Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 3

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 3
SVEITARSTJORNARMAL 22. ÁRGÁNGUR 6. HEFTI TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA UTGEFANDI: samband íslenzkra sveitarfélaga RITSTJORI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: jónas guðmundsson Utandskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik. Landsútsvörin 1962. Sú krafa hefur verið uppi síðasta ára- tuginn eða lengur, að svokallað landsútsvar yrði í lög tekið og lagt á einkasölur og stofnanir, sem er það sameiginlegt, að „af- komu sína eiga þau undir skiptum sínum við alla landsmenn, en ekki eingöngu undir skiptum við íbúa þess sveitarfélags, þar sem starfsemin kann að hafa aðalstöðvar", eins og sagði í greinargerð með frumvarpinu um tekjustofnalögin þegar það var flutt. í tekjustofnalögunum er ákveðið, að slíkt útsvar skuli hér eftir lagt á verzlunar- og atvinnustofnanir, sem ríkið rekur, og „olíufélög, sem flytja inn olíur og olíuvör- ur og annast sölu þeirra og dreifingu inn- anlands". í bráðabirgðaákvæðum tekju- stofnalaganna er ákveðið, að olíufélögin ein skuli greiða landsútsvör á árinu 1962 og miðast greiðslan við heildarsölu á árinu 1961. Nú hefur álagning þessi á olíufélögin farið fram, en hana íramkvæmir skatt- stjórinn í Reykjavík. Landsútsvarið er lj/3% af heildarsölu olíufélaganna og skal fjórðungur landsútsvara, sem til falla í hverju sveitarfélagi, koma í hlut þess, en s/ hlutum skal ásamt söluskatti skipt á milli sveitarfélaganna í réttu hlutfalli við íbúatölu, eins og öðrum tekjum Jöfnunar- sjóðs. Samkvæmt skýrslu skattstjórans í Reykja- vík er skiptingin þessi: 1. Olíufélagið h.f. greiðir í heildarútsvar kr. 5.680.418,00, þar af er hluti sveitar- félaganna kr. 1.410.303,00, en hluti Jöfnunarsjóðs kr. 4.270.115,00. 2. Skeljungur h.f. greiðir heildarútsvar kr. 2.669.353,00, þar af er hluti sveitar- félaganna kr. 674.431,00, en hluti Jöfn- unarsjóðs kr. 2.104.922,00. 3. Olíuverzlun íslands h.f. greiðir í lieild- arútsvar kr. 3.327.706,00, þar af er hluti sveitarfélaganna kr. 820.977,00, en hluti Jöfnunarsjóðs kr. 2.506.729,00. Heildarlandsútsvör olíufélaganna eru því nú í ár kr. 11.787.477,00, sem skiptast þann- ig, að Jöfnunarsjóður fær kr. 8.881.766,00, en fjórðungshluti sveitarfélaganna verður kr. 2.905.711,00. Samanburður við næsta ár á undan, 1961, er athyglisverður og fer hann hér á eftir: Útsvör 1961 1962 Olíufélagið 5,4 millj. kr. 5,7 millj. kr.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.