Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 53
Barnamenning Barnamenningarhátíð í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí B arnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í næstu viku, þriðjudaginn 29. apríl og stendur til sunnudagsins 4. maí. Þar verða í boði fjöldi spenn- andi viðburða fyrir unga sem aldna um alla borg og er aðgangur ókeypis. Markmiðið með Barnamenningarhátíð er að efla menn- ingarstarf barna í borginni og er hátíðin nú haldin í fjórða sinn. Hátíðin er haldin í sam- vinnu við skóla- og frístundasvið borgarinnar og eru bæði leik- og grunnskólanemendur virkir þátttakendur. „Hugmyndin er að bjóða upp á menningu barna, menningu fyrir börn, og menningu með börnum. Viðburðirnir eru á þeirra forsendum og fyrir þau. Lögð er áhersla á að viðburðirnir séu víða um borgina og að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, kynningar- stjóri Barnamenningarhátíðar. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að hvetja börn og barnafjölskyldur utan af landi til að sækja viðburði Barnamenningarhátíðar. „Markmiðið er að gera Reykjavík sem að- gengilegasta og skemmtilegasta fyrir börn,“ segir Sigríður Dögg. Hjá Flugfélagi Íslands er sérstakt tilboð á flugi til Reykjavíkur fyrir börn og kostar það aðeins einn vildarpunkt og fá börnin sem nýta sér það gefins Gesta- kort Reykjavíkur sem veitir aðgang að strætó, sundlaugum, ferjunni til Viðeyjar og fleiru. Iðnó verður breytt í barnamenningarhús frá 30. apríl til 3. maí undir nafninu Ævintýra- höllin. Þar geta börn nýtt skapandi hæfileika sína og verður boðið upp á fjöldann allan af spennandi viðburðum, eins og barnaball með Valdimar Guðmundssyni, danssýningu, bardagadans og hljóðfæra- og grímusmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Sviðslistahátíð ASSITEJ verður haldin 29. apríl til 3. maí samhliða Barnamenningarhá- tíðinni. ASSITEJ eru samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur. Á dagskránni eru leik- og danssýningar fyrir alla fjölskylduna og eins og með aðra viðburði Barnamenn- ingarhátíðar er frítt inn. Miðar verða afhentir á sýningarstað klukkustund áður en hver við- burður hefst. Meðal dagskrárliða hjá ASSI- TEJ er leikritið Litli prinsinn sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 30. apríl. Það þykir henta einkar vel fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Sýningin var frumsýnd nú nýlega í Þjóðleikhúsinu og hefur fengið góða dóma. Á Þjóðminjasafninu verða ýmsir skemmti- legir viðburðir í tilefni af Barnamenning- arhátíð. Sunnudaginn 4. maí býður Þjóð- minjasafnið börnum á öllum aldri að hlusta á álfasögur í silfurhelli sýningarinnar Silfur Íslands. Börnin fá höfuðljós og slökkt verður á ljósum í Bogasal þar sem lesnar verða álfa- og huldufólkssögur í myrkrinu. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefnum www.barnamenningarha- tid.is. Þar er sérstakur flipi undir heitinu ungir blaðamenn þar sem lesa má fréttir sem börn skrifa um hátíðina. Á dögunum fékk hópurinn grunnþjálfun í blaðamennsku hjá Morgunblaðinu. Frítt inn á alla viðburði Barnamenningarhátíðar Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða börnum og barnafjölskyldum utan af landi að sækja hátíðina í ár. Iðnó verður breytt í Ævintýrahöll þar sem meðal annars verður haldið barnaball með Valdimar Guðmundssyni og vinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.