Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 32
Þ orvaldur Davíð Kristjánsson leikari leik-ur um þessar mundir í leikritinu „Furðu-legt háttalag hunds um nótt“. Aðalpers- óna sögunnar, Christofer, er sérstök og vilja sumir meina að hann hafi öll helstu einkenni manneskju á einhverfurófi. Þorvaldur kynnti sér efnið vel og sótti meðal annars fundi hjá Einhverfusamtökunum. „Ég vissi ekki margt um einhverfu eða einhverfuróf þegar ég byrjaði á vinnunni. Ég hafði ekki umgengist fólk á ein- hverfurófi áður og mín einu kynni af málinu var í gegnum kvikmyndir, en flest allir þekkja t.d. Rain Man. En svo var ég svo heppinn að fá að kynnast þessu einstaka fólki í gegnum Ein- hverfusamtökin. Þau voru svo góð að leyfa mér að sitja á fundum og segja mér sína sögu. Þar opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér og þeirra aðstoð var algjörlega ómetanleg í undirbúnings- vinnunni,“ segir Þorvaldur Davíð. „Christofer er svona persóna sem verður að hafa allt innan ákveðins ramma. Hann t.d. höndlar ekki gulan lit og þess vegna verður pabbi hans að setja rauðan matarlit í karrísósuna. Hann elskar líka rauðan lit svo góður dagur hjá honum er þegar hann sér fjóra rauða bíla í röð á leiðinni í skólann. Hann er fastur í ákveðinni rútínu, en annars bara venjulegur drengur.“ Ein einkenni fólks á einhverfurófinu er fælni við snertingu og að horfast í augu við fólk. Þorvaldur segir það mikla áskorun að leika á sviði án þess að geta treyst á snertingu og augnsamband. Annars finnst honum skrítið og jafnvel óþarfi að þurfa að setja fólk undir ákveðin hatt. „Þegar ég kom fyrst á fund hjá Einhverfusamtökunum þá leið mér bara eins og á venjulegum fundi, það sést ekkert utan á fólki að það skeri sig frá öðrum. Ég sá ekki einhverfuna strax en þegar líða fór á, þá skynjaði ég það þannig að fólk er fast í ákveðnum ramma, og það var akkúrat það sem ég reyndi að vinna með í gegnum hlutverkið. Reyndar hefur höfundur verksins aldrei sagt að Christofer, aðalsöguhetjan, sé á einhverfuróf- inu. Hann er bara sérstakur á margan hátt, en svo hefur verið sagt eftir á að hans sérkenni séu dæmigerð fyrir einhverfuróf. Ég myndi bara segja hann vera einstakan. Mér finnst það jafn- vel vera betri skilgreining á fólki sem er á ein- hverfurófi, það er einstakt.“ Einhverfir eru einstakir Mikilvægt er að opnað sé á umræðuna um einhverfu og að einhverfir fái viðurkenningu samfélagsins. Um 3000 Íslendingar eru á einhverfurófinu og stór hluti hefur ekki enn fengið greiningu. Með auknum skilningi á lífi einhverfs fólks er hægt að draga verulega úr hömlum þess. T alað er um að vera á einhverfu rófi og innan þess rófs eru einstaklingar með mismiklar hömlur. Dæmigerð ein- hverfa, ódæmigerð einhverfa og Asperger heilkenni eru undirflokkar einhverfurófs. Í daglegu tali er oftast talað um að einhverfu fylgi meiri hömlun en ódæmigerðri einhverfu eða Asperger. Fólk á einhverfurófi á oft erfitt með að vinna úr og sam- hæfa upplýsingar sem það fær úr um- hverfinu í gegnum skilningarvitin. Áreiti umhverfisins getur valdið því óþægindum og jafnvel líkamlegum sársauka með þeim afleiðingum að það þarf að einangra sig. Óvenjuleg skynjun hefur þannig áhrif á líf þess- ara einstaklinga sem geta upplifað sjón, bragð, heyrn og snertingu á annan hátt en gengur og gerist. Þessi óvenjulega skynúrvinnsla hefur svo mismikil áhrif á félagsleg samskipti og hegðun einstaklinganna. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Dustin Hoffman sem Rain Man. Margir gera sér hugmyndir um einhverfu út frá þekktum persónum úr sögu og listum. Meðal þekktra einstaklinga á einhverfurófi eru Tim Burton, Mozart, Temple Grandin, David Byrne, Albert Einstein, Daryl Hannah og Bobby Fischer. Fólk á einhverfurófinu er einstakt, segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem leikur dreng á einhverfurófi í leikritinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Mýta um einhverfu: Fólk á einhverfurófi upp- lifir ást, hamingju, sorg og sársauka rétt eins og aðrir. Þrátt fyrir að margir hverjir geti ekki tjáð tilfinningar sínar þýðir það ekki að þær séu ekki til staðar. Sú hugmynd að einhverfir séu tilfinningalausir byggir á fá- fræði og því mikilvægt að útrýma henni. Staðreyndir um einhverfu: Orsakir Aspergersheilkennis og einhverfurófs eru enn óþekktar en rannsóknir benda til að þær séu líffræði- eða lífefnafræðilegs eðlis og að þroskafrávik í miðtaugakerfinu valdi öðruvísi heilastarfsemi. Það er ekki til lækning við einhverfu en það er hægt að meðhöndla hana. 20-30% einhverfra einstaklinga fá flogaveiki. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru yfir 1% einstaklinga á einhverfurófinu sem þýðir að á Íslandi eru yfir 3.000 einstaklingar á einhverfurófi. Mikill minnihluti þessara einstaklinga hefur fengið greiningu. Einhverfa er 5 til 10 sinnum algengari meðal drengja en stúlkna. Framhald á næstu opnu fermingar­ veisluna Allt fyrir2014 Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 32 fréttaskýring Helgin 7.-9. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.