Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 38
Hver er besta forvörnin gegn skilnuðum? „Hæfileikinn til að geta treyst og myndað tengsl er mikilvægur og hann verður til strax í frum- bernsku. Sá sem hefur orðið fyrir svikum, mun bera þau sár inn í hjónabandið. Annar þáttur er makavalið. Ef vel tekst til í makavalinu þá er fólk betur í stakk búið til að takast á við erfiðar að- stæður seinna meir. Ungt fólk fer í „æfingabúðir“ og prófar sig áfram áður en það festir ráð sitt og það er jákvætt. Við vitum líka að það eru líffræði- legir þættir sem spila inn í þegar kemur að maka- vali.“ Það er magnað! „Já, það eru ákveðin efni sem kveða á um það að hverjum þú laðast. Nýjar rannsóknir sýna vís- bendingar um að samsvörun efnaboða sem nefn- ast vasopressin, í heilastarfsemi karla og kvenna, örvi paramyndun og geti sagt fyrir um líkur á henni. En svo þarf auðvitað að rækta og hlúa að sam- böndum og það þarf tíma. Að mínu mati er tíminn eitt það mikilvægasta þegar kemur að sambönd- um. Fólk þarf að gefa sér tíma fyrir sambandið en líka fyrir sjálft sig. Þetta er oft erfitt í dag þar sem mikill tími fer í vinnu og frístundir og svo verður allt enn flóknara þegar börn koma.“ Þetta er semsagt mikil vinna. „Já, þetta er mikil vinna. Fjölskyldan er mikil sam- ræmingarstöð. En til að allt virki vel þarf samfé- lagið líka að vera samræmingarstöð. Skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vinnumarkaðurinn þarf að vera í takt við þarfir fjölskyldna. Allt verður að spila saman til að dæmið gangi upp. Umgjörðin utan um fjölskylduna verður að vera í lagi.“ Sigrún Júlíusdóttir hefur starfað við fjöl- skylduráð- gjöf í 30 ár og segir fátt ánægjulegra en að hjálpa fólki sem raunverulega langar að bæta líf sitt. Stundum sé betra val að fara í sitt hvora áttina en að halda sambandi áfram og oft verði fólk sáttari manneskjur og betri foreldrar fyrir vikið. Þú hefur talað um að hjón sem geri með sér samvinnubandalag virki best. „Samkvæmt rannsókn sem ég gerði fyrir allmörgum árum kom í ljós að þau pör sem virkuðu best saman höfðu þrennt til staðar; samningahæfni, jafnræði og næmni fyrir þörfum og mörkum hvers annars. Sem dæmi, nota þessi pör ekki ljót orð eða niðurlægja því þau hafa tamið sér að virða mörk hvors annars. Jafnræði þýðir að báðir einstaklingar geti blómstrað innan sambandsins. Áður fyrr héldu hjón ákveðinni tryggð við fjötra hjóna- bandsins og gleymdu að hlusta á sínar eigin langanir. Karlinn vann fyrir heimilinu og konan var heima. Þetta gerði fólk til að ráða við ómögulegan húsnæðismarkað og lág laun kvenna. Gert var sam- komulag til að þrauka. Hún vann heima en hann úti og missti því af börnunum sínum. Svo var þagað og þolað. Já, mér sýnist þetta vera að breytast.“ Svo fólk nær ekki að láta drauma sína rætast? „Nei, og því veldur oft kynjamis- rétti, launamisrétti og samræm- ingarleysi af hálfu samfélagsins. Launamisrétti veldur því að fólk neyðist til að velja þessa úreltu leið. Konur eru ennþá með lægri laun og það veldur því að þær vinna oft hálfa vinnu og eru kannski hvorki ánægðar heima né í starfi, því þær ná ekki að njóta sín. Þetta er mjög algeng glíma.“ Er þetta helsti vandi hjónabandsins? „Já, auk hraðans og kröfunnar um að allt eigi að gerast eins og hendi sé veifað. Fólk er mistilbúið til að leggja eitthvað á sig tímabundið. Það er mjög algengt að fólk lifi hinu ljúfa lífi frelsisins til þrítugs og svo kemur allt í einu barn og nýjar skuldbindingar. Á nýju lífsskeiði reynir á að vera tilbúin til að neita sér um ýmislegt og forgangsraða öðruvísi, breyta útsýninu, kannski draga úr því að sitja á veitingastöð- um og hitta vini.“ Svo fólk bara veit ekki út í hvað það er að fara? „Nei, og þá komum við inn á fræðsluna sem vantar í skólakerf- inu. Það vantar samfélagsfræðslu um það hvað fjölskylduábyrgð felur í sér. Það þarf mjög mikla um- breytingu og samræmingu til að þetta gangi upp. Skilnaðartölur eru hæstar á fyrstu 3 árum barnsins.“ Og hvað er hægt að gera? „Það hljómar kannski leiðinlega að tala um áætlanagerð í samböndum en það skiptir samt miklu að hugsa Efnaboð í heila stýra að einhverju leyti makavali www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Skráðu þig inn... ...drífðu þig út 38 viðtal Helgin 7.-9. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.