Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 7
SVEITARST J ÓRNARMÁL 5 100 ára afmæli barnafræðslu í Reykjavík. Forsíðumyndin að þessu sinni er tekin á „Litlu jólum“ í Melaskólanum í Reykjavík og birt í tilefni þess, að á árinu 1862 var í fyrsta skipti settur lögskipaður barna- skóli í Reykjavík. 100 ára afmæli barna- fræðslunnar er því á árinu 1962. Reykjavíkurborg liefur minnst þessa ald- arafmælis barnafræðslunnar með því að efna til „skólasýningar 1862-1962“ í Miðbæj- arskólanum og var þar í myndum og máli rakin saga barnakennslunnar í borginni, sýnd vinna nemenda frá liðnum vetri og helztu kennslutæki, sem skólarnir hafa til afnota. Þá var tekin upp sú nýlunda, að skólaslit barna og gagnfræðaskóla borgar- innar fór fram sameiginlega 31. maí s.l. á íþróttaleikvangi borgarinnar í Laugardal, og var meginþorri allra nemenda skólanna þar saman kominn og fjölda margir borg- arbúar voru viðstaddir þessa hátíðlegu og óvenjulegu athöfn. Ennfremur var afmælisins minnst með hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu sunnu- daginn 14. október s.l., þar sem haldnar voru ræður og nemendur komu í'ram með svipmyndir úr skólalífinu. í barnaskólum Reykjavíkurborgar eru í vetur 8474 nemendur og í Gagnfræðaskól- unum 4491 nemandi eða samtals 12.956 nemendur í skólum borgarinnar. Við barnaskólana starfa 245 fastir kenn- arar og við gagnfræðaskólana 176 eða sam- tals fastir kennarar 421. Barnaskólarnir eru 11 en gagnfræðaskólarnir 12. Flestir nem-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.