Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Blaðsíða 24
20 SVEITARST J ÓRNARMÁL JÓNAS GUÐMUNDSSON, skrifstofustjóri: Samningur Norðurlanda um gagnkvæma veitingu ellilífeyris. Ekki er ólíklegt að síðar meir verði það talinn nokkur viðburður í sögu Norðurlanda, sem gerðist í Eiðsvallarsal Stórþingsins norska laugardaginn 27. ágúst 1949, en þá var undirritaður þar milliríkjasanmingur Norðurlandanna fimrn — íslands, Danmerk- ur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar — um gagnkvæma veitingu ellilífeyris. Undirskrift samningsins fór frarn í sam- bandi við félagsmálaráðherrafund Norður- landanna, sem nú var haldinn í Osló, en um nokkur undanfarin ár liafa slíkir fundir verið haldnir og félagsmálaráðherrar Norður- landa og nánustu starfsmenn þeirra ræðst við um ýmis sameiginleg vandamál þjóða sinna á sviði félags og skipulagsmála. Að þessu sinni gat íslenzki félagsmálaráð- herrann, Stefán Jóhann Stefánsson, ekki komið því við að mæta á fundinum, vegna kosningaundirbúnings hér heima, og mætti því af íslands hálfu Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, og honum til aðstoðar Haraldur Kröver, sendi- ráðsritari í Osló. Félagsmálaráðherrar hinna landanna mættu allir. Viðfangsefni þessa fundar voru rnörg, en t\’() yfirgnæfðu þó alveg, enda var þeirn veitt verðskulduð athygli af fréttaþjónustu Norð- manna. Þessi t\'ö mál voru milliríkjasamn- ingurinn urn gagnkvæman ellilífeyrir, sem nú var undirritaður, og uppkast að nýjum sanmingi um gagnkvæma hjálp til bág- staddra, sem fulltrúar hinna fimm þjóða lýstu sig nú reiðubúna til að ganga frá til fullnustu. N’ú urn rnörg ár hefur verið í gildi samn- ingur milli Norðurlanda, annarra en Islands, um framfærslu ríkisborgara eins landsins hjá öðru, en sú samþykkt var úrelt orðin og þarfnaðist endurskoðunar. Sú endurskoðun hefur nú farið fram og er ráðgert að undir- skrift hins nýja framfærslusamnings fari fram á árinu 1950. Oslóarfundinum 1949 lauk með því að umboðsmenn hinna fimm landa undirrituðu milliríkjasamninginn um gagnkvæman elli- lífeyrir. Athöfn þessi var hin hátíðlegasta og ræður fulltrúanna allar teknar á stálþráð og útvarpað um kvöldið um Osló útvarpsstöðina. Með milliríkjasamningi þessum var stigið merkilegt spor í norrænni samvinnu. Hér eftir nýtur hvert það gamalmenni sarna rétt- ar í því Norðurlandanna, sem það dvelur í, eins og það væri þegn þess lands. Danir (þar með Færevingar), Norðmenn, Svíar og Finn- ar, sem náð hafa 67 ára aldri og dvalizt hafa a.m.k. 5 ár á landi hér, eiga sama rétt til ellilífeyris sem væru þeir íslendingar og sams konar rétt eiga íslendingar, sem dvelja í hin- um Norðurlöndunum. Sanmingurinn er í heild birtur hér á eftir, svo ekki er ástæða til að rekja efni hans nánar hér. Tryggingastofnun ríkisins sér um greiðslu ellilauna til hins erlenda fólks samkvæmt samningnum og ber því erlendum gamal- mennum að snúa sér til umboðsmanna

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.