Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 07.03.2014, Blaðsíða 48
48 heimili Helgin 7.-9. mars 2014  Hönnun Hrím eldHús opnar á næstunni á laugavegi fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki KYNNING Sveinbjörg í Epal á Hönnunarmars H já mörgum hönnuðum stendur undirbún-ingur fyrir Hönnunar- mars nú sem hæst. Þeirra á meðal er listamaðurinn og hönnuðurinn Sveinbjörg Hall- grímsdóttir sem vinnur nú að litríkum nýjungum við hönn- unarlínu sína. Í vor prýða nýir litir ýmsa hluti í Garðveislu- línunni sem samanstendur af þröstum og reynivið. Þá bæt- ast einnig við ný mynstur og vörur. „Þar ber helst að nefna viðbót við vörur úr stáli en senn koma á markað hrafna- stjakar í ýmsum stærðum og viðbót við löbera-, bakka- og teppalínuna,“ segir Sveinbjörg. Í ár ráða glaðlegir litir ríkjum, í bland við hefðbundna jarðliti svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sveinbjörg sýnir nýjungarnar fyrir vorið hjá Epal á Hönnunarmars. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 26. mars í Skeifunni 6, klukkan 17 til 19 og stendur til sunnu- dagsins 30. mars og eru allir velkomnir. Upplýsingar um nýju vörurnar verður einnig hægt að nálgast í byrjun apríl á heimasíðu Sveinbjargar, www. sveinbjorg.is og á Facebook-síð- unni Sveinbjörg.is. Nýir litir prýða Garðveislulínu Sveinbjargar í vor. Hrím opnar nýja verslun með eldhúsvörur H rím hönnunarhús hefur verið rekið við góðan orð-stír á Laugavegi síðustu ár. Á næstu dögum færir verslunin út kvíarnar þegar Hrím eldhús verður opnuð í öðru húsnæði á Laugavegi. „Þetta verður verslun sem ein- blínir á eldhúsvörur. Við munum færa yfir nokkur merki sem við höfum verið með og bæta við nýjum og flottum merkjum,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi og fram- kvæmdastjóri Hríms. Verslunin verður að Laugavegi 32 og segir Tinna að hún verði opnuð um miðjan mánuðinn. Nýja búðin er um 120 fermetrar, næstum því helmingi stærri en Hrím Hönnun- arhús. Meðal þeirra merkja sem fáanleg verða í versluninni eru Seletti, Brita Sweden, Muurla, Stelton, Opinel, Baumalau, Helt honey, Alme- dahls, Orrefors, Kosta Boda, Sagaform, Designhouse Stockholm, Jimbobart, House of Rym, Are Chocolate, Dansk og Falcon. Auk þess fást Smeg-ís- skáparnir glæsilegu. Hægt er að skoða úrvalið nánar á Hrím.is. Tinna segir að í versluninni verði tvö uppsett eldhús og auk þess barnahorn með litlu eldhúsi svo full- orðnir fái smá frið til að skoða sig um. Af hverju ertu að opna þessa verslun? Gengur svona vel? „Maður vill nú ekki vera með svaka yfirlýsingar en við náðum ekki að anna eftirspurninni um jólin. Okkur langaði að stækka, breikka úrvalið og gefa vörunum gott rými.“ Er Laugavegurinn rétti staður- inn? „Já, ég er rosalega hrifin af Laugaveginum og ég vil að hann haldi áfram að blómstra sem verslunargata. Mér finnst þróunin vera að fara í slæma átt með fjölgun veitingastaða og hótela á versl- unargötunni okkar Laugaveg- inum,“ segir Tinna. Tinna Brá bíður spennt eftir að geta opnað Hrím eldhús að Laugavegi 32. Ljósmynd/Hari Pottar frá Dansk. Litríkir Opinel hnífar. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat* 50Habitat Er ára 50 balthaZar tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 115.000 kr. opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 bach tilboðsverð: 3ja sæta sófi 239.000 kr. 2ja sæta sófi 199.000 kr. clayton tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr. Drake tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.