Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Page 37
mikla sannfæringu fyrir því að
þetta væri gott að ég velti ekki
öllum hliðum fyrir mér. Í þeim
efnum er gott að vera vitur eftir
á en það þýðir óskaplega lítið.
Ég hef áður sagt það að ég tel
að sagan muni dæma að þess-
ar ákvarðanir hafi verið rétt-
ar. Þegar frá líður muni menn
átta sig á að þessi útrásarfyrir-
tæki í orkumálum hefðu getað
orðið óskabörn þjóðarinnar. Þá
verður kannski gaman að rifja
upp ummæli einstakra aðila
sem telja að þetta sé ekki hlut-
verk opinberra aðila. Ef opin-
ber fyrirtæki eins og Orkuveit-
an standa ekki í þessu munu
þessir svokölluðu auðmenn
gera það sjálfir og almenning-
ur á Íslandi fær engan ávinning
af því. Það er þá bara ákvörð-
un sem við verðum að taka en
alls staðar í kringum okkur eru
orkufyrirtæki að standa fyrir útrás og
af hverju má almenningur ekki njóta
ávinnings af því með beinum hætti
hér á landi eins og annars staðar? Ég
hafði eins og aðrir fylgst með meintri
sátt sjálfstæðismanna á fundi þeirra í
beinni útsendingu. Á lokuðum meiri-
hlutafundi með mér kom hins vegar í
ljós að málið var langt í frá uppgert af
þeirra hálfu innbyrðis. Enn var hver
höndin uppi á móti annarri. Ég fór
yfir málin í löngu máli og sagðist vera
mjög ósáttur við framgöngu flokks-
ins; hvernig hann hefði vikist undan
eigin ábyrgð, leitað að blórabögglum
í starfsfólki Orkuveitunnar og grafið
undan eigin borgarstjóra. Fundinum
lauk án nokkurrar niðurstöðu og við
fórum yfir á borgarstjórnarfund þar
sem við einir fluttum mál meirihlut-
ans, við Vilhjálmur. Allir sem hlýddu
á ræðu mína á fundinum vita að þar
staðfestist verulegur skoðana- og
áherslumunur um alger grundvallar-
atriði. Oddvitar minnihlutaflokkanna
höfðu auðvitað fylgst með þessu máli
eins og aðrir og fóru morguninn eftir
fram á að hitta mig. Þeir höfðu þá rætt
saman daginn áður og eftir borgar-
stjórnarfundinn um kvöldið og sjálf-
sagt við fleiri. Ég held að menn hafi
skynjað að svona gæti farið, en ég
ræddi ekki eitt einasta orð við oddvit-
ana þrjá fyrr en fyrst þennan morgun.
Ég hafði hins vegar margvíslegar vís-
bendingar um að þá þegar hefðu fyrir
löngu hafist þreifingar milli manna og
af hálfu samstarfsflokksins á bak við
mig og Vilhjálm.“
Gætti hagsmuna almennings
Gísli Marteinn Baldursson ásakaði
þig um að færa vinum þínum í Fram-
sóknarflokknum milljarða.
„Já, það er auðvitað mjög alvarleg
ásökun en eins og ég hef áður sagt
halda þær ásakanir ekki vatni. Sjálf-
stæðismenn vildu selja strax. Ég vildi
það ekki. Ef ég hefði verið að ganga er-
inda auðmanna hefði ég að sjálfsögðu
selt þetta fyrirtæki strax ódýrt og fært
auðmönnunum fyrirtækið á silfurfati.
Með því að gæta hagsmuna almenn-
ings og neita að selja strax og verða
þar með ekki við skilyrðum Sjálf-
stæðisflokksins taldi ég mig vera að
gæta hagsmuna almennings og gæta
þess að þetta fyrirtæki yrði verðmeira.
Þessar röksemdir halda ekki enda eru
þær settar fram í mikilli bræði og van-
stillingu sem er ekki neinum til sóma.
Ég held að allir sem vita eitthvað um
íslenskt viðskiptalíf viti að stærstur
hluti viðskiptamanna er stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins og það er
gömul saga og ný að það mega helst
ekki aðrir en sjálfstæðismenn stunda
viðskipti. Það, að einhverjir aðilar
sem tengjast Framsóknarflokknum,
ekki einu sinni með beinum hætti,
eigi eitthvert brotabrot í sameinuðu
fyrirtæki ráði úrslitum um mína fram-
göngu í svona stóru máli er algjörlega
fráleitt. Og veltu því fyrir þér hvort ég
hefði nú virkilega tekið þennan slag
bæði gegn Sjálfstæðisflokknum og
sé nú tilbúinn til að fara í leiðangur
undir foryrstu Svandísar Svavars-
dóttur til að opna þetta mál, læra
af því og velta fyrir okkur hvort það
eigi að gera á því breytingar ef ég
teldi mig ekki hafa hreinan skjöld.
Annars hefði ég reynt að þagga
málið niður og sópa því undir tepp-
ið. Það hefur bara aldrei staðið til
af minni hálfu.Ég hef áður sagt að
í þessu máli hafi verið gerð ákveð-
in mistök. En ég er ekki tilbúinn að
standa fyrir einhverjum aftökum án
dóms og laga. Ég vinn ekki þannig
að einstakir embættismenn eigi að
fjúka þegar þeir hafa aðeins unn-
ið í samræmi við þær fyrirskipanir
sem þeir hafa fengið. Sjálfstæðis-
menn vildu gera mannabreytingar
hjá Orkuveitunni, en ég óskaði eft-
ir því að starfsfólk OR fengi hreina
traustsyfirlýsingu. Við því gátu þeir
ekki orðið af einhverjum ástæð-
um. Kannski er orðin svo rótgró-
in andúð sumra sjálfstæðismanna
á Orkuveitunni, að þeir eiga erfitt
með að dæma hana að verðleikum.
Þetta frábæra fyrirtæki og starfsfólk
þess eru þannig leiksoppar í pólit-
ískum hrunadansi. Það er ekki glæsi-
legt, en engu að síður líklega stað-
reynd.“
Mikil tilfinningavera
Það hefur líka verið mikið talað um
þegar þú felldir tár á fundi með þínu
fólki. Voru þetta ekta tár eða fundin
upp af spunameisturum?
„Ég þarf enga spunameistara til að
tárast. Tár og tilfinningar koma ekki
eftir pöntun. Ég er mjög viðkvæm
manneskja eins og kom bæði fram á
þessum fundi með framsóknarmönn-
um og í Silfri Egils, sem mér sýnist
mikið umtalaður þáttur. Allavega hef
ég fengið ótrúleg viðbrögð við við-
talinu við mig í þeim þætti um síðustu
helgi. Sumir segja að þetta sé eins og
eftir handriti en þeir sem halda slíku
fram vita ekki hvernig lífið gengur fyrir
sig. Það er ekkert í þessari atburðarás
síðustu daga sem hægt var að sjá fyr-
ir og í rauninni komu fram einlæg og
næsta ósjálfráð viðbrögð við öllu. Þá
reynir maður bara að vera einlægur og
gera það sem maður telur vera rétt. Á
þessum fundi með framsóknarmönn-
um bættist ofan á mikla þreytu og álag
hlýhugur frá fullum sal af fólki sem ég
fann að var á mínu bandi og studdi
mig og það sem ég var að gera. Ég
komst við. Ég er mjög viðkvæmur og
er ekkert feiminn við að viðurkenna
það. Ég tárast í bíó. En ég get líka ver-
ið harður eins og þegar ég þarf að taka
erfiðar ákvarðanir eins og þær sem ég
hef nýverið tekið. Mér er sagt að þetta
sé ekki oft gert og þurfi mikið pólitískt
hugrekki til, en þá verður maður líka
að vera tilbúinn til að eiga þá sannfær-
ingu. Mér finnst ekkert að því að við-
urkenna að maður sé viðkvæmur og
hafi tilfinningar. Við þurfum ekki til-
finningalaust fólk í stjórnmálin. Það
endurspeglar ekki mannlífið. Ég hef
alltaf verið mikil tilfinningavera. Okk-
ur systkinunum var innprentað að
það væri eðlilegt að sýna tilfinningar
sínar, bæði gleði og sorg. Ég kem frá
mjög trúuðu heimili og rækta mína
trú. Við hjónin förum með strákana í
sunnudagaskóla og biðjum með þeim
bænirnar; það er hluti af okkar heim-
ilislífi. Ég er mjög opinn maður og það
sést algjörlega á mér hvort ég er í góðu
eða vondu skapi. Ég er yfirleitt mjög
léttur og reyni að sjá spaugilegar hlið-
ar mála. Hins vegar get ég tekið hluti
mjög inn á mig ef mér er misboðið
eða finnst ég verða fyrir ómaklegum
árásum. Það er mannlegt held ég.“
Missirðu aldrei stjórn á skapi þínu?
„Nei, ekki oft. Það er helst þegar ég
er að spila fótbolta með vinum mín-
um því ég er mjög tapsár.“
Eins og hjónaskilnaður
Var einhver manneskja sem kom
þér mest á óvart í þessu ferli?
„Já, en ég ætla ekki að nafngreina
það fólk. Það veit nákvæmlega hvern-
ig málin liggja og hvernig þetta þró-
aðist. Þetta fólk veit best sjálft hvern-
ig það undirbjó jarðveginn fyrir þetta
mál í langan tíma og þá er ég ekki að
tala um fyrirtækið heldur samskiptin
við félagana í borgarstjórn. Þegar allt
var komið í óefni var reynt að plástra
á sárin og láta líta út fyrir að það væri
mikil samstaða. Það var bara orðið of
seint fyrir slíkan leik. Fólk sýndi á sér
hliðar sem ég hefði aldrei trúað að
það ætti til. Í þessum hópi var mikil
eining og mikill vinskapur og ég tek
þetta nærri mér. Þetta er svolítið eins
og að ganga í gegnum hjónaskiln-
að. Þetta eru nánustu samstarfsaðil-
ar sem maður á samskipti við í starfi
og leik og svo allt í einu er öllu lokið.
Þetta er meiriháttar áfall fyrir alla við-
komandi, hluti af sorgarferli.“
Þú segist vera trúaður. Leitarðu oft
til Guðs eftir svörum?
„Já, ég geri það. Fyrst og fremst
reyni ég að fá vísbendingar um að ég
sé ekki að gera tóma vitleysu en hef
alltaf að leiðarljósi að maður ber fyrst
og fremst alltaf sjálfur ábyrgð á eigin
gjörðum. Það er aldrei hægt að varpa
þeirri ábyrgð á aðra.“
Hvað gerirðu til að ná sálarró á erf-
iðum stundum?
„Ég ver tíma með konunni minni
og sonunum. Við eigum margar
gæðastundir. Við förum oft til foreldra
minna sem búa á yndislegri sjávarlóð
við Akranes, eða dveljum hjá mínum
frábæru tengdaforeldrum, ég hlusta
á góða tónlist og leita ráða hjá syst-
kinum mínum og vinum. Ég á marga
góða ráðgjafa og stuðningsmenn og
geri mér grein fyrir mikilvægi þess
að leita ráða hjá þeim sem eldri og
þroskaðri eru.“
Ber engan kala til neins
Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér
í fáum orðum?
„Ég er fastur fyrir, viðkvæmur,
kraftmikill, ákveðinn og orkumikill.
Ég vinn mikið, vinn meira að segja í
svefni og vakna oft að morgni með
lausnir á málum sem ég hef verið að
velta fyrir mér. Þá er eins og undir-
meðvitundin sé að verki. Ég er líka
bjartsýnn maður. Ég er alltaf bjart-
sýnn þótt það sé misjafnlega mik-
il innstæða fyrir því. Ég fór í gegnum
kosningabaráttu fyrir einu og hálfu
ári þar sem ég mældist eiginlega
aldrei inni og fann fyrir miklum and-
byr, gafst ekki upp og komst í gegnum
það. Þá hélt ég að það væri mín mesta
eldskírn og eftir það kæmist ég gegn-
um allt, en svo lenti ég í þessu máli og
finnst það ennþá meira, en það er sagt
að það sem ekki drepur mann styrki
mann. Mér finnst ég hafa lært óskap-
lega mikið af þessu öllu saman og er
miklu þroskaðri stjórnmálamaður en
ég hef verið nokkru sinni áður. Ég átta
mig miklu meira á því hvernig landið
liggur og finnst ég skilja fólkið í land-
inu og borginni og flokknum mínum
miklu betur en áður. Það er kannski til-
gangur með þessu öllu saman. Ég hef
mikinn metnað fyrir hönd Framsókn-
arflokksins og er tilbúinn að berjast
fyrir því af fullum krafti að rífa gamla,
góða flokkinn upp úr þeirri lægð sem
hann hefur verið í og hefja hann aftur
til vegs og virðingar í íslensku samfé-
lagi. Eitt af því sem hefur satt að segja
glatt mig hvað mest síðustu daga eru
símtöl og stuðningskveðjur frá göml-
um framsóknarmönnum um allt land
sem hafa aftur öðlast trúna á flokkinn
sinn og eru tilbúinir að berjast nú fyrir
raunverulegri endurreisn hans.“
Það er farið að halla í miðnætti.
Björns Inga bíða fundir með borg-
arstjóra og fleiri samstarfsmönnum
snemma næsta morgun.
„Á morgun er nýr dagur og ég
á eftir að vinna í mikilli nánd með
þessu fólki sem í dag fékk útrás fyrir
tilfinningar sínar,“ segir hann þegar ég
spyr hvernig leggist í hann að starfa
í nýrri borgarstjórn. „Sveitarstjórn-
armál eru þannig að þau eru unn-
in í mikilli samvinnu og fólk er sam-
mála um langflest mál. Það er aðeins í
nokkrum atriðum sem verður grund-
vallarágreiningur. Ég ber engan kala
til þessa fólks þrátt fyrir þessar ásak-
anir í minn garð. Ég ætla ekki að erfa
þetta við nokkurn mann og ætla bara
að vona að Sjálfstæðisflokknum og
borgarfulltrúum hans vegni sem best.
Ég er tilbúinn að fyrirgefa allar þessar
ásakanir og ummæli. Ef maður byrgir
innra með sér hatur eða reiði fer mað-
ur að stjórnast af þeirri líðan og fer að
taka vondar ákvarðanir. Í þeim spor-
um ætla ég ekki að lenda.“
annakristine@dv.is
DV Helgarblað föstudagur 19. október 2007 37
Blaðaúrklippa úr MorGun-
Blaðinu árið 1985 björn Ingi var
yngsti nemandinn sem mætti til
starfskynningar á Morgunblaðið, 11 ára. Í
viðtali við blaðið sagðist hann ætla að
verða blaðamaður.
VEl Giftur Með eiginkonunni, Hólmfríði
rós eyjólfsdóttur, sem björn Ingi segir vera
sinn fyrsta kosningasigur. Þau eiga tvo syni.
„Ég hef alltaf verið mikil tilfinningavera.
Okkur systkinunum var innprentað að
það væri eðlilegt að sýna tilfinningar sín-
ar, bæði gleði og sorg. Ég kem frá mjög
trúuðu heimili og rækta mína trú. Við
hjónin förum með strákana í sunnudaga-
skóla og biðjum með þeim bænirnar.“
DV MynD karl oG úr Einkasafni