Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 17 PÁLL GUÐMUNDSSON, oddviti: Viðkvæmt vandamál. Ég er stundum að velta því fyrir mér, hvaða orsakir liggi til þess, hve sveitar- stjórnarmenn skrifi lítið í sitt tímarit, Sveitar- stjómarmál. Ekki getur það verið vegna þess, að efni skorti til að skrifa um. Ekki heldur vegna þess, að í hópi sveitarstjómarmanna séu ekki nægilega margir ritfærir menn, svo hægt sé að halda tímaritinu uppi skannn- laust. En hvað veldur? Er það kannske bara kæruleysi, eða er það fyrir það, að sveitar- stjórnarmenn séu yfirleitt svo störfum hlaðn- ir, að tími til ritstarfa gefist ekki? Eða er það vegna þess, að mönnum sýnist meir en nóg skrifað og prentað, og tilgangslaust sé að bæta við þann flaum? Víst er um það, að margt er nú látið á „þrykk út ganga,“ sem betur væri ógert. Það haggar þó ekki þeirri staðreynd, að störf sveitarstjómarmanna em svo margþætt og vandasöm að þeim er brýn þörf á, að leita styrks og ráða, og það er því ekki einasta rétt lieldur skylt, að þeir skrifi um hin ýmsu viðfangsefni í sitt eigið tímarit. Hér verður lítillega drepið á eitt stærsta vandamálið, sem að vísu er þjóðfélagslegt úrlausnarefni, en mæðir livað helst á sveitar- stjómarmönnum, og samtök þeirra ættu að gera tilraun til að hafa áhrif á. Við skulum þá virða fyrir okkur þessar staðreyndir: í bæjúnum — einkum Revkjavík — er talinu vera fjöldi fólks, er búi í allskonar grenjum, san einu nafni eru kölluð „heilsu- spillaudi íbúðir“. Sum dagblöðin skýra frá, að sumt þetta fólk eigi ekki leppa til að hylja nekt sína. Sagt er að Reykjavík hafi orðið fátækrahverfi á borð við erlendar stór- borgir. Ekki verður vart við, að kvartað sé fyrir hönd þessa fólks, að atvinnuskilvrði vanti. Nei, það er aðeins heimtað að ríkið og bærinn hjálpi þessu fólki til að fá þak vfir höfuðið, og verður þó tæplega annað sagt en þessir aðilar hafa nokkuð gert í þá átt að örfa byggingar í Reykjavík. En það er ekki nóg, segja sumir. Það er verið að berja það inn í fólkið, að ógæfan stafi af því, að vondir nein merki í augum aðkomumannsins. Finnsku kvenfólki svipar mjög til íslenzkra stúlkna og Finnar standa öðrurn Norður- landaþjóðum hvergi að baki í menningu eða háttprýði. Ég varð samferða dönsku fulltrúunum, sem voru þrír og allir með konur sínar með sér, og var okkur ekið í bifreiðum til Ábo, eins hins frægasta og sérkennilegasta staðar í Finnlandi. Borgarstjómin þar tók við okkur með mestu virktum og sýndi okkur bæinn og merkustu sögustaði þar og minjar. Saga Karenar Mánsdóttur og Eiríks Svíakonungs er mjög tengd Ábæjarkastalanum og eru þar margar minjar frá þeirra tíð. Um kvöldið er lagt af stað með Stokk- hólmsferjunni. Hún fer um Álandseyjar til Stokkhólms. Vitar og Ijósmerki eru hvar- vetna á báðar hendur, þegar siglt er út í finnska skerjagarðinn, en brátt umlykur nótt- in hið hraðskreiða skip, sem með morgnin- um verður í Stokkhólmi. J. G.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.