Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Qupperneq 52
Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Tiger- leikjanna og eru þeir í hópi þeirra allra bestu þegar kemur að fjölspilun með vin- um og félögum. Þó svo að meginatriði Tiger-leikjanna hafi í gegnum tíðina verið þau sömu breytast ýmis smáatriði ár frá ári og hefur það tekist misvel. Munurinn á Tiger Woods PGA Tour 08 á Nintendo Wii og svo á öðrum leikjavélum er auðvitað helst möguleikinn sem Wii- stýripinninn býður upp á. Það er að segja að beita honum eins og golfkylfu með til- heyrandi sveiflu. Þessi tækni heppnast nokkuð vel og er ótrúlega skemmtilegur möguleiki. Hins vegar kemur þú ekki til með að nýta þér hana nema í góðra vina hópi eða ef þú ert forfallinn golfari. Það verður þreytt að standa einn úti á gólfi og taka 36 holurnar. Þá er hægt að bregða á það ráð að breyta stýrikerfinu og notast við „nunchuck“-ið og það er sú leið sem ég hef mest notast við. Það sem mér finnst gerast í kjölfarið er að leikurinn verður of auðveldur. Ég hef spilað Tiger mikið eins og áður segir en ég held að ég sé búinn að setja heimsmet í að fá sem flesta erni eða „Eagles“ á sem skemmstum tíma. Það má eiginlega segja að örninn sé nýi fuglinn. Þetta stafar að miklu leyti af því að alltaf er verið að breyta púttkerfinu í Tiger. Nú er það orðið þannig að þú hefur vissan prufumæli þar sem þú hefur visst mikinn tíma yfir allan hringinn. Þá getur þú sleg- ið prufupútt og horft á kúluna fara ofan í. Reynt svo að leika sömu sveiflu eftir. Þetta virkar betur þegar þú ert sjálfur að sveifla kylfunni en leið og „nunchuck“-ið er komið í notkun verður bara of létt að pútta. Að þessu undanskildu er þetta bara klass- ískur Tiger sem er alltaf hágæðavara sem endist lengi. Ég vona samt að þeir finni nýtt púttkerfi fyrir næsta leik. Ásgeir Jónsson dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 19. október 200752 Helgarblað DV leikirtölvu tiger Woods 08 – Wii Nba Jam 08 – PS3 Halo 3 – XboX 360 trauma Center – Wii Victorious boxers: Ippo’s road to glory – PS2 Kíktu á þessa leiKjatölvur 178% sölu- aukning á Ps3 Eftir að ný 40 gb útgáfa af PS3 kom út í bretlandi ásamt sérstökum bónuspakka með 60 gb tölvunni hefur sala á tölvunni aukist um 178%. Síðasta vika var söluhæsta vika Playstation 3 í bretlandi frá því hún kom út 23. mars á þessu ári. Hins vegar vekur það athygli manna að PS3 var ekki söluhæsta tölva bretlands þessa vikuna, heldur DS Lite frá Nintendo og Wii í öðru sæti. bragð Sony-manna virðist þó vera að virka, en ljóst er að nóg af PS3 verður í jólapökkunum í ár. 16 manna net- sPilun á gta 4 Nú ganga þær sögur í heimi tölvuleikj- anna að netspilun við leikinn gta 4 verði rosaleg. Á föstudaginn greindi kanadíska leikjasíðan gamingexcellence frá því að rockstar, framleiðandi leiksins, ynni nú hörðum höndum að því að búa til netspilun við leikinn sem gæti gert sextán leikmönnum kleift að spila í einu. Hefur það ekki verið möguleiki í neinum gta-leik hingað til, en rockstar-menn hafa ekki viljað tjá sig um hvort saga kanadamannanna sé sönn. soF bannaður í ástralíu Leikurinn Soldier of Fortune Pay back hefur verið bannaður í Ástralíu vegna þess hversu mikið ofbeldi hann inniheldur. Leikurinn er framleiddur af Actavision og kemur út víða um heim á næstu misserum á bæði Xbox 360 og PS3. Ástralíumenn er þekktir fyrir að sýna enga linkind í tölvuleikjamálum en þeir hafa bannað leiki á borð við bMX XXX, Manhunt, Grand Theft Auto iii, Grand Theft Auto: San Andreas, Leisure Suit Larry: Magna Cum Laude, Postal og Postal 2. Leikurinn Victorious Boxer Revolut- ion er senn væntanlegur á Nintendo Wii. Eftir að hneflaleikafídus leiksins Wii Sports leit fyrst dagsins ljós hafa Wii-menn beðið eftir almennilegum boxleik í ofvæni. Victorious Boxer Revolution er hnefaleikaleikur frá framleiðandanum Xseed Games. Leikurinn er frábrugðinn boxleikjum á borð við Fight Night og Knockout Kings, en helstu persónur leiksins eru skáldaðar en ekki þekktir hnefaleikakappar frá ýmsum skeiðum íþróttasögunnar. Leikmenn fara í hlutverk Ippo Makunouchi sem er hálfrengulegur og undirgefinn strákur á menntaskólaaldri í Japan. Dag einn verður Ippo fyrir árás pörupilta en sem betur fer bjargar honum tignarlegur og þróttmikill maður, Mamoru Takamura. Takamura þessi reynist vera þjálfari í hnefaleikastöð í hverfinu og ákveður Ippo að fylgja honum til æfinga og freista gæfunnar í heimi hnefaleikanna. Stýringar leiksins eru sagðar vera einstakar en með Wii-fjarstýringunum er það næstum því eins og að vera að boxa sjálfur. Leikmenn geta þó valið um nokkur mismunandi snið stýringa, en munurinn á þeim felst í hversu stórar hreyfingarnar með fjarstýringunni þurfa að vera. Þá er saga leiksins löng og ítarleg, en leikmenn þurfa að kljást við tæplega 25 hnefaleikakappa á leið sinni að meistaratitlinum og hann fæst ekki nema eftir miklar æfingar í tækjasalnum og löng „sparring session“ við æfingafélaga þína. Þá er hægt að keppa í flestum frægustu boxhöllum heimsins, meðal annars í höfuðborg hnefaleikanna, Las Vegas. Grafíkin í leiknum minnir einna helst á hasarmyndablað, en virðist virka nokkuð vel við spilun hans ef marka má myndbönd á heimasíðu leiksins. VBR er nú þegar kominn út erlendis og ætti að lenda á klakanum fyrir jól. Dóri DNA loks alVöruboX á Wii! Eftir að Wii Sports kom út hafa Wii-notendur beðið eftir almennileg- um boxleik á gripinn. Nú er leikurinn kom- inn út, hann heitir Victorious boxer Re- volution og er sagður munu uppfylla allar væntingar. Victorious boxer Revolution fyrsti alvöru boxleikurinn á Nintendo Wii. Alvöruhreyfingar Þú stjórnar boxurunum með því að líkja eftir hreyfingum þeirra. Væntanlegur til landsins kom út í bandaríkjunum í gær. Tiger Woods PGA Tour 08 Íþróttaleikur Nintendo Wii tölvuleiKur H H H H H Örninn er nýi fuglinn Tiger Woods PGA Tour 08 Leikurinn lítur vel út að vanda en er of auðveldur sé notast við hefðbundnar stýringar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.