Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 5
SVEITARSTJÓRNARMÁL TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚtGEFANDI : SAMBAND ÍSLENZKRA SYEITARFELAGA RlTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: EIRIKUR PALSSON Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Ólafur B. Björnsson, Björn Guð- mundsson og Karl Kristjánsson. Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik. 1 0. ÁRGANGUR 1. H E F T I Sveitarstjórnarkosningar 29. janúar 1949. Samkvæmt ákvæðum laga um sveitar- stjómarkosningar, nr. 81 frá 1936, fóru fram bæjarstjómarkosningar í öllum kaupstöðum landsins, svo og hreppsnefndarkosningar í öllum þeim hreppum, þar sem fullir ^4 hlut- ar íbúanna eru búsettir í kauptúnum eða sambærilegu þéttbýli, hinn 29. janúar s.l. Samband ísl. sveitarfélaga hefur eins og við sveitastjómarkosningamar 1942 og 1946 safnað skýrslum um kosningar þessar. Hlut- aðeigandi sveitarstjómum var sent prentað skýrsluform til útfyllingar, varðandi framboð, atkvæðatölur, hverjir hlutu kosningu í sveit- arstjóm, um forseta bæjarstjóma, bæjarstjóra, oddvita, sýslunefndarmenn og annað það, er máli þótti skipta. Á skýrslum þessum eru svo bvggðar þær upplýsingar, sem hér fara á eftir. Með þessu móti verða í vörzlu sambands- ins aðgengilegar heimildir um sveitarstjómar- kosningar á hverjum tíma frá þeim aðilum, sem gerst um þær vita. Rétt þykir að benda sveitarstjómum á það, að mjög vel færi á því, að myndir væru teknar af hinni nýkjörnu sveitarstjórn hverju sinni, og þeim haldið til haga. „Sveitarstjómarmál" mundu og ekki slá hendi við slíkum mynd- um til birtingar. Hefði t. d. verið mjög æski- legt, ef unnt hefði verið að birta myndir hér í ritinu af öllum bæjarstjórnum landsins eftir þessar kosningar 0. s. frv. Það mundi og þykja ekki alllítið í það varið á hátíðisdögum sveitarstjórnanna, ef til væru þó ekki væri nema ljósmyndir af löngu liðnum sveitarstjómarmönnum, hvað þá kvikmyndir og raddir þeirra af stálþræði. En nú er svo komið, að ýmis sveitarfélög hafa góða aðstöðu til þess að eignast allt þetta og varðveita sem sögulegar minjar handa framtíðinni. Kaupstaðirnir voru við kosningamar 1942 9 að tölu. Við kosningamar 1946 voru þeir 10, því að þá hafði Ólafsfjörður bætzt í hóp- inn. En við kosningamar 29. janúar 1950 voru þeir 13, þar sem Sauðárkrókur, Kefla- vík og Húsavík höfðu fengið kaupstaðarrétt- indi á þessu tímabili.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.