahæstu leikmenn:
James beattie sheffield united 8
darius Henderson Watford 7
kevin Phillips W.b.a. 6
brian Howard barnsley 6
Enska 1. deildin
1. swansea 11 6 2 3 20:11 20
2. tranmere 11 5 5 1 15:9 20
3. orient 11 6 2 3 16:18 20
4. Nott.forest 10 5 4 1 18:6 19
5. southend 11 6 1 4 19:15 19
6. Carlisle 11 5 3 3 17:10 18
7. Hartlepool 11 5 2 4 18:14 17
8. brighton 11 5 2 4 13:10 17
9. Yeovil 11 5 2 4 9:10 17
10. swindon 10 4 4 2 18:10 16
11. Walsall 11 4 3 4 13:13 15
12. Leeds 11 9 2 0 20:5 14
13. doncaster 11 4 2 5 15:14 14
14. Luton 11 4 2 5 15:14 14
15. Northampton 11 3 4 4 16:17 13
16. Huddersfield 11 4 1 6 9:18 13
17. bristol r. 11 2 6 3 11:14 12
18. gillingham 11 3 2 6 9:22 11
19. oldham 9 3 1 5 10:12 10
20. Crewe 11 2 4 5 10:18 10
21. Millwall 11 2 3 6 7:15 9
22. Cheltenham 11 2 3 6 8:17 9
23. Port Vale 11 2 2 7 8:13 8
24. bournemouth 11 2 2 7 10:19 8
Markahæstu leikmenn:
danny graham Carlisle 7
andy kirk Northampton 7
kris Commons Nott. forest 7
Enska 2. deildin
Phil Jagielka
Kom til Everton frá Sheffield
United eftir að síðarnefnda
liðið féll síðasta vor. Jagielka
getur brugðið sér í allra
kvikinda líki. Sem dæmi
spilaði hann í markinu hjá
Sheffield United gegn
Arsenal á síðustu leiktíð með
miklum ágætum.
Jussi Jaaskelainen
Það verður nóg að gera hjá
honum og því ætti ekki að
vera erfitt að fylgjast með
honum í leiknum.
Jaaskelainen hefur spilað í
ensku úrvalsdeildinni frá 1997
og er einn allra besti
markvörður deildarinnar.
Morten Gamst Pedersen
Norðmenn verða seint sakaðir
um að spila skemmtilega
knattspyrnu en Pedersen er
fullfær um það. Fljótur, leikinn
og sparkviss vinstri
kantmaður sem skorar
reglulega. Myndi sóma sér í
hvaða liði sem er.
Matt Oakley
Oakley er þrítugur en Derby er
samt sem áður aðeins annað
liðið sem hann spilar með á
ferlinum. Oakley var keyptur
til Derby frá Southampton
fyrir rúmu ári og er nú þegar
orðinn fyrirliði liðsins.
Dietmar Hamann
Lengi lifir í gömlum glæðum.
Flestir héldu að Hamann væri
útbrunninn eftir að hann
yfirgaf Liverpool. Hamann
spilar hins vegar stóra rullu í
liði Man. City og vinnur
vanþakkláta vinnu.
Salomon Kalou
Kalou tók stöðu Didiers
Drogba í síðasta leik, þar sem
Drogba var í banni. Hann
leysti það vel af hendi og
skoraði sigurmarkið gegn
Bolton. Flestir leikmenn sem
Chelsea keypti fyrir ári hafa
verið gagnrýndir en Kalou
hefur þótt standa fyrir sínu.
Marcus Bent
Er ekki Darren Bent.
Martin Laursen
Gekk í raðir Aston Villa árið 2004.
Hann átti erfitt uppdráttar til að
byrja með og missti meðal
annars af tímabilinu 2005–2006
vegna meiðsla. Fyrir þetta
tímabil hafði Villa aldrei tapað
leik með Laursen í liðinu. Það
breyttist á fyrsta leikdegi þegar
Laursen skoraði sjálfsmark og
tryggði Liverpool 2–1 sigur.
Robert Green
Hefur farið á kostum í marki
West Ham á leiktíðinni og
margir vilja fá hann í
byrjunarlið enska landsliðsins
fyrir Paul Robinson. Green sló í
gegn í úrvalsdeildinni með
Norwich. Átti stóran þátt í að
West Ham hélt sæti sínu í
deildinni á síðustu leiktíð.
Dean Hammond
Hammond er 24 ára og hefur
allan sinn feril spilað með
Brighton. Hann virðist hins
vegar ætla að blómstra á
þessari leiktíð því hann hefur
skorað fjögur mörk og er
markahæstur leikmanna
Brighton.
Síðustu fimm viðureignir
Arsenal 2–1 Bolton
Bolton 1–3 Arsenal
Arsenal 1–1 Bolton
Bolton 3–1 Arsenal
Arsenal 1–1 Bolton
Síðustu fimm viðureignir
Blackburn 3–3 Reading
Reading 1–2 Blackburn
Blackburn 1–1 Reading
Reading 0–0 Blackburn
Blackburn 0–0 Reading
Síðustu fimm viðureignir
Fulham 4–2 Derby
Derby 1–1 Fulham
Derby 0–1 Fulham
Fulham 5–2 Derby
Fulham 0–0 Derby
Síðustu fimm viðureignir
Man. City 4–1 Birmingham
Birmingham 1–2 Man. City
Man. City 3–0 Birmingham
Birmingham 1–0 Man. City
Man. City 0–0 Birmingham
Síðustu fimm viðureignir
Chelsea 3–0 Middlesb.
Middlesb. 2–1 Chelsea
Middlesb. 3–0 Chelsea
Chelsea 1–0 Middlesb.
Chelsea 2–0 Middlesb.
Síðustu fimm viðureignir
Wigan 1–0 Portsmouth
Portsmouth 2–1 Wigan
Portsmouth 1–0 Wigan
Wigan 1–2 Portsmouth
Portsmouth 0–2 Wigan
Síðustu fimm viðureignir
Man. United 3–1 Aston Villa
Man. United 2–1 Aston Villa
Aston Villa 0–3 Man. United
Aston Villa 0–2 Man. United
Man. United 1–0 Aston Villa
Síðustu fimm viðureignir
West Ham 2–0 Sunderland
Sunderland 1–1 West Ham
West Ham 1–2 Sunderland
Sunderland 0–2 West Ham
Sunderland 2–0 West Ham
Síðustu fimm viðureignir
Brighton 2–1 Leeds
Leeds 3–3 Brighton
Leeds 1–1 Brighton
Brighton 1–0 Leeds
Brighton 2–2 Leeds
SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM