Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 26
22 S VEITARST J ÓRN ARM ÁL og ríkisborgarar þess samningsríkis, er hann átti ríkisfang í. 2. gr. Ellilífeyrir táknar í samningi þessum elli- styrk ásamt uppbótarstyrkjum, sem í sam- bandi við hann eru, og veittur er samkvæmt hinni almennu tryggingalöggjöf, er gildir á hverjum tíma í viðkomandi landi. Samning- urinn tekur ekki yfir samþykktir um lífeyri, sem einkafyrirtæki eða sveitarfélög hafa gengizt undir að inna af hendi, né heldur til annars konar lífeyris, er tilteknir hópar landsmanna njóta. 3- gr- Um aldurstakmark og önnur skilvrði til að fá lífeyri og lialda honum svo og um fjárhæð og útreikning lífeyris fer eftir ákvæð- um þeim, sem í dvalarlandinu gilda. Skilyrði réttar til ellilífeyris í dvalarland- inu er að aðili hafi dvalizt þar samfleytt að minnsta kosti 5 síðustu árin, áður en hann gerir tilkall til lífeyris. Vist um stundarsakir utan dvalarlands á þessu tímabili skiptir ekki máli. 4- gr- Dvalarlandið skal standa straum af öllum útgjöldum, sem veiting ellilífeyris hefur i för með sér samkvæmt samningi þessum. 5- gr- Samningur þessi leggur engar hömlur á rétt samningsríkja til þess að setja almenn ákvæði um rétt útlendinga til dvalar í við- komandi landi, enda verði þau ákvæði ekki til þess að auðvelda það, að gengið verði á snið við þennan samning. 6. gr. Samning þennan skal fullgilda, og full- gildingarskjölum kornið til varðveizlu í norska utanríkisráðuneytinu eins fljótt og auðið er. Samningurinn gengur í gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir alman- aksmánuðir frá afhendingardegi fullgildingar- skjalanna. 7- gr- Nú vill eitthvert samningsríkja segja upp samningi þessum og skal það þá tilkynna það skriflega norsku ríkisstjóminni, sem skal taf- arlaust skýra hinum samningsríkjunum frá tilkynningunni og á hvaða degi hún hafi borizt. Uppsögnin gildir aðeins fyrir það land, sem upp segir, og öðlast gildi frá næsta 1. janúar eftir að 6 mánuðir minnst eru liðnir frá því er norsku ríkisstjóminni barst upp- sögnin. Þessu til staðfestu hafa umboðsmenn hvers ríkis fyrir sig undirritað þennan milliríkja- samning. Gert í Osló hinn 27. ágúst 1949 í einu eintaki á íslenzku, dönsku, finnsku, norsku og sænsku. Samninginn skal varðveita í skjala- safni norska utanríkisráðuneytisins, sem senda skal staðfest eftirrit hverju hinna samn- ingsríkjanna. T. , 0 Jonas Guomundsson. LOKABÖKUN. í sambandi við undirritunina í dag á samn- ingnurn milli Danmerkur, Finnlands, ís- lands, Noregs og Svíþjóðar, um gagnkvæma veitingu ellilífeyris, hafa umboðsmenn samn- ingsríkjanna lýst yfir því, sem hér fer á eftir: Það hefur verið tilætlun samningsland- anna að koma á jafnræði með ríkisborgumm hinna landanna og landsins eigin ríkisborg- umm að þvi er snertir þau framlög, sem af hálfu hins opinbera em veitt til ellilífeyris- þega. Þegar um er að ræða lögheimiluð framlög, skulu því framlögin til manna, sem samn- ingurinn nær til, vera þau sömu og til ríkis- borgara dvalarlandsins. Þegar um er að ræða uppbætur frá sveitarfélögum, skal sérhvert landanna leitast við að tryggja þeim mönn-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.