Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Page 48
föstudagur 19. október 200748 Helgarblað DV
Segja Sögu Sína í Syndum feðranna
„Í tímans rás hef ég jafnan reynt að
þurrka úr minni mér þann tíma sem
ég var á Breiðavík. Bæði voru þessi
fjögur ár sem ég dvaldist þarna, það
er frá 1958 til 1962, erfið og svo var
þetta nokkuð sem ekki mátti segja
frá. Á götunum hér í Reykjavík
þótti allt í lagi að hafa verið á Litla-
Hrauni en dvöl í Breiðavík var miklu
verri stimpill,“ segir Georg Viðar
Björnsson, einn úr hópi drengjanna
sem voru vistaðir á vistheimili
ríkisins að Breiðavík. Georg Viðar
er einn af viðmælendunum í
heimildakvikmyndinni Syndir
feðranna þar sem rakin er saga
vistheimilisins og rætt við menn
sem dvöldu þar í æsku. Bárður
Ragnar Jónsson er annar, en hann
dvaldist á Breiðavík frá vori árið
1964 og fram til hausts 1965 auk þess
að hafa verið þar sumarið 1966.
Fautinn lúskraði á okkur
„Þetta var ömurleg vist allan
tímann og ég heyrði fljótlega eftir að
ég kom vestur að maður gæti búist
við því að eldri strákarnir nauðguðu
manni. Það var einnig talað um
það meðal okkar yngri drengja að
Hallgrímur forstöðumaður væri
smeykur við stóru strákana en það
versta við vistina í tíð Hallgríms var
þetta ofbeldi þeirra eldri á þeim
yngri. Það breyttist þegar Þórhallur
Hálfdánarson tók við, því hann
losaði sig við eldri drengina eða
þá að þeir voru farnir. En hann
sjálfur var fauti og hikaði ekki við að
lúskra á okkur þegar sá gállinn var á
honum og hann má teljast heppinn
að hafa ekki drepið neinn strákanna
þarna,“ segir Bárður. Georg og
Bárður segjast báðir hafa í æsku
verið fyrirferðarmiklir og kannski
sé skýringarinnar að leita í erfiðum
fjölskylduaðstæðum þeirra. Ekki
hafi það samt réttlætt að þeir
skyldu sendir „á versta og vestasta
stað landsins” eins og Georg orðar
það og bætir við: „Satt að segja
vissi maður ekki hvar í heiminum
maður var og ef maður spurði hve
lengi maður ætti að vera þarna var
bara svarað í hálfkæringi og sagt að
maður fengi að fara ef maður yrði
góður.“
Gat ekki vikist undan
Georg flutti frá Svíþjóð til Íslands
árið 2004 en þá hafði hann búið þar
og starfað í 25 ár. Þeir Bergsteinn
Björgólfsson og Kristinn Hrafnsson
höfðu samband við hann fljótlega
eftir að hann kom heim en þeir unnu
þá að gerð heimildamyndarinnar
um Breiðavík og báðu hann um
að segja frá reynslu sinni þaðan.
„Eftir nokkra umhugsun ákvað
ég að gera það. Fannst ég ekki
geta vikist undan því. En þetta tók
vissulega talsvert á mig. Þótt langt
sé um liðið frá því ég var í óreglu
og þrátt fyrir að ég hafi talið mig
hafa náð að vinna sæmilega úr
mínum málum tók þetta meira á
mig en ég bjóst við,“ segir Georg.
Hann telur umfjöllunina um mál
Breiðavíkur og piltanna þar frá
því í vetur sem leið vera þarfa og
sýningu kvikmyndarinnar nú góða
viðbót. Að ekki megi þagga niður í
drengjunum frá Breiðavík sem nú
séu fulltíða menn. Þá hefur Bárður
Rúnar Jónsson að undanförnu
aðstoðað Pál Rúnar Elísson við
að ganga frá minningabrotum
frá æskuárum sínum á Breiðavík
og koma þau út á næstu dögum
í bók sem fengið hefur titilinn
Breiðavíkurdrengur en það er Mál
og menning sem gefur út.
Í heimildamyndinni Syndir feðranna er
sögð örlagasaga þeirra drengja sem vistað-
ir voru á Breiðavík á árunum 1953 til 1973. Í
myndinni er rætt við nokkra sem vestra dvöld-
ust á sínum tíma og varpað ljósi á líf þeirra og
sögu. Örlagasaga Breiðavíkurdrengja er undir-
titill myndarinnar sem vænta má að veki um-
ræðu, samanber mikla umræðu um Breiða-
víkurheimilið í fjölmiðlum fyrr á þessu ári
Hetjur hver á sinn hátt
Frá árinu 1953 til 1973 voru 128 drengir
vistaðir að Breiðavík. Drengirnir voru að
meðaltali ellefu ára en sá yngsti var sex ára við
komu sína. Árið 1975 var svo á vegum Gísla
Guðjónssonar réttarsálfræðings gerð skýrsla
um afdrif sjötíu reykvískra drengja sem sendir
höfðu verið í vistun til Breiðavíkur. Kom þá
í ljós að þrír af hverjum fjórum drengjanna
höfðu komst í kast við lögin eftir dvöl þeirra
á Breiðavík.
Í myndinni er leitast, segir í kynningu, við að
gera óhlutdræga úttekt á heimilinu Breiðavík,
hugarfari og tíðaranda frá 1953 til dagsins í
dag, en höfundar komust að þeirri niðurstöðu
að eina leiðin við gerð myndarinnar væri að
hafa kærleika að leiðarljósi í nálguninni,
sérstaklega með tilliti til þess að málið var
blásið upp og haft að fréttaefni viku eftir viku.
Þar hafi vantað nærgætni í umfjöllun. Hér sé
viðmælendum á hinn bóginn leyft að segja
sínar sögur á eigin forsendum og endurheimta
eftir föngum líf sitt, persónu og mannlega
reisn. Þá sé varpað ljósi á hverjar hafi orðið
afleiðingarnar fyrir Breiðavíkurdrengina og
aðstandendur þeirra. Hvernig er hægt að lifa
af eftir slíka lífsreynslu og standa uppréttur?
Sumir Breiðavíkurdrengjanna hafi náð að
vinna úr sinni reynslu en aðrir látið bugast og
jafnvel fyrirfarið sér.
Frétti af fangaklefa
En hvað réð því að ráðist var í gerð
kvikmyndar um vistheimilið í Breiðavík
og sögu drengjanna sem þar dvöldust?
„Upphafið var að árið 1991 sagði félagi minn,
Ingi Gunnar Jóhannsson leiðsögumaður,
sem hafði verið á ferð vestra, mér að í
Breiðavík væru til leifar af fangaklefa,” segir
Bergsteinn Björgólfsson. „Ég varð því mjög
forvitinn og vildi kynna mér þetta betur, vissi
að í Breiðavík hefði verið vistheimili fyrir
unga drengi en trúði varla að þeir hefðu verið
í fangavist. Þetta varð til þess að ég fór vestur
til að kynna mér málið og fékk þá að vita að
þetta átti allt við rök að styðjast. Í samtölum
við bændur í Breiðavík fékk ég að vita að
margir drengjanna sem þarna dvöldust á
sínum tíma hefðu komið vestur til að gera
upp við þessa fortíð og ég fékk nöfn nokkurra
þeirra gefin upp. Þegar ég svo hafði samband
við þá með viðtöl í kvikmynd í huga vildu
þeir fæstir við mig tala. Sumir skelltu á og
aðrir neituðu því staðfastlega að hafa nokkru
sinni dvalist vestra. Þetta gerði mig hins vegar
bara enn forvitnari og á endanum sagðist
einn Breiðvíkingur tilbúinn að ræða við mig.
Í framhaldinu fóru svo hinir að gefa sig fram,
þótt það væru afar þung skref fyrir suma.”
Umfjöllun gjörbreytti myndinni
Umfjöllun DV fyrr á þessu ári um Breiða-
víkurheimilið og aðstæður drengjanna þar var
sem sprengja inn í íslenskt samfélag. „Ég bjóst
svo sem alltaf við að málið kæmi fram í um-
ræðuna með þessum hætti,” segir Bergsteinn
og bætir við að umfjöllun fjölmiðla hafi í raun
gjörbreytt allri gerð myndarinnar.
„Framan af vann ég að gerð myndarinn-
ar með þeim Margréti Jónasdóttur og Kristni
Hrafnssyni. Þegar fjölmiðlaumfjöllunin
mikla í fyrravetur hófst fannst mér hins veg-
ar nauðsynlegt að fá nýjan vinkil á þetta og
fleiri í lið með mér enda var ég orðinn svo-
lítið samdauna verkefninu,” segir Bergsteinn
sem kveðst í þessum tilgangi hafa leitað til
þeirra Ara Alexanders Ergils Magnússonar
um leikstjórn og Hrannar Kristinsdóttur um
framleiðsluþáttinn.
Ari Alexander segir að sér hafi þótt afar
þroskandi og í raun mannbætandi að koma
að gerð þessarar myndar. Það sem er kannski
átakanlegast er að í Breiðavík virðist starfs-
fólk hreinlega hafa haft byssuleyfi á drengina
– heimild til að pína þá á alla kanta. Það er
átakanlegt.”
Örlagasagan syndir feðranna frumsýnd í Háskólabíói í kvÖld:
Byssuleyfi á Breiðavíkurdrengi
Þau standa að gerð myndarinnar
Leikstjórarnir bergsteinn björgólfsson,
til vinstri, og ari alexander Magnússon.
Milli þeirra stendur Hrönn kristinsdóttir
framleiðandi.
Georg og Bárður voru vistmenn á Breiðavík „Þetta
var ömurleg vist allan tímann,“ segir bárður rúnar
Jónsson sem dvaldist ungur í breiðavík. Með honum, til
vinstri á myndinni, er georg Viðar björnsson.