Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 13

Brennidepill - 01.03.1998, Qupperneq 13
Reynslusveitarfélög - tilraunir í stjórnsýslu Árið 1994 voru sett lög á Alþingi um reynslusveitarfélög. Með lögunum var sveitarfélögum gert kleift að taka að sér í tilraunaskyni til fjögurra ára ný verkefni eða verkefni sem áður voru á hendi ríkis- ins. Jafnframt því að viðkomandi sveitarfé- lög geta reynt nýtt rekstrar- og fjármögnun- arfyrirkomulag geta þau þróað nýjungar í stjórnsýslu og fengið til þess undanþágur frá núgildandi lögum ef þörf krefur. Mark- miðin með þessum tilraunum eru göfug; að auka sjálfsstjórn sveitarfélaganna, laga stjórnsýslu þeirra betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúa og nýta betur fjármagn hins opinbera. Það er skýrt tekið fram í lögunum að tilraunirnar mega ekki hafa í fór með sérskerðingu á réttind- um íbúanna né fela í sér auknar fjárhags- legarbyrðar fýrirþá. Það var strax áhugi fyrir því að Akureyri yrði reynslusveitarfélag. Skipuð var fram- kvæmdanefnd sem annast skyldi umsóknir og framkvæmd verkefna. Nefndin auglýsti eftir tillögum frá bæjarbúum, nefndum og starfsmönnum bæjarins og upp úr því varð til hugmyndabanki sem innihélt á milli 60 og 70 hugmyndir. Upp úr þessum hug- myndabanka urðu til átta umsóknir um til- raunaverkefni. Þessar umsóknirvoru send- ar verkefnisstjóm reynslusveitarfélaga sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins. Sótt var um að gera tilraunir með nýbreytni í eftirtöldum málaflokkum: í þjónustu við aldraða, í þjónustu við fatlaða, á sviði menningarmála, félagslegra húsnæðis- mála, starfsemi byggingafulltrúa, starfsemi skipulagsdeildar og þjónustu við atvinnu- lausa. Loks voru skipulögð svonefnd heima- verkefni: Bætt skilvirkni bæjarkerfisins og bætt samskipti við bæjarbúa. Þessi verkefni snúast ekki öll um verkefnatilflutning, heldur einnig um breytta og bætta starfs- hætti. Fljótlega var horfið frá verkefninu um skiplagsmál vegna dræmra undirtekta umhverfisráðuneytis, en ráðuneytið var þá að undirbúa breytingar á lögum um bygg- ingar- og skipulagsmál. Akureyrarbær hef- ur ákveðið að falla frá verkefninu um fé- lagsleg húsnæðismál. Stærstu verkefnin á landinu Yfirtaka á málefnum fatlaðra er stærsta reynsluverkefnið á landinu. Svæðisskrif- stofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra hafði áður með málaflokkinn að gera. Samkvæmt samningi við félagsmála- ráðuneytið fær Akureyrarbær um 280 millj- ónir á ári til að annast þjónustuna á Eyja- fjarðarsvæðinu. Verkefni sem svæðisskrifs- Þórgnýr Dýrfjörð Verkefnisstjóri reynsluverkefna hjá Akueyrarbæ. BA í heimspeki H.í. 1993 auk náms í gæða- og verkefnastjórnun. Áður birtar greinar um sama efni: „Stærsta verkefnið á landinu44 Sveitar- stjórnarmál, 57. árg., l.tbl. 1997. „Reynslusveitarfélagið Akureyri4* (viðtal) Þroskahjálp, 19. árg. 3. tbl. 1997. HéRMA, VIMUlR, 'PGTTf] rVjATTO .

x

Brennidepill

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.