Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Qupperneq 3

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Qupperneq 3
SYEITARSTJÓRNARMÁL Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga Ctg:efandi: Samband íslenzkra sreitarfélaga. Ritstjóm: Jánas GuÖmundsson, Ölafur B. Björnsson, Eiríkur Páls- son, Björn GuSmundsson og Karl Kristjánsson. Utanáskrift: „SVEITARSTJÓRNARMÁL", Túngötu 18, Reykjavik. 7. ÁBGANGUR 1947 2. HEFTI Fundargerð fulltrúaráðs Sambands ísl. sveitarfélaga 5.-6. desember 1947 Annar fundur fulltrúaráðs Sambands ísl. sveitarféiaga var haldinn í Oddfellow- höllinni í Reykjavík dagana 5.—6. desem- ber s. 1. Var fundurinn haldinn svo seint vegna þess að beðið var eftir að geta tekið þar til umræðu frumvarp til nýrra út- svarslaga, sem nefnd, er ríkisstjórnin hafði skipað, hafði samið, en ekki var full- búið fyr. Á fundinum mættu: Úr stjórninni: Jónas Guðmundsson. Björn Jóhannesson. Jóhann Hafstein. Klemens Jónsson. Björn Finnbogason. Úr fulltrúaráði: Magnús Þ. Öfjörð. Gísh Jónsson. Halldór Guðlaugsson. Guðmundur Guðlaugsson. Ásmundur B. Olsen. Jón Jónsson, Hofi. Sigurgrímur Jónsson. Lúðvík Jósepsson. Guðmundur Ásbjörnsson. Kristján Bjartmars. Ölafur B. Björnsson. Jónas Magnússon. Þorleifur Jónsson. Forföll höfðu boðað: Karl Kristjánsson, Húsavík. Eiríkur Helgason, Hornafirði. Páll Þorbjarnarson, Vestmannaeyjum. Fjarverandi án þess að tilgreina orsakir: Helgi Hannesson, ísafirði. Björn Guðmundsson, Mýrarhreppi. Björn Bjarnason, Reykjavík. Mættir sem framsögumenn: Jón Gauti Pétursson oddviti, Skútust.hr. Magnús Blöndal, oddviti Kjósarhrepps. Eftir að formaður hafði gefið stutta skýrslu um störf stjórnarinnar síðan á síð- asta landsþingi, lagði stjórnin fram eftir- farandi dagskrá fyrir fundinn: 1. Setning fundarins. 2. Útsvarslögin. Framsögumaður Jón Gauti Pétursson. 3. Frumvarp til laga um manntal, fram- sögumaður J. G. P. 4. Frumvarp til laga inn heimilisfang, framsögumaður J. G. P. 5. Erindi frá oddvitum út af skömmtun- inni. 6. Nefndarálit frá milliþinganefnd i hæl- ismálinu. 7. Mál, sem fulltrúar bera fram. 8. önnur mál, sem stjórnin óskar að leggja fyrir fundinn.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.