Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 53

Fréttatíminn - 25.04.2014, Qupperneq 53
Barnamenning Barnamenningarhátíð í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí B arnamenningarhátíð í Reykjavík hefst í næstu viku, þriðjudaginn 29. apríl og stendur til sunnudagsins 4. maí. Þar verða í boði fjöldi spenn- andi viðburða fyrir unga sem aldna um alla borg og er aðgangur ókeypis. Markmiðið með Barnamenningarhátíð er að efla menn- ingarstarf barna í borginni og er hátíðin nú haldin í fjórða sinn. Hátíðin er haldin í sam- vinnu við skóla- og frístundasvið borgarinnar og eru bæði leik- og grunnskólanemendur virkir þátttakendur. „Hugmyndin er að bjóða upp á menningu barna, menningu fyrir börn, og menningu með börnum. Viðburðirnir eru á þeirra forsendum og fyrir þau. Lögð er áhersla á að viðburðirnir séu víða um borgina og að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, kynningar- stjóri Barnamenningarhátíðar. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að hvetja börn og barnafjölskyldur utan af landi til að sækja viðburði Barnamenningarhátíðar. „Markmiðið er að gera Reykjavík sem að- gengilegasta og skemmtilegasta fyrir börn,“ segir Sigríður Dögg. Hjá Flugfélagi Íslands er sérstakt tilboð á flugi til Reykjavíkur fyrir börn og kostar það aðeins einn vildarpunkt og fá börnin sem nýta sér það gefins Gesta- kort Reykjavíkur sem veitir aðgang að strætó, sundlaugum, ferjunni til Viðeyjar og fleiru. Iðnó verður breytt í barnamenningarhús frá 30. apríl til 3. maí undir nafninu Ævintýra- höllin. Þar geta börn nýtt skapandi hæfileika sína og verður boðið upp á fjöldann allan af spennandi viðburðum, eins og barnaball með Valdimar Guðmundssyni, danssýningu, bardagadans og hljóðfæra- og grímusmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Sviðslistahátíð ASSITEJ verður haldin 29. apríl til 3. maí samhliða Barnamenningarhá- tíðinni. ASSITEJ eru samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur. Á dagskránni eru leik- og danssýningar fyrir alla fjölskylduna og eins og með aðra viðburði Barnamenn- ingarhátíðar er frítt inn. Miðar verða afhentir á sýningarstað klukkustund áður en hver við- burður hefst. Meðal dagskrárliða hjá ASSI- TEJ er leikritið Litli prinsinn sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 30. apríl. Það þykir henta einkar vel fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Sýningin var frumsýnd nú nýlega í Þjóðleikhúsinu og hefur fengið góða dóma. Á Þjóðminjasafninu verða ýmsir skemmti- legir viðburðir í tilefni af Barnamenning- arhátíð. Sunnudaginn 4. maí býður Þjóð- minjasafnið börnum á öllum aldri að hlusta á álfasögur í silfurhelli sýningarinnar Silfur Íslands. Börnin fá höfuðljós og slökkt verður á ljósum í Bogasal þar sem lesnar verða álfa- og huldufólkssögur í myrkrinu. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefnum www.barnamenningarha- tid.is. Þar er sérstakur flipi undir heitinu ungir blaðamenn þar sem lesa má fréttir sem börn skrifa um hátíðina. Á dögunum fékk hópurinn grunnþjálfun í blaðamennsku hjá Morgunblaðinu. Frítt inn á alla viðburði Barnamenningarhátíðar Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða börnum og barnafjölskyldum utan af landi að sækja hátíðina í ár. Iðnó verður breytt í Ævintýrahöll þar sem meðal annars verður haldið barnaball með Valdimar Guðmundssyni og vinum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.