Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 9

Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 9
„Sveitarfélögin eru æskilegri rekstraraöili en ríkiö í ýmsum málaflokkum og þau eru betur til þess fallin aö sinna staðbundn- um verkefnum.“ „Fámenn sveitar- félög geta illa eöa ekki tekist á viö öll þau verk- efni sem þeim er nú þegar ætlað lögum sam- kvæmt. “ „ Til þess aö þetta viöamikla verk- efni nái fram aö ganga veröur aö nást um þaö góö pólitísk sam- staöa. “ sendur sveitarfélagsskipunarinnar voru breyttar. Fólksflutningar, þéttbýlismyndun og mjög mismunandi stærð sveitarfélaga gerðu það að verkum að þau voru misjafn- lega undir það búin að taka við auknum verkefnum frá ríkisvaldinu. Sum þeirra voru einfaldlega of lítil til að geta sinnt grunnþjónustu. Sveitarfélögin urðu að samlagast breyttum þjóðfélagsaðstæðum og verða bæði stjórnunar- og fjárhagslega færari um að leysa verkefnin sfn. Það er sameiginlegt með hinum Norðurlöndun- um að verulegur árangur í stækkun sveit- arfélaga hefur ekki náðst nema í kjölfar lagasetningar. Þar sem reynt hefur verið að sameina sveitarfélög af fúsum og frjálsum vilja þeirra sjálfra hefur það gengið mjög hægt fyrir sig. Bæði Svíar og Danir reyndu á sínum tíma leið hinnar frjálsu sameiningar en sáu síðan ekki fram á að ná fullnaðarlausn á vandamál- inu nema með lögboði og fóru því þá leið. Þróuninni í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er að mestu lokið. Reynsla þeirra er að sameining sveitarfélaga eíldi sveitarfélögin og færði þeim aukið sjálfs- forræði. Starfsemi sveitarfélaga hefur öðl- ast meira innihald, er bæði virkari og víð- tækari og í kjölfar samruna sveitarfélag- anna hafa fylgt aukin völd til handa sveit- arstjórnum. Eins og sjá má að framansögðu þá er reynsla íslendinga og annarra Norður- landaþjóða mjög sambærileg. Það sem helst ber á milli er það að íslendingar hafa ekki valið þá leið að sameina sveitarfélög með lögboði. Það er skoðun greinarhöf- undar að sveitarfélögin eigi að fá tækifæri til að sameinast af frjálsum vilja til ára- móta 2001-2002 og er sú tímasetning mið- uð út frá því að kosið verður til sveitar- stjóma vorið 2002 og verður aðgerðum að vera lokið þá. Ef ekki hefur náðst viðun- andi árangur þá skal beita lögboði til að ná fram fullnaðarlausn á þeim vanda sem fá- menn sveitarfélög valda og felst aðallega í veiku sveitarstjómarstigi. Hver er ástæða þess að íslendingar em þetta mörgum árum á eftir hvað eflingu sveitarstjórnarstigsins varðar? Vissulega má benda á að búsetubreytingar og sam- göngubætur hafi verið seinna á ferðinni héma en það skýrir þó ekki allt. Þó svo að segja megi að fyrsta tímabil sameiningar sveitarfélaga hér á landi hafi verið á árun- um 1991-1994, þá hefur umræðan alltaf verið fyrir hendi, mishávær og í grundvall- aratriðum eru allir sammála um nauðsyn þess að stækka og efla sveitarfélögin. Skýringa á litlum árangri í sameiningar- málum er einna helst að leita hjá sveitar- stjórnarmönnunum sjálfum. Þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið þeirrar skoðunar að sameining sveitarfé- laga væri nauðsynleg, þá töldu sveitar- stjórnarmennirnir, þegar til kastanna kom, að þeirra sveitarféiag þyrfti ekki að sameinast öðrum. Lagalega gæti Alþingi gripið inn í atburðarásina, en þó að lög- gjafinn hafi ótvírætt gefið í skyn að ráðlegt væri að sameina smæstu sveitarfélögin nágrannasveitarfélögum þá hefur ekki verið vilji fyrir því á Alþingi að frumkvæðið komi þaðan. Staðan nú Við upphaf kjörtímabilsins 1990-1994 voru 204 sveitarfélög í landinu. Við upphaf þess kjörtímabils, sem nú er að Ijúka, hafði þeim fækkað niður í 171 sveitarfélag. Þann 1. desember 1997 voru alls 165 sveit- arfélög í landinu. Þar af eru 112 sveitarfé- lög með færri en 500 íbúa, 95 með færri en 300 íbúa, 77 með færri en 200 íbúa, 34 með færri en 100 íbúa og 8 sveitarfélög hafa innan við 50 íbúa. í fámennasta sveit- arfélaginu eru 27 einstaklingar með lög- heimili. 32 sveitarfélög hafa fleiri en 1000 íbúa. Á árinu 1997 fór mjög víða fram kosn- ing meðal íbúa um sameiningu sveitarfé- laga. Samþykkt var að alls 42 sveitarfélög sameinist nágrannasveitarfélögum sínum. Þannig fækkar sveitarfélögum við næstu sveitarstjórnarkosningar um 32. Þessu til viðbótar höfðu í upphafi þessa árs 14 sveit- arfélög þegar ákveðið að ganga til kosn- inga um sameiningu og gæti það fækkað sveitarfélögum um alls 11. Enn fleiri sveit- arstjórnir eiga í sameiningarviðræðum sem leitt gætu til enn frekari fækkunar sveitarfélaga fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Eins og dæmin sanna þá hefur orðið mikil vakning, jafnt meðal sveitarstjórnar- manna og almennings, um nauðsyn þess að sameina sveitarfélög. Með auknum verkefnum og ábyrgð sveitarfélaganna kemur hagkvæmni stærðarinnar í ljós. Fá- menn sveitarfélög geta illa eða ekki tekist á við öll þau verkefni sem þeim er nú þeg- ar ætlað lögum samkvæmt. í hugum margra er sameining sveitarfélaga fyrst og fremst tilfinningamál. Og tilfinningar spyrja sjaldnast um hagkvæmni. Nýjasta dæmið úr Skorradalnum er því til staðfest- ingar. Efling sveitarstjórnarstigsins er landi og þjóð nauðsynleg - um það geta flestir verið sammála. Til þess að marka lang- tímastefnu varðandi eflingu sveitarstjórn- arstigsins er brýnt að endurskoða stjórn- sýsluna í heild sinni. Á meðan fámennu sveitarfélögin geta ekki sinnt íbúum sín- um eins vel og þekkist í fjölmennu sveitar- félögunum og þykir sjálfsagt, þá heldur fólk áfram að flytjast búferlum - fámennu sveitarfélögin verða fámennari og fjöl- mennari sveitarfélögin verða fjölmennari. Sameining sveitarfélaga er því eitt mikil- vægasta byggðamálið. l.tbl. 1998 9

x

Brennidepill

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.