Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 43
SVEITARST J ÓRNARMÁL 39 T ílkynnm^ um greiðslur ellilífeyris til danskra, finnskra, norskra og sœnskra rikisborgara, sem búsettir eru hér á landi. Hinn 1. desember s.l. kom til framkvæma milliríkjasamningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar urn gagnkvæmar greiðslur elli- lífeyris. Samkvæmt samningi þessum eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkis- borgarar, sem dvalizt hafa samfleytt að minnsta kosti 5 síðustu ár á íslandi og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkis- borgarar. Ennfremur eiga þeir rétt á lífeyri með börnum sínurn yngri en 16 ára, sem hjá þeim dvelja og eru á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur til jafns við íslenzka ríkisborgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningur þessi tekur til og vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir um að snúa sér til umboðsmanna Trygg- ingastofnunarinnar, hver í sínu umdæmi, með umsóknir sínar, fyrir 1. desem- ber n.k. og leggja fram sönnunargögn fyrir því, að þeir hafi dvalið hér á landi samfleytt 5 síðustu ár. íslendingar, sem dvelja og dvalizt hafa í einhverju hinna Norðurlandanna samfleytt síðustu 5 ár og náð hafa lífeyrisaldri, eiga rétt til ellilífeyris í dvalar- landi sínu eftir sömu reglum og ríkisborgarar hlutaðeigandi lands. Tryggingastofnttn ríltisíns. Tílkynnmá til kótaþe^a. Athygli skal vakin á því, að bætur eru ekki greiddar öðrum en bótaþegum sjálfum, nema fram séu lögð skrifleg vottfest umboð bótaþega, til þeirra, sem greiðslunnar vitja. Eyðublöð undir umboð fást í afgreiðslu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og skrifstofu Almannatrygginganna. Ákveðið hefur verið að endurnýja skuli öll umboð og krefjast nýrra um- boða, þegar bótagreiðslu fyrir aprílmánuð er vitjað. Verða því allir þeir, sem vitja bóta fyrir aðra við næstu útborgun, að leggja fram ný umboð. Tryééinéastofnun ríltisíns.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.