Brennidepill - 01.03.1998, Page 8
Sveitarfélögin
eflast viö stækkun
Hólmfríður Sveinsdóttir.
Deildarsérfræðingur á
Vinnumálastofnun frá
janúar 1995.
BA í stjórnmálafræði
frá H.í. (með fjölmiðla-
fræði sem aukagrein) í
júní 1994.
Efni lokaritgerðar:
Sameining sveitarfé-
laga á íslandi og í sam-
anburði við önnur
Norðurlönd.
Eitt mesta vandamál íslenska sveitar-
stjórnarstigsins er misjafn íbúafjöldi sveit-
arfélaga og hvað mörg þeirra eru fámenn.
Þetta hefur verið þrándur í götu umbótatil-
rauna í þá átt að flytja verkefni og tekju-
stofna frá ríki til sveitarfélaga, en til þess
að sveitarfélög geti sinnt auknum verkefn-
um verða þau að stækka þannig að íbúa-
Qöldinn fari yfir ákveðið mark.
En hvers vegna þarf að efla sveitarfé-
lögin? Ef litið er fram hjá allri hagkvæmni
þá er mikil og skemmtileg rómantík yfir
öllum þessum litlu og fámennu sveitarfé-
lögum og um er að ræða séríslenskt fyrir-
brigði. í minnstu sveitarfélögunum liggur
við að allir íbúarnir þurfi að sitja í hrepps-
nefndinni eða nefndum henni tengdum.
Hvernig er hægt að sjá lýðræðið virka bet-
ur en einmitt þannig? Væri ekki betra að
skipta stóru sveitarfélögunum niður í litlar
einingar þar sem íbúamir hafi mun meira
vægi en þeir hafa í dag?
Því miður gengur þessi draumsýn ekki
upp í nútíma þjóðfélagi. Hvorki út frá hag-
kvæmnisforsendum né út frá þörfum íbú-
anna. Sveitarfélögin eru einfaldlega æski-
legri rekstraraðili en ríkið í ýmsum mála-
flokkum og þau eru betur til þess fallin að
sinna staðbundnum verkefnum. Ríkisvald-
ið annist aftur á móti verkefni sem hag-
kvæmara er að leysa á landsvísu. Sveitar-
stjórnarmenn eru í þeirri aðstöðu að
þekkja best aðstæður, þarfir og viðhorf
íbúanna til framkvæmda og þjónustu og
því er rétt að nýta þá þekkingu með því að
fela sveitarfélögum aukin verkefni og
aukna ábyrgð. Til þess að koma í veg fyrir
óþarfa spennu og togstreitu milli sveitarfé-
laga og ríkis þá verður verkaskiptingin að
vera skýr og hver málaflokkur heyri, eftir
því sem kostur er, aðeins undir einn aðila.
Tekjustofnar
Með auknum verkefnum verða sveitarfé-
lög óhjákvæmilega fyrir kostnaðarauka og
því verður að tryggja þeim fullnægjandi
tekjustofna til að sinna verkefnum sem
þeim er falið með lögum. Tekjustofnakerfi
sveitarfélaga verður að vera nægilega fjöl-
þætt og sveigjanlegt til þess að geta mætt
breytingum á kostnaði við framkvæmd
verkefna og tekjur sveitarfélaganna ættu
að byggjast sem mest á staðbundnum
sköttum og þjónustugjöldum. Það er stað-
reynd að tekjumöguleikar sveitarfélaga
eru misjafnir og því verður möguleikinn á
jöfnunarframlögum úr sameiginlegum
sjóðum ríkis og sveitarfélaga áfram að
vera fyrir hendi. Annars eiga fjárframlög
ríkisins að vera almenn og í eins litlum
mæli og mögulegt er eymamerkt til ákveð-
inna verkefna.
Árið 1990 var gerð úttekt á fjárhag
þeirra sveitarfélaga er verst stóðu og nið-
urstaðan var sú að fjárhagur litlu sveitarfé-
laganna gæfi ekki sérstakt tilefni til sam-
einingar en aftur á móti er það ljóst að
vegna fámennis geta litlu hrepparnir ekki
veitt þá þjónustu og þann samfélagslega
styrk sem nútímasamfélag gerir kröfur
um. Að fámennu sveitarfélögin ráði illa við
þau verkefni sem nú þegar eru þeim lög-
boðin, hvað þá að þau hafi bolmagn til að
takast á við ný og aukin verkefni, fylgir sú
hætta að þýðing sveitarfélaganna fari
minnkandi í þjóðfélaginu, umsvif ríkis á
kostnað sveitarfélaga aukist og verkefni
þeirra falli í annarra hendur. Grundvallar-
forsenda þess að efla sveitarstjórnarstigið
er að stækka minnstu sveitarfélögin og
það gerist ekki öðruvísi en með samein-
ingu þeirra. Sveitarfélög sem hafa innan
við 1000 íbúa geta ekki tekið að sér aukin
og fjölbreyttari verkefni ein og óstudd.
Vissulega má benda á að fámennu sveitar-
félögin geti leyst sín verkefni með stofnun
byggðasamlaga en þá er um að ræða fram-
sal á valdi sem er bæði óskilvirkt og ólýð-
ræðislegt. Millistjórnsýslustig yrði of dýrt
fyrir svo fámenna þjóð og því er sameining
sveitarfélaga eitt brýnasta verkefni stjórn-
sýslunnar. Þess ber að gæta að aukin
verkaskipting og sameining sveitarfélaga
fylgjast að. Varhugavert er að ganga of
langt með annað á meðan ekkert er gert
með hitt.
Til þess að þetta viðamikla verkefni nái
fram að ganga verður að nást um það góð
pólitísk samstaða. í gegnum tíðina hafa ís-
lensk stjórnvöld ýtt þessu máli á undan sér
og menn hafa bent hver á annan þegar þau
ber á góma. Lítið hefur borið á markvissri
stefnumörkun, sérstaklega til lengri tíma
litið. Árið 1991 skipaði Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þáverandi félagsmálaráðherra,
nefnd sem hafði það hlutverk að vinna
samræmdar tillögur um nýja skiptingu
landsins í sveitarfélög og má segja að hjól-
in hafi þá fýrst tekið að snúast varðandi
sameiningarmál sveitarfélaga. Eitt mark-
miða þeirrar vinnu sem félagsmálaráð-
herra hrinti af stað var kosning um sam-
einingu sveitarfélaga sem fram fór um allt
land þann 20. nóvember 1993. Tillögurnar
fólu í sér að sveitarfélögum yrði fækkað úr
196 í 43. Niðurstaðan var sú að ein tillaga
af 32 var samþykkt. Þó svo að margir hafi
orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin þá
segir það sem upp úr kjörkössunum kom
ekki alla söguna. Reyndar voru 58,1%
þeirra sem greiddu atkvæði fýlgjandi sam-
einingu á móti 41,9% sem voru henni and-
vígir. Sumir voru þeirrar skoðunar að í
stað þeirrar lýðræðislegu leiðar sem farin
var hefði átt að sameina sveitarfélög með
lögboði. En eftir því sem frá líður má segja
að almenn samstaða sé um að sú leið sem
fýrir valinu varð eigi eftir að skila meiri og
betri árangri til lengri tíma litið. Þó að ár-
angur atkvæðagreiðslunnar hafi ekki verið
mikill, í sameiningum talið, þá er mesti
sigurinn í raun fólgin í þeirri almennu
vakningu sem varð um nauðsyn þess að
efla sveitarfélögin, á það jafnt við um for-
ráðamenn sveitarfélaga sem og almenning
í landinu. ítarleg umræða skapaðist um
sveitarstjórnarmál og hlutverk sveitar-
stjórna og stendur sú umræða enn og hef-
ur skilað sér í að nokkur sveitarfélög hafa
þegar sameinast, önnur hafa ákveðið kjör-
dag vegna sameiningar og enn önnur eiga
í alvarlegum sameiningarviðræðum.
Reynsla Norðurlanda
Sú umræða sem íslendingar hafa verið að
fara í gegnum á síðustu árum varðandi
sameiningu sveitarfélaga er mjög sam-
bærileg við það sem hin Norðurlöndin
fóru í gegnum fýrir þremur til fjórum ára-
tugum. Á árunum eftir síðari heimsstyij-
öldina urðu miklar og djúptækar breyting-
|j|| l.tbl. 1998