Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 4
Vetrarleikarnir í Hlíðarfjalli Einar Stefánsson snjó- brettakappi. Frá VG til Dögunar Þorleifur Gunn- laugsson, vara- borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leiða lista Dögunar í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík í vor. Uppstillingar- nefnd lagði fram tillögu um skipan átta efstu sæta á listanum og var hún samþykkt samhljóða. Í öðru sæti er Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskóla- kennari og því þriðja Salmann Tamimi tölvunar- fræðingur. Styrkþegarnir í Gerðarsafni. Listamenn í Kópavogi styrktir Alls 22 listamenn og hópar fengu styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar fyrr í vikunni, samtals 5,3 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verk- efnin sem styrkt voru af margvíslegum toga. Má nefna tónleikahald, barnamenningu, kórastarf, danssýningar og kvikmyndagerð, að því er fram kemur í tilkynningu bæjarins. Fjöldi umsókna berst lista- og menningarsjóði á ári hverju og er stærsta úthlutunin úr honum í upphafi árs en einnig eru veittir svokallaðir skyndistyrkir síðar á árinu. Í upphafi athafnarinnar söng Karlakór Kópavogs en öflugt kórastarf er í bænum. Lista- og menningarráð hefur veitt kórunum rekstrarstyrki á ári hverju og hefur nú ákveðið að gera samning við kórana um slíka styrki til næstu þriggja ára. Kórarnir eru auk karlakórsins, Kvennakór Kópavogs, Samkór Kópavogs og Söngvinir, kór aldraðra. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur HVessir eftir Hádegi með slyddu, en snjó til fjalla s- og V-til. HöfuðborgarsVæðið: ÉL UM MoRGUninn, En SÍðAn SLAGViRði oG SLyDDA ágætt um morguninn, en síðan a og na- stormur með snjókomu a- og n-til. HöfuðborgarsVæðið: ÚRKoMULAUST, En SnjóKoMA EðA SLyDDA SÍðDEGiS. HríðarVerður og HVasst á Vestfjörðum, norður- og austurlandi. HöfuðborgarsVæðið: ÚRKoMULAUST Að MESTU, En ALLHVöSS n-ÁTT. slæmt á milli landshluta Sömgöngur á milli landshluta gætu hæglega raskast um helgina. Síðdegis í dag, föstudag, hvessir af SV með slyddu á láglendi en snjókomu hærra uppi. Djúpri lægð er spáð upp að suðurströndinni á morgun. Þá gerir A og nA-storm og víða með snjókomu eða slyddu annað kvöld, síður þó V-til. Lægðinni er spáð yfir landið og snýst í n-átt á sunnudag með stórhríðarveðri um tíma um mest allt norðanvert landið. Horfur á að ekki skáni fyrr en seint um kvöldið. 2 -1 0 -2 2 1 0 -1 0 2 0 -3 -2 -1 0 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Vetrarleikarnir, iceland Winter Games, voru settir í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær, fimmtudag. Um er að ræða alþjóðlega vetrarleika þar sem keppt er í ýmsum greinum en helst ber að nefna frjálsa aðferð á skíðum og ýmsar snjóbrettagreinar. Fjöldi erlendra keppenda tekur þátt í leikunum sem og íslenskir keppendur og má þar nefna Einar Stefánsson snjóbrettakappa frá Akur- eyri sem talinn er fremstur í sinni röð hér á landi, að því er fram kemur í tilkynningu. „Markmið vetrarleikanna í Hlíðarfjalli er að sýna og sanna að vettvangurinn er kjörinn til að halda mót af þessu tagi með það í huga að efla mótið ár frá ári. Hér er því um að ræða mikilvægan þátt í uppbyggingu vetrarferðamennsku á norðurlandi og Íslandi almennt,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Við- burðastofu norðurlands, sem stendur fyrir Vetrarleik- unum ásamt skíðastöðunum í Hlíðarfjalli. - jh Á árinu mun Heilsugæsla höfuð-borgarsvæðisins skera niður um 100 milljónir og segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, það liggja í hlutarins eðli að þegar búið sé að skera niður í mörg ár skerðist þjónustan. „Frá haustinu 2008 höfum við skorið niður og það kemur við þjón- ustuna. Við getum ekki búið við minnk- andi fjárveitingar ár eftir ár án þess að það komi einhvers staðar niður. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins er nú verið að skoða hvort stytta eigi opnunartíma síðdegisvaktar en slík móttaka er rekin á öllum stöðvunum auk þess sem lækka á kostnað við rannsókn- ir, sýna aðhald við tækjakaup og fækka störfum. „Það verður óhjákvæmilega fækkun starfa hjá okkur, bæði hjá stoð- þjónustu, hjúkrunarsviði og ritaraþjón- ustu. „Við munum reyna að ráða ekki inn vegna barnsburðarleyfa og launalausra leyfa starfsfólks.“ Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins eru 129 stöðugildi hjúkrunarfræðinga en frá 2009 til 2013 var þeim fækkað um 10. Á þessu ári verður þeim svo fækkað um 7,5 til viðbótar og segir Svanhvít stefnt að því að útfæra fækkunina þannig að þegar stöður losni verði ekki ráðið í þær og þannig forðast að fara í beinar uppsagnir. „Þetta á einnig við um annað starfsfólk eins og lækna og ritara. Al- mennt ráðum við ekki í afleysingar, nema í heimahjúkrun sem við sinnum í Krag- anum og í móttöku svo hún sé mönnuð yfir sumartímann.“ Að sögn Ólafs G. Skúlasonar, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafa félaginu borist fjölmargar fyrir- spurnir frá hjúkrunarfræðingum í starfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirhugaðrar hagræðingar á síðustu dögum. Næstkomandi miðviku- dag heldur félagið fund þar sem hjúkr- unarfræðingum Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins verða kynnt réttindi sín. „Þegar verið er að gera breytingar á starfskjörum sem leiða til lækkunar launa þá þarf að gera það samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og það þekkja einfaldlega ekki allir rétt sinn. Fundur- inn verður haldinn vegna fjölda fyrir- spurna frá hjúkrunarfræðingum Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Við viljum standa vörð um réttindi félagsmanna og tryggja að hlutirnir séu gerðir í samræmi við kjarasamninga og lög,“ segir hann. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 129 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Frá árinu 2009 til 2013 var þeim fækkað um 10 og á þessu ári verður þeim svo fækkað um 7,5 til viðbótar. Stefnt er að því að grípa ekki til beinna uppsagna, heldur að ráða ekki í stöður sem losna. Ljósmynd/Hari.  HeilbrigðismÁl ÁFramHaldandi niðurskurður í Heilsugæslunni Við getum ekki búið við minnkandi fjárveitingar ár eftir ár án þess að það komi ein- hvers staðar niður. Störfum fækkað hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins niðurskurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á árinu verður 100 milljónir. Verið er að skoða styttingu á opnunartíma síðdegisvakta og ekki verður ráðið í afleysingar. Fækka á stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 7,5 og heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fund í næstu viku þar sem hjúkrunarfræðingum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða kynnt réttindi sín. 4 fréttir Helgin 7.-9. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.