Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 13
SVEITARST JÓRNARMÁL 11 JÓN INGIMARSSON, lögfrœðingur: Endurkæflná öíyrkja í Nore|i. Jón Ingimarsson dvaldist við rannsóknarstörf i Noregi á fyrri árshelmingi 1962. Vann hann einkum að athugun á norsku slysatryggingunum, lagalegri upp- byggingu þeirra og daglegri framkvœmd. Enn fremur kynnti hann sér tilhögun um meðferð slysaöryrkja (endurhœfingu) og pað frumkvœði, sem hið opinhera liefur um að koma slikum öryrkjum að nýju út i atvinnulífið. Eftirfarandi grein er kafli úr skýrslu, er Jón hefur samið um atliugun sína. I. Lög frá 27. janúar 1960 um endurhæf- ingu (attföringshjelp), sem tóku gildi hinn 2. janúar 1961, taka til allra, sem verða öryrkjar af völdum sjúkdóma eða slysa og sem tryggðir eru í sjúkrasamlagi, þ. e. a. s. til allra, sem búsettir eru í landinu, nema þeir séu útlendingar í þjónustu erlends ríkis eða þeim sé, með erlendum lögum, tryggð sjúkrahjálp, rneðan á dvöl í Noregi stendur. Hver sá, sem ekki getur tekið upp starf vegna meðfæddrar örorku og hver sem ekki getur horfið aftur til síns fyrra starfs að lokinni sjúkrahjálp, á rétt á endurhæfingu (og er það orð þá notað hér í víðtækustu merkingu og látið tákna hvers konar með- ferð og kennslu, andlega eða líkamlega, svo og aðstoð við atvinnuöflun á vinnumark- aði alls landsins). Sæki sjúklingur um ör- orkustyrk eða lífeyri, hvort sem er vegna almenns sjúkdóms eða vegna atvinnusjúk- dóms eða slyss, á tryggingin kröfu á, að endurhæfing sé reynd fyrst. Endurhæfing fer nú fyrst og fremst fram á hinum 3 ríkisreknu endurhæfingarstöðv- um í Osló, Bergen og í Þrándheimi, en auk þess er heimilt að kosta öryrkjameð- ferð á öllum viðurkenndum endurhæfing- arstöðvum, sem eru margar og dreifðar urn allt landið. II. Statens attföringsinstitutt í Oslo er til húsa að Sinsenveien 70 í spítalabyggingu, sem Þjóðverjar reistu þar 1941. í aðalbygg- ingunum er hægt að hýsa um 140 vist- menn samtímis, en auk þess rekur stofn- unin vistheimili (pensionat) í Eilert Sundts- götu með 32 rúmum. Stofnunin lieyrir undir ráðuneyti sveitar- stjórnar- og atvinnumála og er henni stjórnað af 5 manna stjórnarnefnd, sem skipuð er af ráðuneytinu. Upphaflega var stofnunin sett á laggirn- ar árið 1945 sem skráningarstöð fyrir her- menn og sjómenn, sem höfðu sýkzt af berkl- um á stríðsárunum. Við stofnunina starfa nú alls 106 manns, auk stjórnarnefndarinnar, þar af eru 7 læknar, 3 endurhæfingarráðgjafar (attför- ingskonsulenter), 4 leiðbeinendur í starfs- vali (yrkesrettleiere), 7 ráðgjafar í efnahags- og þjóðfélagsatriðum (sosialsekretærer) og einn sálfræðingur (arbeidspsvkolog). Starfsemin fer fram í 3 deildum:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.