Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 5
Framboðslistar beggja fylkinga í borgarstjórn Reykjavíkur,
Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins, liggja nú fyrir að
Leiðtogar
beggja borgarstjórnarfylkinga
• _ i • loknu prófkjöri hjá þeim báðum. Lokaspretturinn fyrir
teknir tali
kosningarnar er hafinn. Utlit er fyrir harða baráttu um
meirihlutann í stjórn höfuðborgarinnar, en að sjálfsögðu
verða það kjósendurnir sem eiga lokaorðið og velja þá fulltrúa
sem þeir treysta best til að stýra borginni. í því skyni að gera
fólki kleift að glöggva sig á þeim áherslum sem fylkingarnar
tvær standa fyrir fengu blaðamenn Brennidepils, Bryndís Hólm
og fluðunn flrnórsson, leiðtoga þeirra beggja, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra og flrna Sigfússon, oddvita
sjálfstæðismanna, til að greina frá því helsta sem einkenna mun
kosningabaráttuna og meta það sem gerst hefur í
borgarmálunum á því kjörtímabili sem senn er á enda.
„ Okkar stærsta
baráttumál verð-
ur aö halda áfram
því verki aö
breyta Reykjavík-
urborg úr stöön-
uöu stjórnvaldi í
þjónus tufyrirtæki
sem rekiö er í
þágu borgarbúa. “
„Ég held aö þaö
væri bæöi höfuö-
borgarbúum og
landsbyggöarfólki
til hagsbóta ef
þaö væru víöar en
hér sterkir
byggðakjarnar.“
ir aldraða. Ríkið greiðir allan kostnað af
rekstri hjúkrunarheimila og a.m.k. 40% af
stofnkostnaði þeirra og því ekki hægt að fara
út í framkvæmdir nema með þeirra sam-
þykki. Því miður hefur höfuðborgin algerlega
setið á hakanum á sama tíma og mikil upp-
bygging hefur verið víða úti á landi. Á Suður-
landi eru td. 24 stofnanarými fyrir aldraða á
hverja 100 íbúa 70 ára og eldri, á móti 10 rým-
um hér í borginni. Engu að síður er verið að
byggja hjúkrunarheimili í Hveragerði. Þetta
nær auðvitað ekki nokkurri átt nema menn
vilji fara að taka upp hreppaflutninga aftur.
Tæplega 40% landsmanna búa í Reykjavík og
47% þeirra sem eru 70 ára og eldri. Hér eru
því hlutfallslega fleiri aldraðir en annars stað-
ar á landinu þannig að brýnt er að hér verði
frekari uppbygging á hjúkrunarrýmum, þar
sem vandinn er einna stærstur á því sviði.
Borgin getur og hefur boðist til þess, ásamt
Rauða krossinum, að leggja sitt af mörkum til
móts við ríkið hvað varðar stofnframlög. Það
boð okkar er enn óafgreitt. Það þarf líka að
samtvinna heimilishjálpina, sem borgin rek-
ur, og heimahjúkrunina, sem er á vegum rík-
isins, þannig að fólk geti búið sem lengst
heima hjá sér.
Umhverfis- og umferðarmálin eru mikil-
vægir málaflokkar og það þarf að halda áfram
þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað.
það þarf að aðskilja meira gangandi og ak-
andi umferð með því að halda áfram uppbygg-
ingu á göngubrúm, auk þess sem taka þarf á
óæskilegum áhrifum umferðar, á borð við
hljóðmengun og loftmengun. í orkumálum er
mikið að gerast og stendur þar upp úr bygg-
ing Nesjavallavirkjunar, sem er stærsta fram-
kvæmd sem farið hefur verið út í í áratugi.
Tekjur af virkjuninni munu stuðla að mun
lægri orkugjöldum til almennings í framtíð-
inni og skapa fyrirtækjum í Reykjavík ný
sóknarfæri. Þá er sameining Hitaveitunnar
og Rafmagnsveitunnar nú til sérstakrar skoð-
unar en hún getur bæði skilað hagræðingu
og aukið möguleika veitnanna til að taka þátt
í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Með öllu
þessu erverið að búa í haginn fyriratvinnulíf
framtíðarinnar.
Hvað atvinnumálin varðar að öðru leyti þá
þarf að skapa hentugt umhverfi og aðstæður
fyrir fyrirtækin í borginni. í því sambandi þarf
sérstaklega að huga að hentugum lóðum fyrir
atvinnustarfsemi en á þessu kjörtímabili hef-
ur Reykjavíkurhöfn úthlutað og búið til meira
land lyrir atvinnufyrirtæki en í marga áratugi
þar á undan. Það er því mikið að gerast í at-
vinnumálum í gegnum lóðaúthlutanir. Sam-
gönguleiðir að og frá borginni þurfa náttúr-
lega að vera í lagi og hugmyndin er sú að
framtíðaratvinnusvæði rísi á hluta af Geld-
inganesi. Það er því mikilvægt að Sunda-
brautin komi sem fyrst og brú yfir Kleppsvík
yfir á Kjalames. Þetta myndi þýða að hægt
yrði að fara með þungaflutninga af ýmsu tagi
framhjá hinni eiginlegu íbúðabyggð. Samein-
ing Reykjavíkur og Kjalamess gerir það svo
að verkum að hægt verður að reisa ný íbúða-
svæði meðfram ströndinni áÁlfsnesinu.
Hvað með straum fólks utan af
landsbyggöinni, ætti borgin aöýta
undir þann straum eöa ekki?
Ég held að það sé ekki á valdi okkar að stjóma
fiutningum fólks frá landsbyggðinni til borg-
arinnar. Ég held aftur á móti að sú þróun sé í
sjálfu sér ekki æskileg og að borgin eigi því
ekki að ýta undir hana. Það hefur þær afleið-
ingar að mannlíf í landinu verður ekki eins
fjölskrúðugt. Að auki nýtist fjárfesting á
landsbyggðinni illa en á sama tíma þarf að
byggja upp hér í borginni fyrir þetta sama
fólk. Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir að
engin fjölgun hafi orðið í aldurshópi gmnn-
skólabarna á landinu í nokkur ár, þá hefur
gmnnskólabömum fjölgað töluvert í Reykja-
vík. Það segir okkur auðvitað það að þeim er
að fækka annars staðar. Það fækkar e.tv. um
1 eða 2 í hveijum skóla úti á landi sem dregur
hvorki úr rekstrarkostnaði þeirra skóla né
breytir nokkm um þær fjárfestingar sem þar
eru. I borginni þurfum við hins vegar að
byggja til að geta tekið á móti þessum böm-
um, plga bekkjum og kennumm sem hefur
auðvitað heilmikil útgjöld í fdr með sér. Við
fáum vitaskuld útsvarstekjur af foreldmm
þessara bama en fyrir samfélagið í heild hlýst
af þessu kostnaðarauki. Ég held að það væri
bæði höfuðborgarbúum og landsbyggðarfólki
til hagsbóta ef það væm víðar en hér sterkir
byggðakjamar. Reykjavík er ekki og á ekki að
vera andstæðingur landsbyggðarinnar. Reykja-
vík er höfuðborg, og sem slík sameign okkar
allra og á að þjóna landsmönnum öllum. Það á
ekki að vera keppikefli hjá okkur að draga
hingað fólk frá öðmm byggðarlögum.
l.tbl. 1998
5