Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 61
Ef til vill er það ekki á allra vitorði að skemmtilegasti útvarps- þáttur landsins er símatíminn Línan er laus sem sendur er út á Útvarpi Sögu alla virka daga á milli klukkan 9 til 12. Þetta er eiginlega eins sjálfbær útvarpsþáttur og hugsast getur þar sem hlustendur sjálfir legga mesta fjörið og grínið til með inn- hringingum sínum. Þó má vitaskuld ekki gleyma þætti stjórnendanna en þau Arn- þrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson skiptast á að svara símanum. Arnþrúður er vitaskuld margreynd fjölmiðlakona og leikur við hvern sinn fingur í hljóðveri Sögu. Hún er samt illu heilli orðin frekar mild og full jákvæð í seinni tíð og er meira í því að róa innhringjendur og vanda um fyrir þeim þegar þeim er sem heitast í hamsi. Þessi mannúðarstefna útvarpsstjórans dregur óhjákvæmilega nokkuð úr skemmtigildinu þar sem föstu póstarnir Guðjón, sem hatast við femínista, Alvar, sem velur ævinlega íslenskt, Jón Valur Jensson landvættur og Krist- inn Snæland, fyrrverandi leigubílstjóri, og Carl J. Eiríksson, verndari verðtryggingarinnar, eru lang bestir þegar þeir vaða á súðum í einlægu ESB-hatri sínu og skylmingum um verð- trygginguna. Pétur Gunnlaugsson kann hins vegar þá list að espa menn upp og gerir það oftar en ekki með því að æsa sig mátulega sjálfur. Þá er nú líf í tuskunum og tekist hressilega á. Og ekki þarf að fjölyrða um hversu frábært útvarp þessi rifrildi eru, um leið og þau opna á stundum hrollvekjandi innsýn í þessa kima þjóðarsálarinnar. Hlustendur Útvarps Sögu sýna svo ekki verður um villst að eftirhruns reiðin er síður en svo búin á Íslandi og í raun eru Pét- ur og Arnþrúður að vinna þjóðþrifaverk með því að gefa reiða fólkinu tækifæri til þess að segja sinn hug og tappa aðeins af. Maður getur varla hugsað þá hugsun til enda ef þessi öryggis- ventill væri ekki til staðar. Þórarinn Þórarinsson4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (22/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heimsókn 15:30 Heilsugengið 16:00 Um land allt 16:35 Léttir sprettir 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (28/50) 19:10 Sjálfstætt fólk (25/30) 19:45 Ísland Got Talent 20:35 Mr. Selfridge 21:20 The Following (7/15) Önnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum en síðasta þáttaröð endaði í mikilli óvissu um afdrif fjölda- morðingjans Carroll einnig hvað varðar söguhetjuna Ryan Hardy. 22:05 Banshee (9/10) 23:00 60 mínútur (23/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:35 Daily Show: Global Edition 01:00 Nashville (9/22) 01:45 True Detective (7/8) 02:45 American Horror Story: Asylum 03:30 Mad Men (10/13) 04:20 The Untold History of The US 05:20 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:30 Arsenal - Everton 10:10 Valladolid - Barcelona 11:50 Sheffield Utd. - Charlton Beint 13:50 Hull - Sunderland Beint 15:55 Manchester City - Wigan Beint 17:55 Real Madrid - Levante Beint 20:00 Hull - Sunderland 21:40 Grindavík 22:10 Sheffield Utd. - Charlton 23:50 Manchester City - Wigan 01:30 Real Madrid - Levante 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:20 Premier League World 11:50 Match Pack 12:20 Blackburn - Burnley Beint 14:30 Cardiff - Fulham 16:10 Chelsea - Tottenham 17:50 WBA - Man. Utd. 19:30 Blackburn - Burnley 21:10 Norwich - Stoke 22:50 Crystal Palace - Southampton SkjárSport 06:00 Eurosport 2 15:25 AFC Ajax - SC Cambuur 17:35 AFC Ajax - SC Cambuur 19:35 Eurosport 2 9. mars sjónvarp 61Helgin 7.-9. mars 2014  Í útvarpinu LÍnan er Laus  Öryggisventillinn á FM 99,4 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 04 72 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz E-Class 250 CDI 4MATIC. Verð frá 9.540.000 kr. Draumabíllinn Nýjasta útgáfa Mercedes-Benz E-Class er sérlega glæsilegur bíll sem sameinar sportlega aksturseiginleika og lúxus. Nýjasta öryggistækni og 4MATIC aldrifsbúnaðurinn tryggja stöðugleika við allar akstursaðstæður t.d. í mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Hann eyðir frá 6,4 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur E-Class til að skoða og reynsluaka. Pétur Gunnlaugsson er á línunni á virkum morgnum á Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.