Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 11
SVEITARST J ÓRNARMÁL 9 í heild nemur hækkun eiginlegra bóta lífeyristrygginga (þ. e. liða I,—III.) frá 1960 til 1961 105 millj. kr. eða 33,9%. Fjöl- skyldubætur hafa hækkað um 44,5 millj. kr. eða 38,6%, bætur vegna elli, örorku og dauða um 60,3 millj. kr. eða 32,8%, en fæðingarstyrkur aðeins um 0,2 millj. kr. eða 1,8%. Einstakar bótategundir í liðnum vegna elli, örorku og dauða hafa hækkað mjög mismikið. Er hækkun ellilífeyris bar langmest eða um 40%, örorkulífeyrir og örorkustyrkur hækkaði um 24%, sjúkrasam- lagsiðgjöld lífeyrisþega um 31%, en aðrar bætur í þessum lið mun minna. í árslok 1960 voru geymdar til næsta árs 14,8 millj. kr. af iðgjöldum og framlögum til lífeyristrygginga. Skuld jjeirra aðila, sem standa undir tryggingunum, var því 5,1 millj. kr. í lok ársins 1961, þ. e. miklum mun minni en hallinn á árinu gefur til kynna. Nam skuld hinna tryggðu 1,1 millj. kr., skuld sveitarfélaga 1,2 millj. kr., skuld ríkissjóðs 4,1 millj. kr., en atvinnurekend- ur áttu hins vegar inni 1,3 millj. kr. Varasjóður lífeyristrygginga nam 144,6 millj. kr. í árslok 1961 og hafði vaxið um 15,1 millj. kr. á árinu. Námu vextir til sjóðsins 6,6 millj. kr., en tillag 8,5 millj. kr., sbr. útgjaldalið VI. Tekjur lifeyristrygginga 1959—1961. 1959 1960 1961 Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. I. Iðgjöld hinna tryggðu II. Iðgjöld atvinnurekenda III. 'Framlag sveitarfélaga IV. Framlag ríkissjóðs 60.198 24.929 34.600 58.600 67.721 29.199 36.600 191.400 81.113 37.304 45.800 247.700 Iðgjöld og framlög samtals .... 178.327 324.920 411.917 V. Úr sjóðum vegna bóta fvrri ára .... 52 — — VI. Halli á iðgjöldum og framlögum .... — — 19.900 Samtals .... 178.378 324.920 431.816 SLYSATRY GGIN GAR. Með tilliti til þess, að iðgjöld til slysa- trygginga hafa haldizt óbreytt síðan 1958 fyrir alla aðra en lögskráða sjómenn, en bótaupphæðir hafa stórhækkað á þessu tímabili, verður afkoma slysatrygginga 1961 að teljast mjög góð. Lækkuðu allir bóta- liðir frá árinu á undan. Reyndust iðgjöld 869 þús. kr. hærri en heildarútgjöld slysa- trygginganna, en búizt hafði verið við reksturshalla. Auk tekjuafgangsins hafa varasjóði slysa- trygginga bætzt vextir, og nemur aukning hans á árinu 3,3 millj. kr. Nam varasjóð- urinn 32,8 millj. kr. í lok ársins. Þótt ekki hafi orðið reksturshalli á síðast- liðnu ári hjá slysatryggingunum, sýnir rekstursafkoma þeirra ásamt þeim bóta- hækkunum, sem orðið hafa, þó ljóslega, að iðgjöld þarf að endurskoða innan skamms.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.