Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 24
www.hafkalk.is
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega
■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið
úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr
kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur
einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við
virkni efnanna.
Magnesíum úr hafinu
■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein
sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums
sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa
mikið magn virkra efna í hverju hylki.
■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að
viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu.
Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og
streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því
gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.
Þ etta er mesta álag á miða-sölu Miða.is og þar með miðasölu á Íslandi frá
upphafi,“ segir Ísleifur B. Þór-
hallsson, tónleikahaldari hjá
Senu.
Uppselt er á stórtón-
leika Justins Timberlake
sem verða í Kórnum í
Kópavogi hinn 24. ágúst
næstkomandi. Alls
voru sextán þúsund
miðar í boði og seldust
átta þúsund af þeim á
nokkrum mínútum
í gærmorgun. Fyrri
helmingurinn hafði
þegar verið seldur í
forsölu.
Kerfi Miða.is annaði
ekki eftirspurninni í gærmorgun.
Það hrundi á mínútunni 10 en
komst aftur í gang hálftíma síðar.
Allir miðar voru farnir 10.45. Þegar
mest lét voru 59 þúsund manns að
reyna að kaupa miða í einu.
Halda færri en stærri tónleika
„Þetta plan okkar gekk upp, að
bóka risastóran listamann hingað.
Sena tekur rosalega áhættu því
það þurfti að greiða háa fjárhæð í
tryggingu. En við virðumst hafa
hitt á listamann sem höfðar til
allra. Fólki finnst þetta svakalega
spennandi,“ segir Ísleifur.
Í frétt Viðskiptablaðsins um tón-
leika kemur fram að tekjur Senu af
miðasölunni verði um 250 milljónir
króna. Það er því augljóst að fyrir-
tækið mun horfa á það að flytja inn
fleiri listamenn úr úrvalsdeildinni á
næstu árum. Eða hvað?
„Jú, það er hugur í okkur akk-
úrat núna að halda færri en stærri
tónleika. Við verðum ekkert að
flýta okkur að bóka næstu tónleika,
við höfum nóg annað að gera á
næstunni.“
Í samstarf við Live Nation
Með þessari ótrúlegu miðasölu
hlýtur Sena að vera komin innundir
hjá Live Nation, stærsta tónleika-
haldara í heimi, ekki satt?
„Þessir tónleikar marka upphafið
á samtarfi Senu og Live Nation.
Það var um það talað að ef vel gengi
myndum við vinna áfram saman.“
Tónleikar Justins Timberlake
verða stærstu tónleikar sem haldnir
hafa verið hér að umfangi. Ísleifur
kveðst vera dauðfeginn að þurfa
ekki að hafa áhyggjur af miðasöl-
unni. „Maður þakkar bara fyrir að
geta einbeitt sér að skipulagningu
tónleikanna. Það voru sextán þús-
und Íslendingar sem hlupu á nær-
buxunum til að kaupa miða svo það
hvílir mikil ábyrgð á okkur.“
Margir svartsýnir
Tilkynning um tónleika Justins
Timberlake kom sem sprengja
í menningarlífið fyrir nokkrum
vikum. Vitanlega fór um aðra
tónleikahaldara enda má líklegt
telja að erfiðara verði að selja miða
á aðra tónleika í kjölfar velgengni
Timberlakes.
Fréttatíminn hefur rætt við fólk
í tónlistarbransanum síðustu daga
og þar eru nokkuð skiptar skoðanir.
Þeir svartsýnustu telja að einhverjir
tónleikahaldarar eigi eftir að fara
mjög illa út úr þessu ári en aðrir
telja að allir auglýstir tónleikar geti
borið sig, þó ólíklegt sé að mikið
verði upp úr þeim að hafa.
Secret Solstice óskrifað blað
Tónleikar Pixies í Laugardalshöll
verða fyrstu stórtónleikar sum-
arsins. Húsið tekur 5.500 manns
en til að dæmið gangi upp þarf að
líkindum að selja um 3.500 til 4.000
miða. Samkvæmt upplýsingum
Fréttatímans eru ríflega 2.000
miðar þegar seldir. Pixies á sér
traustan aðdáendahóp á ákveðnu
aldursbili svo nokkuð góðar líkur
verða að teljast á því að nóg af fólki
mæti í Höllina.
Fimm dögum síðar mætir plötu-
snúðurinn David Guetta í Höllina
í tilefni af aldarfjórðungs afmæli
útvarpsstöðvarinnar FM957. Sam-
kvæmt heimildum Fréttatímans
hafa 2.500 miðar verið seldir. Það
er nokkuð undir væntingum skipu-
leggjenda sem höfðu jafnvel gert
sér vonir að giggið yrði flutt yfir í
stóru Laugardalshöllina.
Og fjórum dögum eftir heimsókn
Guetta verður Secret Solstice-hátíð-
in haldin í fyrsta sinn í Laugardal.
Aðalnúmerið er Massive Attack.
Skipuleggjendur hafa lýst því yfir
að unnið sé að markaðssetningu
á hátíðinni í Englandi og Frétta-
tíminn hefur heyrt af áberandi
auglýsingum á heitustu stöðunum
í London.
Secret Solstice er algjörlega
óskrifað blað því enginn veit hversu
margir gestir munu sækja hátíðina
og hvernig skipulagningu verður
háttað. Flugfélagið Wow býður
pakkaferðir hingað af þessu tilefni
en erlendum gestum virðist ætlað
að gista í tjaldi í Laugardalnum. Er
talað um að pláss sé fyrir 3-4 þús-
und manns. Mjög skiptar skoðanir
voru meðal þeirra sem Fréttatím-
inn ræddi við en flestir bentu á að
Timberlake sprengir
tónleikamarkaðinn
Sextán þúsund miðar á tónleika Justins Timberlake ruku út á mettíma í vikunni. Von er á fleiri
listamönnum af sömu stærðargráðu hingað til lands á næstu árum því Sena er komin í sam-
starf við Live Nation, stærsta tónleikahaldara í heimi. Margir hafa áhyggjur af að erfitt verði
að selja miða á aðra tónleika sem bókaðir hafa verið í sumar.
Massive Attack.
David Guetta.
24 fréttaskýring Helgin 7.-9. mars 2014