Brennidepill - 01.03.1998, Síða 15

Brennidepill - 01.03.1998, Síða 15
4 Ráðstefna á Sauðárkróki Sveitar- stjórnarmál skoðuð í víðara samhengi „Rætt hvort gefa eigi sveitarfélög- um þriggja ára frest til aö sam- einast afsjálfs- dáðum, eftir þaö komi til lögboö um sameiningu. “ „Ekki margt þótti benda til þess aö flokkarnir sam- ræmdu stefnu sína í sveitar- stjórnarmálum. “ Síðastliðið sumar, nánar tiltekið 14. júní 1997, stóð afmælisnefnd Sauðárkróksbæjar og Félag stjórnmálafræðinga að ráðstefnu um stjórnmálaflokka og sveitarstjómarmál. Ráðstefnan var vel sótt og voru ráðstefnugestir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn opinberra stofnana sem hafa sveitarstjómarmál á sínu verksviði, og stjórn- málafræðingar og aðrir sem áhuga höfðu á sveitarstjórnarmálum. Ráðstefnan var skipulögð þannig að fyrri hlutinn var erindi nokkurra framsögumanna, og seinni hlutinn pallborðsumræður. Þær vom í umsjá Félags stjómmálafræðinga. Fyrstu erindin fjfill- uðu um stöðu sveitarstjórna innan stjómkerfisins. Þar komu fram Skúli Þórðarson stjórnmálafræðingur og bæjarstjóri Blönduóss, Árni Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessir fulltrúar úr stjórnkerfinu ræddu um þær gífurlegu breyt- ingar sem hafa átt sér stað að undanfórnu á sveitarstjórnarstiginu á íslandi. Þá er um að ræða annars vegar flutning verkefna frá rík- isvaldinu til sveitarstjörna og hins vegar sameiningu sveitarfélaga. Framsögumenn vom sammála um að þessi tvö stóru málefni væru nátengd og yrðu að fara saman. Sameining sveitarfélaga án flutn- ings verkefna til þeirra er að vísu hagræðing í sjálfu sér en án mik- ils innihalds. Flutningur verkefna til sveitarfélags krefst í raun sameiningar sveitarfélaga. Örsmá sveitarfélög hafa ekki burði til þess að taka við verkefnum frá ríkisvaldinu. Skúli Þórðarson benti í erindi sínu á að samstarf hreppanna í sýslunefndum er frá lýð- ræðislegu sjónarhorni varhugavert. Ræðumenn voru hins vegar ekki á sama máli um hraða og framkvæmd sameiningar og flutn- ing verkefna. Athyglisvert þótti að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson reif- aði þá hugmynd sveitarfélögum yrði gefinn þriggja ára frestur til þess að sameinast af sjálfsdáðum, eftir það ætti að koma til lögboð um sameiningu að ofan. Árni Gunnarsson lagði hins vegar áherslu á að sameining sveitarfélaga þurfi í lengstu lög að fara fram í sátt og samlyndi við heimamenn. Þvinguð sameining er að hans mati afar slæmur kostur. Eftir að fulltrúar stjórnkerfisins höfðu lokið sínu máli var röðin komin að kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og Alþingis. Siv Frið- leifsdóttir Framsóknarflokki, Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki, Steinunn V. Óskarsdóttir frá Reykjavíkurlistanum og Jóhann Geir- dal Alþýðubandalagi kynntu stefnu flokkanna í sveitarstjómarmál- um á pallborðinu. Það fór ekki milli mála að kosningahugur var kominn í mannskapinn, þrátt fýrir það að næstum því heilt ár væri í næstu kosningar til sveitarstjórna landsins. Stjórnmálafræðing- arnir Hólmfríður Sveinsdóttir og Þorvarður Hjaltason, sem bæði eru viðriðin sveitarstjórnarmál í sínu starfi - Hólmfríður hjá Fé- lagsmálaráðuneytinu og Þorvarður sem framkvæmdastjóri Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga - stjómuðu pallborðsumræðunum af myndugleik. Umræðurnar snerust um hvort flokkarnir samræmdu stefnu sína í sveitarstjórnarmálum, hvort marktækur munurværi á stefnu flokkanna í þessum málaflokki og hvaða kostir og gallar fylgdu óháðu framboði. Einnig var rætt hvort sveitarstjórnir væru kjörinn vettvangur fyrir sameiningu flokka eða ekki. Góð þátttaka var úr salnum í umræðunum og komu afar fjiil- breytilegar skoðanir fram. Það þótti hins vegar ekki margt benda til þess að flokkamir samræmdu stefnu sína í sveitarstjórnarmálun- um. En það gæti hugsanlega aukist með sameiningu sveitarfélaga og stærri einingum. Óháðu framboðin eru fyrirbæri sem menn áttu í erfiðleikum með að festa hendur á. Menn ræddu um að heimafólk vildi ekki blanda stjómmálum og flokkspólitík inn í mál- efni sveitarfélaganna og hreppanna. Undirritaður benti hins vegar á að slíkur hugsunarháttur væri svipaður og að vilja stinga sér til sunds án þess að blotna. Ráðstefnan var í alla staði afar vel heppnuð, áhugaverð erindi, fijóar umræður og góðar móttökur á Sauðárkróki. Sumir höfðu á orði að ráðstefnan væri mjög frábmgðin öllum öðrum ráðstefnum og fundum sem haldnir hafa verið um þessi mál þar sem reynt var að skoða málefni sveitarfélaga og sveitarstjórnarmála í stærra og víðara samhengi. Ragnar Garðarsson l 15

x

Brennidepill

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.