Brennidepill - 01.03.1998, Page 21

Brennidepill - 01.03.1998, Page 21
„Samstarf og samstaða karla og kvennaí stjórnun bæjarfé- laga og landsins alls skiptir máli - fyrir alla. “ Á að gefa kost á sér aftur (%)? aðalmenn varamenn já 17% 26% nei 61% 43% óákveðiö 21% 21% svarar ekki 1% 10% um þátt kvenna í stjórnmálum, fá fleiri kon- ur til að gefa kost á sér til pólitískra verka og hvetja forystumenn stjórnmálaflokka til að vinna markvisst að raunverulegri jafn- stöðu kvenna og karla á framboðlistum. Auk þess að efla umræðu um þátt kvenna í stjórnmálum með blaðagreinum og umræð- um innan stofnana stjórnmálaflokka og annarra framboðsaðila hefur verið unnin gagnasöfnun um hlut kvenna á framboðs- listum í síðustu sveitarstjórnarkosningum og verkaskipting í nefndum sveitarfélaga það kjörtímabil sem er að líða.1 Um viðhorf og reynslu kvenna í sveitarstjórnum Á vegum Jafnréttiráðs og seinna Skrifstofu jafnréttismála hefur verið unnið að ýmis konar gagnasöfnum og minni úttektum er varða úrslit bæði sveitarstjóma- og alþingis- kosninga auk þess sem unnar hafa verið skýrslur sem sýna hlut kvenna og karla í bæði opinberum nefndum og ráðum og nefndum sveitarfélaga. Þessar úttektir er hægt að fá á Skrifstofu jafnréttismála. Hér verður sagt mjög stuttlega frá helstu niður- stöðum könnunar sem Jafnréttisráð lét gera árið 1990.2 Markmið hennar var m.a. að kanna viðhorf kvenna í sveitarstjómum auk þess sem við vildum gjarnan fá einhverja hugmynd um hvers konar konur það væm sem veldust til þessara starfa. Á meðan ekki em til nýrri upplýsingar um sveitarstjómar- konuna verður að styðjast við þessa könnun. Konur sem vom beðnar um að taka þátt vom annað hvort aðalmenn eða varamenn í sveitarstjóm kjörtímabilið 1986-1990. Könn- unin náði til varamanna þar sem vilji var til að afla upplýsinga um hvemig konur meta nefndarstörf. Þá var aðeins leitað fanga í sveitarstjómum kaupstaða, kauptúnahreppa og hreppa þar sem kosið var hlutbundinni kosningu í kosningunum 1986. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar frá okt. 1986 var það í 80 sveitarfélögum af 222. í Sveitar- stjómarmannatali 1986-1990 kemur fram að 285 konur vom annað hvort aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórnum sem könnunin náði til. Öllum var sent bréf og 123 sam- þykktu að taka þátt eða 43 %. Hver var íslenska sveitarstjórnarkonan á kjör- tímabilinu 1986-1990? 1. Meðalaldurhennarvar43.3ároghún því tæplega fertug þegar hún stóð í kosningabaráttunni. 2. 91% þeirra var gift eða í sambúð og það var líklega hærra hlutfall en hjá meðal- talskonunni íslensku. 3. Þær voru bammargar miðað við það sem gengur og gerist og áttu að meðal- tali 2.7 böm eða 2.86 ef sleppt var kon- um sem áttu engin böm. 4. 27% kvennanna höfðu lokið gagnfræða- prófi eða kvennaskólaprófi og 16% kennaraprófi. Það var ekki greint á milli gamla kennaraprófsins eða prófs frá Kennaraháskóla íslands. 20% þeirra höfðu lokið háskólaprófi. Það er óhætt að fullyrða að þessi hópur kvenna hafði meiri menntun en „meðaltal" kvenna í landinu. 5. Spurt var um launuð störf sem unnin væm jafnframt setu í sveitarstjórn og um vinnutíma. 90.2% vom í launaðri vinnu og starfshlutfall þeirra mjög hátt. Aðeins 17% unnu 4 tíma eða minna á dag en 73% unnu 5 tíma eða meira, þar af sögðust tæp 17% vinna 9 tíma eða meira. Ef miðað er við upplýsingar um tíma sem konurnar notuðu í hverri viku til fund- arsetu, til undirbúnings funda og annars sem fylgir setu í sveitarstjóm, að maður tali ekki um fjölda bama þeirra, þá veltir maður því fyrir sér hvort þær hafi orðið sér úti um lengri sólarhring en konur almennt. Ætla þær að gefa kost á sér aftur? Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands var tæplega helmingur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 1986 nýr, þ.e. að hefja sitt fyrsta kjörtímabil. Langstærsti hluti kvennanna sem tók þátt í könnun Jafnréttisráðs voru á sínu fyrsta kjörtíma- bili eða 75% aðalmanna og 89% varamann- anna. Þetta háa hlutfall bendir til þess að karlarnir hafi verið „reyndari“. Spurt var um það hvort þær hefðu hug á að halda áfram að starfa í sveitarstjóm. Þá vom að- eins nokkrir mánuðir í endanlega ákvörðun og einhverjar famar að hugsa sinn gang. í töflunni hér á síðunni má sjá svörin við þeirri spurningu. Þessar upplýsingarvekja spurningar. Er starfið í sveitarstjórnum svona erfitt og leiðinlegt? Varla! Langflestar þeirra telja það bæði áhugavert og gefandi að starfa fyrir bæjarfélagið. Þrátt fyrir það ætluðu 61% af aðalmönnunum og 43% af vara- mönnunum að hætta eftir þetta kjörtímabil. Hveijar ætla að hætta? Em það þessar „gömlu“ sem em að heltast úr lestinni? Tölumar í töflunni sýna að svo er ekki. Þar hefur konunum verið skipt upp eftir fjölda kjörtímabila auk aðal- og vara- mannastöðunnar. Úr þessum tölum má lesa svör kvennanna eftir fjölda kjörtíma- bila og hvort þær em aðal- eða varamenn. Það sem vekur hvað mesta athygli er nei- kvætt svar aðalmanna sem eru að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem hafa ekki hug á að halda áfram er 59%. Það sama á við um varamenn á fyrsta kjörtíma- bili - þærvilja líka hætta. Virkni í stjómmálaflokki í könnun Jafnréttisráðs voru konurnar spurðar um störf fyrir sín samtök bæði fyrir og eftir að þær ná kjöri sem sveitarstjórnar- menn. Jafnframt voru þær beðnar um að meta hvort þau hefðu haft áhrif á að þær l.tbl. 1998 Brennidepiu 21

x

Brennidepill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.