Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Page 41
Starfsferill
Dagur fæddist í Ósló á kvenrétt-
indadaginn 19.6. 1972 en ólst upp í
Árbæjarhverfinu. Hann var í Árbæj-
arskóla, lauk stúdentsprófi frá MR
1992, embættisprófi í læknisfræði
við HÍ 1999 og lauk meistaranámi í
mannréttindum og alþjóðalögum við
Háskólann í Lundi í Svíþjóð 2005.
Dagur stundaði ýmis störf á ungl-
ingsárunum, m.a. við dýrahald og
húsaviðgerðir, starfaði við ættfræði-
síðu DV sumarið 1993, var starfandi
formaður Stúdentaráðs HÍ 1994-95,
var framkvæmdastjóri Nýsköpunar-
sjóðs námsmanna 1995-96, dagskrár-
gerðarmaður á Ríkisútvarpinu, rás 1,
1995-98 þar sem hann sá um Víðsjá
og á fimmta tug þátta um vísindi og
vísindamenn, var aðstoðarlæknir á
Landspítalanum - háskólasjúkra-
húsi 2000-2001, heilsugæslulæknir
á Ísafirði sumarið 2001, starfaði við
sýkladeild Landspítalans-háskóla-
sjúkrahúss sumarið 2002, var læknir
á slysa- og bráðasviði Landspítalans
- háskólasjúkrahúss 2003-2004, var
kjörinn borgarfulltrúi fyrir R-listann
vorið 2002 og var borgarstjóraefni
R-listans í síðustu borgarstjórnar-
kosningum 2006. Á þessu kjörtíma-
bili hefur Dagur setið í borgarráði,
hverfisráði Árbæjar, skipulagsráði,
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn-
kerfisnefnd og verið varamaður í al-
mannavarnanefnd.
Dagur tók þátt í MORFÍS-keppn-
inni, mælsku- og rökræðukeppni
framhaldsskóla á Íslandi, fyrir hönd
MR á sínum tíma, var formaður Fé-
lags framhaldsskólanema 1991-92,
formaður Stúdentaráðs HÍ 1994-95,
sat í stúdentaráði fyrir Röskvu, sam-
tök félagshyggjufólks 1994-96, sat í
nefnd um endurskoðun laga um LÍN
1995-97 og í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta 1997-99.
Dagur er höfundur ævisögu
Steingríms Hermannssonar, I-III,
útg. 1998, 1999, 2000.
Fjölskylda
Kona Dags er Arna Dögg Einars-
dóttir, f. 18.4. 1975, læknir á Land-
spítalanum - háskólasjúkrahúsi. Hún
er dóttir Einars Kristins Þórhallsson-
ar, f. 1.7. 1952, læknis og sérfræðings
í meltingarsjúkdómum, og Sigríðar
Steinarsdóttur, f. 9.4. 1952, meina-
tæknis.
Börn Dags og Örnu Daggar eru
Ragnheiður Hulda, f. 3.5. 2004 og
Steinar Gauti, f. 26.9. 2005.
Systkini Dags eru Gauti B. Egg-
ertsson, f. 1.8. 1974, hagfræðingur
við bandaríska seðlabankann í New
York; Valgerður B. Eggertsdóttir, f.
13.10. 1981, lögfræðingur í Reykja-
vík.
Foreldrar Dags eru Eggert Gunn-
arsson, f. 2.1. 1949, dýralæknir í
Reykjavík, og Bergþóra Jónsdóttir, f.
21.5. 1950, lífefnafræðingur.
Ætt
Eggert er bróðir Gunnars dýra-
læknis og Theodóru hjúkrunarkonu.
Eggert er sonur Gunnars, loftskeyta-
manns í Reykjavík Steingrímssonar,
fasteignasala og bóksala í Reykjavík
Stefánssonar. Móðir Gunnars loft-
skeytamanns var Þuríður Eggerts-
dóttir.
Móðir Eggerts var Hulda, hjúkr-
unarkona í Reykjavík, systir Guð-
brands lögregluvarðstjóra, föð-
ur Þorkels, yfirlæknis á Akureyri,
og Friðriks Kristjáns, háls-, nef- og
eyrnalæknis. Hulda var dóttir Þor-
kels, verkamanns í Reykjavík, bróður
Guðbröndu, móður Gunnars Guð-
bjartssonar, fyrrv. framkvæmda-
stjóra Framleiðsluráðs landbúnað-
arins. Þorkell var sonur Guðbrands,
verslunarmanns í Ólafsvík, bróður
Einars, föður Bjargar rithöfundar,
og Þorkels Jóhannessonar prófess-
ors og afa Lúðvíks Kristjánssonar rit-
höfundar. Annar bróðir Guðbrands
var Jón, langafi Júlíusar Sólnes, verk-
fræðings og fyrrv. alþm.. Þriðji bróðir
Guðbrands var Jón yngri þjóðskjala-
vörður, afi Loga Guðbrandssonar
forstjóra. Systir Guðbrands var Guð-
rún, amma Arnar og Hauks Clausen.
Guðbrandur var sonur Þorkels, próf-
asts á Staðarstað Eyjólfssonar. Móðir
Þorkels var Guðrún Jónsdóttir, prests
og skálds á Bægisá Þorlákssonar.
Móðir Guðbrands var Ragnheið-
ur Pálsdóttur, prófasts í Hörgsdal
Pálssonar, langafa Guðrúnar, móð-
ur Péturs Sigurgeirssonar biskups.
Móðir Huldu var Theodóra, syst-
ir Guðbjarts, föður Gunnars, fram-
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Annar bróðir Theodóru
var Stefán, faðir Alexanders, fyrrv.
ráðherra. Theodóra var dóttir Kristj-
áns, b. á Hjarðarfelli, bróður Hall-
dórs, langafa Ingólfs Margeirsson-
ar, fyrrv. ritstjóra. Kristján var sonur
Guðmundar, b. í Miðhrauni í Mikla-
holtshreppi, bróður Guðnýjar, lang-
ömmu Theodóru, ömmu Helga
Ólafssonar stórmeistara. Systir Guð-
mundar var Elín, langamma Helgu,
móður Svavars Gests og ömmu Vil-
borgar Harðardóttur blaðamanns,
móður Marðar Árnasonar. Elín var
einnig langamma Þórðar Kárason-
ar fræðimanns. Bróðir Guðmundar
var Jóhannes, langafi Guðmundar J.
Guðmundssonar, formanns Dags-
brúnar. Guðmundur var sonur Þórð-
ar, ættföður Hjarðarfellsættar Jóns-
sonar.
Bergþóra er systir Gunnlaugs
háskólaritara. Bergþóra er dótt-
ir Jóns Hjaltalíns, læknis í Reykjavík
Gunnlaugssonar, formanns í Súða-
vík Einarssonar, b. í Hlíð í Álftafirði
við Djúp Einarssonar. Móðir Gunn-
laugs var Guðrún Ólafsdóttir. Móð-
ir Jóns Hjaltalín var Samúela Sigrún
Jónsdóttir, útvegsb. og kaupmanns í
Súðavík Jónssonar, og Salóme Mál-
fríðar Þórarinsdóttur.
Móðir Bergþóru er Jóna Halldóra
Bjarnadóttir, útvegsb. á Hóli í Bol-
ungarvík Bárðarsonar, og Kristínar
Salome Ingimundardóttur.
DV Ættfræði föstudagur 19. október 2007 41
Merkir Íslendingar:
MaÐUr VikUnnar
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri
Sigurbjörn Sveinsson
f. 19. október 1878, d. 2. febrúar 1950
Sigurbjörn Sveinsson barnabóka-
höfundur fæddist að Kóngsgarði í Ból-
staðarhlíðarhreppi í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hann var ungur er hann
missti föður sinn, Svein Sigvaldason
skósmið, og ólst því upp hjá móður
sinni eins og oft kemur fram í bókum
hans.
Sigurbjörn lærði skósmíði í Reykja-
vík, var síðan búsettur á Akureyri
um hríð, var kennari við Barnaskóla
Reykjavíkur 1908–1919 sem þá var
Miðbæjarskólinn, en kenndi í Vest-
mannaeyjum á árunum 1919–1932 og
bjó þá í húsinu Hnjúk á Brekastíg. Auk
þess kenndi hann ensku og hljóðfæra-
leik í einkatímum.
Halldór Laxness var góðvinur Sig-
urbjörns, þótti mikið til hans koma og
hefur skrifað töluvert um hann, m.a.
í endurminningum sínum um ferð
austur á land þar sem Halldór tók að
sér einkakennslu.
Sigurbjörn er almennt talinn í
hópi okkar merkustu barnabókahöf-
unda og reyndar brautryðjandi í þeirri
bókmenntagrein hér á landi. Hann
er fyrsti rithöfundurinn sem skrifar
gagngert fyrir börn og unglinga. Hann
setur sig í spor þeirra, skrifar sögurn-
ar frá þeirra sjónarhóli og reynslu og
er blessunarlega laus við yfirborðs-
kenndar siðapredikanir. Einlægni
hans og kristaltær, einfaldur ritstíllinn
gerir barnasögur hans sígildar, enda
hafa helstu verk hans verið margend-
urútgefin og hafa í heildina komið út
í mörgum þúsundum eintaka. Þá voru
margar sögur Sigurbjörns prentaðar í
lesbókunum sem lesnar voru í barna-
skólum landsins um áratuga skeið.
Má þar t.d. nefna söguna Glókoll sem
kenndi nokkrum kynslóðum Íslend-
inga margföldunartöfluna. Marg-
ir hafa því lesið ýmsar sögur hans án
þess að gera sér grein fyrir því.
Þekktustu ritverk Sigurbjörns
eru Bernskan I. og II. og Geislar. Þá
sendi hann frá sér ljóðabækur, samdi
leikrit og gaf út skákdæmi enda
ágætur skákmaður og prýðilegur
skákdæmahöfundur. Leikrit hans,
Glókollur, var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið
1972. Hann þýddi auk þess töluvert úr
öðrum tungumálum og ljóð hans urðu
sum hver nokkuð þekkt, s.s. það ljóð
um Vestmannaeyjar sem margir telja
að komist næst því að vera þjóðsöngur
Eyjamanna og hefst á ljóðlínunujm:
Yndislega eyjan mín, en hvað þú ert
morgunfögur
Sigurbjörn var heiðursborgari Vest-
mannaeyja og fyrsti heiðursfélagi Tafl-
félagsins í Vestmannaeyjum.
Dagur B. Eggertsson stendur
uppi sem borgarstjóri og leið-
togi nýs borgarstjórnarmeiri-
hluta eftir ótrúlegar uppá-
komur í hópi borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og síðan
flóknar, leynilegar þreifing-
ar úr ýmsum áttum og í ýmsar
áttir, um borgarstjórnarmeiri-
hluta. Eftir sitja sjálfstæðis-
menn með sárt ennið og óút-
skýrða atburðarás sem gerði
tólf ára baráttu þeirra gegn R-
listanum að minna en engu.