Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 41
aður hann er. Sem danshöfund- ur hef ég gert framsækin verk þótt grunnur minn sé klass- ískur. Ég hefði viljað fara meira í dans og einblína á dansinn í sínu hreinasta formi þótt ég sé líka mjög hrifin af dansleikhúsi þegar það er vel gert.“ Álag og illindi „Auðvitað er í lagi að fólk gagn- rýni störf mín ef gagnrýnin er byggð á málefnalegum grunni. Þetta er miklu stærra mál en bara að ég sé að hætta. Jú, það er listrænn ágreiningur. Ég næ ekki að gera breytingar og finn að hópurinn stendur ekki að baki mér en þetta snýst líka um fram- tíðarhorfur Íslenska dansflokks- ins og hvaða kröfur eru gerðar til hans. Mér finnst mjög sárt þegar fólk, sem ég hef borið á höndum mér, endalaust gefið tækifæri og hreinlega þroskað sem lista- menn, stingur mig í bakið. Þú hittir alls konar fólk á lífsleið- inni. Með þeim sem eru í sama orkuflæði áttu alltaf samleið en öðrum ekki. Sumt fólk kemur svo bara inn í þitt karma, er þar í einhvern ákveðinn tíma og svo lýkur því. Það er ekkert við því að gera en ég lít ekki á þetta fólk sem óvini mína. Ég myndi aldrei segja að þetta væru óvinir mínir en okkar sambandi er lokið. Ég óska þessu fólki alls hins besta.“ Lára segist hafa treyst döns- urunum þegar hún hóf störf. „Þetta eru vinir mínir. Dansarar sem ég þekki mjög vel. Fólk sem ég hef þjálfað og samið fyrir þannig að mér fannst ég ekki að eiga að vera mamma þeirra. En það var meðal þess sem ég fékk að heyra, að ég ætti að vera betri við þau. En þetta er fullorðið fólk og ber ábyrgð á líkama sínum sem er starfs- tæki dansarans. Það olli mér mjög miklum vonbrigðum að dansarar mæta ekki vel í tíma og sinna þjálfun ekki vel. Það er ákveðið agavandamál þegar dansari gerir það ekki.“ Viðburðaríkt afmælisár „Ég var búin að plana mjög spennandi verkefni til 2016. Danssamfélagið er lítið hérna og það er krafa um að sinna því en það þarf líka að huga að hinum almenna borgara. Af hverju kem- ur hann ekki á sýningar? Hann vill kannski sjá meira dansað. Þetta er krefjandi verkefni sem ég var tilbúin að fara í.“ Lára tók við Dansflokknum á 40 ára afmælisári hans og lagði mikla áherslu á að halda upp á tímamótin með glæsibrag. Það var því mikið um sýningar auk þess sem samstarf ÍD við Borgarleikhúsið í Mary Poppins tók mikla orku þar sem sýning- um fjölgaði endalaust í kjölfar vinsælda. „Ég held að dansararnir hafi aldrei áður fengið jafn mikinn pening í vasann og aldrei haft jafn mikið að gera og í fyrra. En um leið skapaðist mjög mikil óánægja yfir álaginu sem var á þeim. En ég er þannig mann- eskja að ég myndi aldrei mis- bjóða neinum. Ég fylgdi öllum hvíldarákvæðum í samningum og reyndi að koma til móts við flestar óskir einstaklinga. Ég hef unnið mikið með hópum alla mína tíð og sem skólastjóra gekk mér mjög vel og átti gott samstarf við fólk þannig að mér finnst mjög óvægið að tala um að ég misþyrmi dönsurum. Ég er mjög óhress með þenn- an óhróður í fjölmiðlum sem mér finnst særandi og jaðra við ærumeiðingar þegar fólk talar svona og ekki einu sinni undir nafni.“ Verkin eiga að tala „Ég kom bara þarna inn með mína sýn og ég er mjög ánægð með síðasta starfsár. Ég gaf strax ákveðnum dönsurum frí þar sem þeir vildu sinna öðrum verkefnum og mér fannst ljóst að þeir vildu fikra sig frá minni listrænu stefnu. Ég réði yngri dansara inn í staðinn á meðan og treysti því að ég fengi að halda minni sýn og fannst að þeir sem vildu ekki vinna með mér hefðu þá bara átt að taka ákvörðun um að hætta. Ég er ráðin til að móta stefnu og stjórna en fékk ekki mikið svig- rúm til þess.“ Lára telur að veikleiki sinn hafi ekki síst falist í því að hún þekkti allt þetta fólk mjög vel. „Ég studdi mörg þeirra inn í flokkinn á sínum tíma. Ég hef samið dansa fyrir talsvert af þessi fólki og fer því þarna inn á svolitlum jafnréttisgrundvelli. Mér finnst líka teymið skipta mestu máli og vildi fá hópinn með mér. Ég var kannski veik að því leyti að ég tók ekki strax á því þegar ég fann að það var einhver pirringur í gangi. Fyrir mér var ástríðan að skila góðri vinnu. Það skiptir mig máli að verkin tali. Sérstaklega í þessari listgrein.“ Lára segist í raun telja að sam- skipti ættu að geta verið mjög góð í svona litlum hópi. „Það þarf að vera gleði og góð orka í þessari listgrein og vinnusemi og metnaður til að gera góða hluti er nauðsynlegur. Ég held að það sé réttur hvers og eins stjórnanda sem tekur við dans- flokki að hann fái svolítið að velja sér sitt fólk með sér. Það þætti undarlegt að hafa fótbolta- landslið með fastráðnum leik- mönnum.“ Draumastarfið varð mar- tröð „Á þessum stutta tíma er ég búin að efla íslenska danshöf- unda mikið og ég reyndi að virkja dansarana. Ég reyndi virkilega að leggja mig fram um að hafa dansarana ánægða með því að setja þá í krefjandi verkefni, leyfa þeim að semja verk og auka tekjur þeirra með mörgum verkefnum. Auðvitað hef ég skilning á því að dönsur- um sé umhugað um kjör sín en dansástríðan má ekki víkja fyrir launabaráttu endalaust. Þetta var draumastarfið mitt og ég hlakkaði til en það snerist upp í martröð. Ég vildi takast á við þetta og gefa fólki sem ég trúði á tækifæri,“ segir Lára sem kveður nú Íslenska dans- flokkinn miklu fyrr en áætlað var. Sátt við sín störf þótt hún hafi ekki séð sér fært að halda áfram. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Kaupaukinn þinn í Lyfju Glæsilegur kaupauki* fyrir þig ef þú verslar tvær vörur eða fleiri frá Estée Lauder í Lyfju Lámúla, Smáratorgi og Selfossi dagana 4. -10. mars. Kaupaukinn inniheldur: Take It Away Makeup Remover – farðahreinsi, 30ml Daywear Creme SPF 15, – dagkrem sem ver húðina, 15ml Advanced Night Repair Eye – alhliða augnkrem, 5ml Advanced Night Repair Serum – viðgerðardropa, 7ml Sumtuous Extreme Mascara/Lash Primer Plus – svartan maskara og augnháranæringu Pure Color Lipstick – varalit, fulla stærð, lit Pink Parfait Pure Color Eyeliner – augnblýant,lit Blackened Black Smarta snyrtitösku *meðan birgðir endast 20% afsláttur af öllum vörum í Estée Lauder á kynningardögunum. viðtal 41 Helgin 7.-9. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.