Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 22
18 SVEITARST J ÓRNARMÁL menn hafi ráðið ofmiklu í málefnum höfuð- staðarins, og því séu fátækar fjölskyldur í óhæfum íbúðum. En hvemig stendur á því, að heilbrigt fólk er svo fátækt nú, hér í okkar góða landi, eftir undangengin veltuár, að það á ekki einu sinni nauðsynleg föt til að hvlja nekt sína? Það skyldi þó ekki að einhverju levti stafa af því, að fleira fólk hafi safnazt til bæjanna en hafi þar atvinnuskilvrði? Krafa mun hafa komið fram urn að byggja 600 íbúðir í Revkjavík á ári hverju. Hvað fjölgar þjóðinni árlega? Hvað þyrfti þá mörg ár til þess að öll þjóðin fengi íbúðir í Reykja- vík, eða a. m. k. við Faxaflóa? En fólkið lifir ekki á loftinu, þó það sé í heilsusamlegum íbúðum.. Hvaða nv atvinnuskilyrði bætast við árlega handa 600 fjölskyldum í Reykjavík? Af framansögðu sýnist augljóst, að alvar- legt vandamál bíður úrlausnar í höfuðborg landsins. í fyrsta lagi útrýming óhæfra íbúða, og í öðm lagi sköpun atvinnuskilyrða, og þar með útiý'ming fátæktarinnar. Það liggur með öðrum orðum ljóst fyrir, að vandinn þar er fyrst og fremst vegna þess, að fólkið er þar fleira en þarf til að full- nægja eftirspum eftir vinnu. Framboð á vinnuafli er meira en eftirspurnin, og í kjöl- far þess ósamræmis siglir fátækt og margs- konar böl. Hvernig er svo umhorfs úti á landsbygðinni? Hefur framboð á vinnuafli þar yfirstígið eftirspurnina? Nei, öðru nær. Er þar búið í heilsuspillandi íbúðum? því miður eru þar ofmörg dæmi þess, að íbúðir séu slæmar. En þar eru líka mannlausar, sæmilegar og ágætar íbúðir. Allir vita, hvar fólkið er, sem þar bjó. Úr hverju byggðarlagi hefur fólkið liópazt í tuga- og hundraðatali til bæjanna, einkum Revkjavíkur. Ýmist hefur það þrengt sér inn í sæmilegar íbúðir, eða setzt að í bröggum og skúrum í nágrenni Reykjavíkur. Nú er safnað skýrslum um marga hluti. Það væri nauðsynlegt að safna skýrslum um þetta berfætta og allslausa fólk í bröggum Revkjavíkur. Hvaða orsakir lágu til þess, að það fór í óhæft húsnæði? Hvaða atvinnuskilvrði átti það í vændum þá? Hvaða nauður rak það til að flýja frá heimkynnum sínum úti á landi, þar sem undantekningarlítið var hægt að hfa mannsæmandi lífi, við sæmileg kjör? Það má færa að því gild rök, að fólks straumurinn til Reykjavíkur hefur verið og er brjálæðiskenndur, enda hefur hann átt drjúgan þátt í efnahags- og gjaldeyrisvand- ræðum síðustu ára. Samdráttur framleiðslu, sent notast milliliðalaust, er geigvænlegur. Það er meginmunur fyrir fjölskyldu, hvort hún framleiðir megnið af matvælum og fatn- aði til eigin nota, eða verður að kaupa það allt með milliliðakostnaði. Með fækkun heimila, sem framleiðslu hafa, vex stöðugt þörfin fyrir innflutning. Og til þess að fólkið geti keypt allar neyzluvörur. þarf það góð laun fyrir störf sín, og störf þess þurfa að vera arðgæf, ef þjóðfélagið á að standast þá atvinnubylt- ingu, sem hér er orðin. Með fækkun fólksins úti um sveitir og í sjávarþorpum versnar stór- lega aðstaða þeirra, sem eftir eru. Það er aug- ljóst, að rnestu vandmálin úti í bvggðum landsins stafa af því, að þar er of fátt fólk, eða af gagnstæðum orsökum en í bæjunum. Þar eru verkefnin óleyst, vegna skorts á starf- andi höndum. Þar eru atvinnuskilvrði við hvers manns bæjardyr. Og þar er hægt að lifa heilsusamlegu og hamingjusömu lífi við langt um meira öryggi, en í þéttbýli bæj- anna, ef rétt er að málunum unnið. — Nú mun einhver segja sem svo: Ef þetta er rétt, þá hlýtur fólkið að venda sínu kvæði í kross og hópast burt frá bæjunum. En athugið, það er steinn í götunni. Hinu foma spak- mæli: „Guð hjálpar þeirn, sem hjálpar sér sjálfur" hefur verið breytt, og hljóðar nú á þessa leið: „Ríkið er skyldugt til að hjálpa

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.