Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 8
6 SVEITARST J ÓRNARMÁL endur eru í barnaskólanum í Breiðagerði, 1409, en næst flestir í Melaskóla, 1176, þar sem forsíðumyndin er tekin. Fjölmennasti gagnfræðaskólinn er Gagnfræðaskóli Aust- urbæjar með 584 nemendur, að því er fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, Jónas B. Jónsson, helur tjáð tímaritinu. Á hátíðarsamkomunni í Þjóðleikhúsinu flutti menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son, ávarp og lauk því með þessum orðum: „Á hátíðisdegi sem þessum má þó ekki láta við það sitja að þakka þeim, sem vel hafa gert og vel gera. Fortíðin skiptir ekki mestu máli, heldur framtíðin. Það, sem mest er um vert, er, að skóli komandi aldar verði betri en liinnar, sem nú er liðin, — að starl'ið, sem verður unnið, verði heilla- drýgra en hitt, sem var unnið. Á þessum merkisdegi langar mig því til þess að bera fram |aá afmælisósk til reykvískra skóla, að þeir verði í sívaxandi mæli' ekki aðeins fræðslustofnanir, lieldur sönn menntasetur, að frá fyrsta bekk barnaskólans til lokastigs hins æðsta skóla sé það leiðarljós, að nem- andinn verði ekki aðeins fróðari, heldur einnig betri en liann var, að skólarnir vinni aldrei að hætti verksmiðju að því að fram- leiða hópmenni, sem hafa próf, heldur helgi starf sitt einstaklingnum, persónuleg- um þroska hans og hamingju. Skólar, sem starfa í þessum anda, vinna að mínu viti það verk, sem er einna mikilvægast af öllu, sem gert er í nútíma þjóðfélagi: Að stuðla að því að maðurinn noti aukna Jjekkingu sína og aukið vald sitt yfir náttúrunni sjálf- um sér til aukins Jjroska og hamingju. Á ég Jaá ósk heitasta til handa reykvískum skólum á Jjessum afmælisdegi, að Jreim megi á ókomnum árum takast að stuðla að ])ví, að ísland eignist sem flesta menntaða, dygga og góða syni, — að sem flestir ís- lendingar verði heilir og sannir menn." Aukin ákvæðisvinna? Blaðið Dagur á Akureyri birtir nýlega í neðanmálsgrein stutta hugvekju, sem nefnd er Vinna og vinnuafköst. Fer hún hér á eftir: „Þótt víða megi sjá vel unnið á Akur- eyri, og vinnusiðgæði sé ekki lakara en al- mennt gengur og gerist — kannske jafn- vel eitthvað skárra — Jaá eru þeir menn of margir, sem skila litlum dagsverkum. í norðlenzkum bæ bar Jiað við fyrir skömmu, að handgrafa Jjurfti skurð einn. Datt forráðamönnunum þá það snjallræði í hug, að leita tilboða í verkið, enda stóð svo vel á, að fyrir lá, hvað svipað verk kost- aði í sama bæ þá rétt áður, unnið í tíma- vinnu. Maður nokkur tók að sér verkið fyrir ákveðna þóknun, sem þótti lág, vann þar einn dag og reiknaði síðan út laun sín. Þau voru J^reföld verkamannslaun og hélzt það til loka verksins. Eflaust væri oft hægt að gefa mönnum kost á ákvæðisvinnu, verkamönnum og at- vinnuveitendum til mikils ávinnings. En slíkt Jsarf rækilegan undirbúning og athug- un á meðalafköstum við liin ýmsu störf, til ])ess að fá staðgóðan grundvöll til að byggja a- Skeð gæti, að þarna gæti bæjar- félagið gengið á undan, ef vilji væri fyrir hendi hjá báðum aðilum að taka upp ákvæðisvinnu í einhverjum greinum.“ Nýr yfirlæknir. Nýr yfirlæknir, Jón R. Árnason, hefur tekið til starfa við sjúkrahúsið í Neskaup- stað í stað Eggerts Brekkan.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.