Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1950, Side 25
SVEITARST J ÓRN ARMÁL 21 Trvggingastofunar ríkisins um fyrirgreiðslu í þessu efni. Samningurinn var undirbúinn af forstöðu- mönnum tryggingastofnana og félagsmála- ráðuneytum sanmingsríkjanna og hefur und- irbúningur hans staðið yfir síðustu tvö árin. Með samningi þessum og framfærslusam- þykktinni, sem gert er ráð fyrir að gangi í gildi 1950, hafa Norðurlönd gerzt brautryðj- endur um lausn og skipun mikilvægra menn- ingar- og réttlætismála, sem lengi hafa beðið úrlausnar. AUGLÝSING um Norðurlandasamning um gagnkvæma veitingu ellilífeyris. Ilinn 31. ágúst 1949 var undirritaður í Oslo milliríkjasamningur milli íslands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma veitingu ellilífeyris. Samningurinn var hinn 21. september 1949 fullgiltur af forseta Islands. Ríkisstjórnir allra fimm ríkjanna hafa fyrir 1. október þ. á. aflient fullgiklingarskjölin í norska utanríkisráðunevtið og gengur samningurinn í gildi hinn 1. desember 1949. Sanmingurinn er gerður á íslenzku, dönsku, norsku, finnsku og sænsku og birtist hér með íslenzki textinn, en hann er undirskrifaður af fulltrúa íslands einum. MILLIRÍKJASAMNINGUR milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um gagnkvæma veitingu ellilífeyris. Forseti lýðveldisins íslands, Hans Hátign konungur Danmerkur, forseti lýðveldisins Finnlands, Hans Hátign konungur Noregs og Hans Hátign konungur Svíþjóðar, sem hafa komið sér saman um að gera með sér milliríkjasamning urn gagnkvæma veitingu ellilíf- eyris, hafa útnefnt sem umboðsmenn sína: Forseti lýðveldisins íslands: Skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, Jónas Guðmundsson; Hans Hátign konungur Danmerkur: Félagsmálaráðherra Johan Ström; Forseti lýðveldisins Finnlands: Ráðherra T. Leivo-Larsson; Hans Hátign konungur Noregs: Félagsmálaráðherra Aaslaug Aasland; Hans Hátign konungur Svíþjóðar: Félagsmálaráðherra Gustav Möller; sem, að fengnum nauðsynlegum umboðum, hafa orðið ásáttir um eftirfarandi: 1. gr. Sérhvert samningsríkja skuldbindur sig til Nú hefur maður áður átt ríkisfang í ein- að veita ríkisborgurum hinna samningsríkj- hverju samningsríkja og hefur ekki öðlazt anna ellilífeyri samkvæmt ákvæðum samn- ríkisfang í neinu öðru ríki, og nýtur hann ings þessa. þá samkvæmt þessum samningi sama réttar

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.