Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 Bætur lífeyristryéáiftéa 1961. Lífeyrisdeild Tryggingastofnunarinnar hefur nýlega lokið við hina árlegu skýrslu um bótaþega og bótagreiðslur deildarinn- ar. Verður hér birt yfirlitstafla skýrslunnar um skiptingu bótaþega og bótafjárhæða eftir bótategundum og tryggingaumdæm- um. Öll er skýrslan hins vegar miklu meiri fyrirferðar, þar eð gerð er grein fyrir fjölda bótaþega og fjárhæð bótagreiðslna í hverj- um hreppi landsins, lífevrishækkunum, liluta sveitarfélaga af þessum hækkunum o. fl. Sé niðurstöðutala skýsrlunnar borin saman við heildarfjárhæð eiginlegra bóta lífeyristrygginga, samkvæmt reikningum, sem birt er á öðrum stað hér í ritinu, kemur í ljós, að mismunur er mikill. Þrennt veldur því, að niðurstaða bóta- skýrslunnar er hærri. í fyrsta lagi eru með- lagsgreiðslur (endurkræfur barnalífeyrir) taldar með bótum í skýrslunni, í öðru lagi annast lífeyrisdeildin greiðslu slysalífeyris, og er Iiann ekki aðgreindur frá almenn- um örorku-, ekkju- og barnalífeyri, og. í þriðja lagi er hluti sveitarfélaga (%) af hækkun elli- og örorkulífeyris samkvæmt 23. gr. almannatryggingalaga talinn með bótum. Hins vegar vantar í skýrsluna sjúkrasamlagsiðgjöld lífeyrisþega, sem greidd eru af lífeyristryggingunum, og loks er um að ræða leiðréttingar og tilfærslur milli bótaflokka og ára. Samhengi milli skýrslu og reikninga fæst á eftirfarandi hátt: Þús. kr. Bætur samkvæmt bótaskýrslu . . . 443.389 Sjúkrasamlagsiðgjöld lífeyrisþega 6.331 Bótagreiðslur samtals ............ 449.720 Endurkræfur barnalífeyrir Samkvæmt bótaskýrslu ........... 27.667 -f- Lífeyrir slysatrygginga ......... 2.914 -f- Hluti sveitarfélaga af lífeyris hækkunum ........................ 4.514 Eiginlegar bætur lífeyristrygginga 414.625 Færslur milli ára................... 5 Bætur lífeyristrygginga samkvæmt reikningjtm ................... 414.630 Vakin skal athygli á því, að tölur skýrsl- unnar um fjölda bótaþega eru fengnar með því að telja alla þá, sem bóta hafa notið á árinu. Fjöldi lífeyrisþega verður með þess- um hætti meiri en verða mundi, ef taln- ing hefði átt sér stað í tilteknum mánuði eða á tilteknum degi á árinu. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um 19% frá árinu á undan, og stafar sú fjölgun að mestu leyti af afnámi skerðingarákvæða í árslok 1960. Svo sem vænta mátti hefur hjónum fjölgað mun meira en þeim, sem fá einstaklingslífeyri. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað um 6,7% og þeim, sem fá örorkustyrk, um 56,7%. Fyrir öryrkja hef- ur afnám skerðingarákvæðanna ásamt nýj- um reglum um örorkustyrki því fyrst og fremst haft í för með sér þá breytingu, að örorkustyrkir eru nú veittir mun fleira fólki en áður. Greiddur hefur verið fæðingarstvrkur vegna 4542 fæðinga, og er það 268 fæðing- um færra en árið 1960. Er þetta eini bóta- liðurinn með færri bótaþega 1961 en 1960. Yfirlitstafla lífeyrisdeildar er á næstu fjór- um síðum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.